Frjáls verslun - 01.07.2012, Page 90
90 FRJÁLS VERSLUN 7. TBL. 2012
Sean Connery
Connery var fyrstur til að leika
Bond og yfirleitt er hann efstur á
blaði þegar kosið er um hver er
besti Bondinn. Connery fædd
ist í Edinborg 25. ágúst 1930.
Þegar hann var valinn til að
leika Bond hafði hann keppt í
líkams ræktarkeppnum og hafði
litla reynslu af leiklist. Fyrsta
myndin, Dr. No, sló í gegn og
lék hann í fjórum Bondmyndum
næstu fimm árin. Orðinn leiður
á að vera eingöngu 007 í aug
um almennings ákvað hann
að hætta eftir You Only Live
Twice en lét til leiðast að leika í
Diamonds are Forever þegar
George Lazenby var kominn
í ónáð hjá framleiðendunum.
Þess má geta að Connery lék
Bond 1983 í Never Say Never
Again, en sú mynd telst ekki til
Bondseríunnar þótt sannarlega
sé hún Bondmynd. Sean
Conn ery var 32 ára gamall
þeg ar hann lék í Dr. No og 53
ára þegar hann lék í Never Say
Never Again.
James Bond-myndir
Seans Connerys
dr. no
From russia With love
Goldfinger
thunderball
diamonds are Forever
never Say never again
(utan við Bondseríuna)
george lazenby
Óhætt er að segja að óheppni
George Lazenbys í hlutverki
James Bond megi rekja til þess
að hann tók við af Sean Conn
ery. Lazenby lék aðeins í einni
Bondmynd, On Her Majesty’s
Secret Service (1969), mynd
sem yfirleitt er talin meðal betri
Bondmynda. Lazenby fæddist
í Ástralíu 5. september 1939 og
var þekkt módel þegar honum
bauðst að leika Bond eftir mikla
leit að eftirmanni Connerys.
Hann hafði enga reynlsu af
leiklist fyrir utan auglýsingar.
Eftir mislukkaðan leikferil sneri
hann sér að kappakstri en hefur
á seinni árum snúið sér aftur
að kvikmyndaleik. Lazenby var
30 ára gamall þegar hann lék
Bond og sá yngsti sem hefur
leikið njósnarann.
James Bond-mynd
george lazenbys
On Her Majesty’s Secret
Service
Skyfall verður frumsýnd í október en þá eru fimmtíu ár
frá því fyrsta Bond-kvikmynd in, Dr. No, leit dagsins ljós
þar sem Sean Connery gerði njósnara hennar hátignar,
James Bond, 007, ódauðlegan.
TexTi: Hilmar karlsson
Vöruframleiðend ur
hafa nýtt sér Bond
myndirnar til að
koma vörum sínum
á framfæri og það
þrátt fyrir að slík
auglýsing sé keypt
dýrum dóm um;
bílar, flugvélar og
flugfélög, og margt
fleira.
James Bond
Þegar haft er í huga að meira en hel ming ur jarðar búa hef ur séð að minnsta kosti eina Bond-kvikmynd er
ekkert óeðlilegt að halda því fram að James Bond hafi haft nokkur áhrif
á mannkynið í heild hvað varðar fatnað, bíla og drykki. Og þrátt fyrir að
fimmtíu ár séu liðin frá því Bond kom fyrst fram í Dr. No er langt í frá
að hann sé að falla úr tísku. Svo er það aftur á móti fullyrðing þeirra sem
til þekkja að ef James Bond væri njósnari í raunveruleikanum væri hann
einhver sá versti í bransanum.
James Bond er svalur náungi og hefur löngum verið sendiherra Breta hvað
það varðar og er stutt síðan hann var notaður í skemmti legt atriði með
Englandsdrottningu við setningu Ólympíuleikanna, svo það er engin furða
að Bretar vilji þennan njósnara hennar hátignar ódauðlegan. Ekki hefur
hrifningin verið minni í öðrum löndum og er þekkt sagan af John F. Kenn
edy Bandaríkjaforseta, sem var svo hrifinn af Dr. No að hann sá til þess
að hann fengi sérstaka forsýningu í Hvíta húsinu á From Russia With
Love áður en allir aðrir fengu að líta myndina augum.
Vöruframleiðendur hafa nýtt sér Bondmyndirnar til að koma vörum
sínum á framfæri og það þrátt fyrir að slík auglýsing sé keypt dýrum dóm
um; bílar, flugvélar og flugfélög, úr, sólgleraugu, símar, vín og margt fleira er
vandlega valið fyrir hverja mynd. Ein ný vörutegund kemur fyrir í Skyfall
sem á sjálfsagt eftir að falla í grýttan jarðveg hjá hörðustu aðdáendum.
James Bond fær sér bjór í myndinni og það ekki hvaða bjór sem er, heldur
Heineken sem borgar víst 45 milljónir dollara fyrir að koma vöru sinni að
og rennir þessi auglýsingaherferð stoðum undir þá margtuggnu setningu
að allt sé falt fyrir peninga
Mestu áhrifin hefur þó James Bond haft í kvikmynda og sjón varps brans
anum. Óteljandi eftirlíkingar hafa litið dagsins ljós í misgóðum kvikmyndum
og sjónvarpsseríum sem eiga það sam eiginlegt að hafa runnið sitt skeið á
meðan James Bond blómstrar. Eitt er ótalið sem fylgt hefur James Bond
í gegnum tíð ina og það er tónlistin. Þar á mestan heiður John Barry, sem
lést í fyrra. Samdi hann mörg lög fyrir kvikmyndirnar sem urðu mjög vin
sæl og sjálf kvikmyndatónlist hans var þvílík snilld að ekki þarf annað en að
hlusta á fyrstu tónana til að vita hvaðan tónlistin kem ur. Þeir leikarar sem
leikið hafa James Bond hafa allir orðið heimsfrægir þótt mismunandi sé
hvað þeim hefur tekist að halda frægðinni við.
Sex leikarar hafa
leikið JameS Bond
Sean Connery.
George Lazenby.
kvikmyndir