Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2012, Qupperneq 81

Frjáls verslun - 01.07.2012, Qupperneq 81
FRJÁLS VERSLUN 7. TBL. 2012 81 Þráinn Þorvaldsson. Steinþór Sigurðsson líf efnafræðingur kom til starfa með Sig ­mundi tveimur árum síðar og loks var fyrir tækið Saga Medica stofnað árið 2000. Þá var hafin þróun fram leiðsluvara og kom fyrsta vara fyrirtækisins, Angelica­jurta­ veig, á markaðinn tveimur árum síðar. „Angelica virkar gegn kvefi og kvíða, SagaPro er við tíðum næt urþvaglátum, SagaMemo er gott fyrir minnið og svo eru það Voxis­hálstöflurnar sem er með þekktustu og best seldu háls töflum á Íslandi,“ segir Þráinn Þorvaldsson, framkvæmdastjóri hjá Saga Medica. Hann segir að SagaPro sé á meðal mest seldu náttúruvara hér á landi. Nýlega var lokið við klíníska rannsókn á vörunni sem Þráinn segir að skipti miklu máli varðandi markaðssetningu bæði hérlendis og erlendis. Vörur Saga Medica eru seldar í um tvö hundruð heilsuvöruversl­ un um í Bandaríkjunum og Kan ada. „Við erum t.d. að fara í gegnum skráningarferil bæði í Kanada og innan Evrópubanda­ lagsins. Ferillinn í Kanada hefur tekið tvö ár en er ekki að fullu lokið. Þegar skráningu er lokið er hægt að hefja markaðssetningu fyrir alvöru.“ Þráinn segir að markmið Saga­ Medica sé að bæta heilsu fólks og lífsgæði með vörum unnum úr jurtum. „Það eru margar leiðir til þess að auka lífsgæði fólks og ein af þeim er að bæta heilsuna. Vörurnar okkar hjálpa fólki með ákveðin vandamál til að lifa betra lífi.“ TIL Að BæTA LÍF FóLKS Upphafið að Saga Medica má rekja til þess að Sigmundur Guðbjarnason, fyrrverandi prófessor og háskóla- rektor, fór fyrir um tuttugu árum að rannsaka íslenskar lækningajurtir við Háskóla Íslands. „Við erum t.d. að fara í gegnum skráningarferil bæði í Kanada og innan Evrópu bandalagsins.“ Saga Medica Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og á fyrirtækið nú tvö alþjóðleg einkaleyfi og eitt til viðbótar er komið í alþjóðlegt umsóknarferli. Fyrirtækið er með starfsstöðvar bæði á Íslandi og í Skotlandi. „Aðferðafræðin gengur út á raf­ drátt á kjarnsýrum með tvívíðum rafdrætti,“ segir Hans Guttorm­ ur Þormar, framkvæmdastjóri Lífeindar, „en með því fáum við nákvæmari upplýsingar um sam­ setningu og gæði kjarnsýrusýna en mögulegt hefur verið að fá hingað til. Jafnframt þessu höfum við verið að þróa tækjabúnað til að gera notendum/vísindamönn­ um kleift að framkvæma þessa aðferðafræði fljótt og örugglega. Við eigum nú frumgerðir af tækja­ búnaði og einnota gelkort til að rafdraga kjarnsýrusýni og er stefnt á að koma tækjabúnaðin­ um í gegnum CE­stöðlun fyrir markaðssetningu. Við erum í sam starfi við vísindamenn sem eru að prófa aðferðafræðina með okkur og vonandi getum við komið tækjabúnaði til valinna vísindamanna svo það séu líka óháðir aðilar sem prófa og meta aðferðafræðina. Við höfum verið að senda til birtingar vísinda­ greinar með niðurstöðum okkar um þessa tækni.“ Aðferðafræðin þykir það merkileg að nákvæm lýsing hennar var birt í Nature Protocols, einu af tímaritum Nature­tímaritaút gáf unnar. Hans segir að markaðssetning sé næst á dagskrá með tilheyr andi framleiðslu á tækja­ búnaði til sölu og dreifingar. „Það skref verður annaðhvort tekið með fjármögnun eða í samstarfi við stærri erlend fyrirtæki. Við hefðum hins vegar aldrei komist svona langt nema með dyggri aðstoð góðra aðila, Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, Tækniþróunar hf. og sjóða Rannís, sérstaklega Tækni ­ þró unarsjóðs, svo ég nefni bara örfáa af öllum þeim sem átt hafa þátt í þessu.“ NÁKVæMARI UPPLýSINGAR UM SAM- SETNINGU KJARNSýRUSýNA Fyrirtækið Lífeind var stofnað árið 2001 eftir að Guðmundur H. Gunnarsson, doktorsnemi við Háskóla Íslands, vann ásamt leiðbeinanda sínum, Jóni Jóhannesi Jónssyni, keppnina „Upp úr skúffunum“. „Aðferðafræðin gengur út á rafdrátt á kjarnsýrum með tvívíðum rafdrætti,“ segir Hans Guttorm ur Þormar, framkvæmdastjóri Lífeindar.“ Lífeind ehf. Hans Guttorm ur Þormar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.