Frjáls verslun - 01.07.2012, Page 76
76 FRJÁLS VERSLUN 7. TBL. 2012
„Oculis ehf. hefur þróað nýja augndropa en helsti kostur
þeirra er að hægt er að nota augndrop ana til að meðhöndla
sjúkdóma í bakhluta augans í stað þess að sprauta lyfjum
með nál inn í augað,“ segir Guðrún Marta Ásgrímsdóttir,
framkvæmda stjóri Oculis ehf.
Oculis ehf.
NýJAR LAUSNIR Í AUGNLyFJUM
Þetta getur nýst t.d. þeim sem hafa sjónhimnubjúg af völdum sykursýki, sem er mjög algengur sjúkdómur.“Um er að ræða nanótækni við
lyfjagjöf og með hjálp cyclodextrina hefur
fyrirtækið þróað lyfjaferjur („drug delivery
platform“). Tæknina má nota til að ferja
marg vísleg lyf inn í augað og einn af kostum
hennar er að hægt er að einfalda lyfjagjöf
og gefa lyf aðeins einu sinni á dag í stað oft
á dag. Það bætir meðferðarheldni og eykur
ár angur af lyfjagjöfinni.“
Guðrún Marta segir að niðurstöður fyrstu klínísku rannsókna á sjónhimnubjúg og
gláku lofi góðu og ef fram haldi sem horfi sé
um algjöra byltingu að ræða í meðhöndlun
augn sjúkdóma.
Eigendur Oculis ehf. eru stofnendur fyrir
tækisins, Þorsteinn Loftsson, prófessor í lyfja
fræði við HÍ, og Einar Stefánsson, prófessor í
læknadeild HÍ. Auk þeirra eiga Landspítal inn
og Háskóli Íslands hlut í fyrirtækinu.
„Tæknina má nota til að ferja marg vísleg lyf inn
í augað og einn af kostum hennar er að hægt er
að einfalda lyfjagjöf og gefa lyf aðeins einu sinni
á dag í stað oft á dag. Það bætir meðferðar-
heldni og eykur ár angur af lyfjagjöfinni.“
Guðrún Marta Ásgrímsdóttir.
ættaðir úr háskólanum