Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2012, Side 80

Frjáls verslun - 01.07.2012, Side 80
80 FRJÁLS VERSLUN 7. TBL. 2012 ættaðir úr háskólanum Ástæðan var að það er mikill áhugi á að læra íslensku erlendis en hins vegar eru ekki nægilegar margir á hverjum stað til að halda úti námskeiðum. Þróunin fór í gang með stórum styrk frá Evrópusam­ bandinu og síðan hafa Rannís, Háskóli Ís ­ lands og norrænir sjóðir styrkt verkefnið. Um er að ræða samstarfsverkefni hugvísinda­ sviðs Háskóla Íslands, Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum og Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.“ Fyrsta námskeiðið kom út á netinu árið 2004 en síðan hafa komið út fleiri sjálfstæð námskeið og þau eru öllum opin og gjald­ frjáls. „Við erum með yfir 98.000 skráða not ­ end ur eða um 600 notendur á dag.“ Birna segir að það sem er ólíkt öðrum svip ­uðum námskeiðum sé að þetta sé mjög kennslu fræðilega miðað og hafi staðist tímans tönn. „Við byrjuðum á að þróa kennslufræði sem hentaði fyrir netkennslu og síðan var tækn in látin leysa vandamálin. Netkennsla er hins vegar oft tæknimiðuð – það er fyrst byrjað á tækninni og svo er sett eitthvert efni inn. Tæknina og aðferðafræðina í Icelandic Online má nota til að kenna hvaða tungumál sem er. Við höfum fengið jákvæð viðbrögð frá not ­ endum en okkur hefur ekki tekist að finna fjármagn til þess að reka og þróa Icelandic Online meira og koma þessu á koppinn sem fyrirtæki sem þó hefur mikla möguleika í al þjóðlegu samhengi. Tungumálakennsla er vaxandi viðskiptagrein.“ „Við erum með yfir 98.000 skráða notendur eða um 600 notendur á dag.“ Birna Arnbjörnsdóttir. Birna Arnbjörnsdóttir, prófessor í „annarsmálsfræðum“ við Háskóla Íslands, segir að þegar farið var að bjóða upp á meistaranám í kennslu er- lendra tungumála við Háskóla Íslands árið 2000 hafi í framhaldinu komið upp sú hugmynd að kenna íslensku sem erlent mál á netinu. Icelandic Online UM 98.000 NOTENDUR

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.