Frjáls verslun - 01.07.2012, Page 86
86 FRJÁLS VERSLUN 7. TBL. 2012
ráðlagður dagSkaMMtur:
2 x 10 mínútur á daG
Kannast þú við að æða áfram dag hvern, eltast við og bregðast við endalausu alls kyns áreiti umhugsunarlaust og
skilja svo ekkert í því að áður en þú veist
af er hver vikan og mánuðurinn liðinn,
jafn vel árið, án þess að þú hafir gert það
sem þú ætlaðir þér eða náð þeim árangri
sem þú hafðir ætlað þér eða taldir að þú
hefðir sett þér markmið um? Hvernig
getur þú breytt þessu fyrir þig?
Auðvitað er ekkert eitt rétt svar en hér
kemur tillaga frá mér sem ég skora á þig
að prófa.
tAktU 10 míNÚtUr í UppHAFI
Hvers DAGs tIl Að:
1. Hugleiða og fá skýra sýn á hvernig
þú vilt að dagurinn verði og hverju
þú ætl ar að áorka áður en hann
verður að kvöldi kominn.
2. Skoða daginn í samhengi við
áætlun sem þú kannt að hafa fyrir
vikuna eða mán uðinn og setja þér
dagsáætlun í sam hengi við það.
3. Skoðaðu dagbókina þína, gerðu
ráð stafan ir til þess að þú hafir
nægan tíma til að undirbúa þig
fyrir hvern fund, sím tal eða annað
sem þú þarft að gera.
Hér kemur grein eftir Herdísi Pálu Pálsdóttur, MBA í stjórn un, um góðar leiðir til að
ná betri yfirsýn í vinnunni og fá þá tilfinn ingu að allt sé á hreinu. Hún hvetur alla til
að taka frá tvisvar sinnu tíu mínútur á dag til að fara yfir stöð una. Hluti af grein inni
birtist í blaðinu um áhrifaríkustu kon urnar í viðskiptalífinu en seinni hluti hennar
datt út og er því greinin birt í heild sinni aftur.
TexTi: Herdís Pála PálsdóTTir
Herdís Pála Pálsdóttir, MBA, markþjálfi og eigandi www.herdispala.is
stjórnun