Frjáls verslun - 01.07.2012, Síða 91
FRJÁLS VERSLUN 7. TBL. 2012 91
TexTi: Hilmar karlsson
roger moore
Roger Moore er sá sem oftast
hefur leikið James Bond eða sjö
sinnum á árunum 1973 til 1985.
Með komu hans í hlutverkið
kom húmorinn. Moore fæddist í
London 14. október 1927. Hann
kom til greina í upphafi sem
James Bond en var bundinn
annars staðar. Áður en Bond
myndirnar komu til sögunnar
var hann þekktastur fyrir að
leika Simon Templar í The Saint
sjónvarpsseríunni. Moore komst
vel frá seríunni og hefur alla tíð,
bæði meðan hann lék Bond
og eftir að hann lét af störfum,
verið eftirsóttur leikari og leikið
í mörgum kvikmyndum. Auk
kvikmyndaleiks er hann í dag
virkur í starfi fyrir UNICEF.
Roger Moore var 45 ára þegar
hann lék í A View To Kill og 57
ára þegar hann lék í Live and
Let Die.
James Bond-myndir
rogers moores
a view to a kill
octopussy
For Your eyes only
moonraker
the Spy Who loved me
the man with the golden
gun
live and let die
timothy dalton
Ef Roger Moore var gagnrýndur
fyrir að taka of létt á James
Bond þá var túlkun Timothys
Dalt ons algerlega á öndverðum
meiði og þótti hann þunglama
legur í hlutverkinu.
Dalton fæddist í Wales 21.
mars 1946. Hann naut mikillar
virð ingar sem sviðsleikari og lék
mörg fræg sviðshlutverk, m.a. í
leikritum eftir Shakespeare. Dal
ton lék í tveimur Bondmyndum
og er aðalástæðan fyrir því að
hann lék ekki í fleirum sú að
sex ár liðu frá því Licence to
Kill var gerð og þar til farið var
að gera Goldeneye. Lítið hefur
farið fyrir Dalton á undanförn
um árum en honum bregður
þó af og til fyrir í kvikmyndum.
Timothy Dalton var 41 og 42
ára þegar hann hann lék James
Bond.
James Bond-myndir
timothys daltons
the living daylight
licence to kill
pierce Brosnan
Strax árið 1984 var farið að tala
um Pierce Brosnan sem næsta
James Bond, en skuldbinding
hans í sjónvarpsseríunni Rem-
mington Steele kom í veg fyrir
að hann gæti þegið hlutverkið.
Þegar hann loks fékk tækifærið
var hann tilbúinn í hlutverkið og
þykir hafa staðið sig með prýði.
Brosnan fæddist á Írlandi 16.
maí 1953 en ólst upp í Lond
on. Remmington Steele var
vinsæl sjónvarpssería og voru
Brosnan allir vegir færir eftir að
henni lauk og tók hann Bond
fram yfir önnur kvikmyndahlut
verk. Fyrsta Bondmyndin sem
Brosnan lék í, GoldenEye, er
vinsælasta Bondmyndin frá
upp hafi. Pierce Brosnan var 42
ára gamall þegar hann lék Bond
í fyrsta sinn og 49 ára þegar
hann lék Die Another Day.
James Bond-myndir
pierce Brosnans
goldeneye
tomorrow never dies
the World is not enough
die another day
daniel Craig
Núverandi James Bond, Daniel
Craig, þykir hafa komið með
ferska sýn á hlutverkið og er
almenn ánægja með framm i
stöðu hans, en hann var valinn
eftir að átján mánuðir höfðu
farið í að leita að eftirmanni
Pierce Brosnans. Craig fæddist
í Chester á Englandi 2. mars
1968 og hafði átt velgengni að
fagna í breskum kvikmyndum
og sjónvarpi þegar hann skaust
upp á stjörnuhimininn í hlutverki
James Bonds. Meðfram því að
leika Bond hefur Craig verið
eftirsóttur kvikmyndaleikari
og leikið í nokkrum ágætum
kvikmyndum. Daniel Craig var
37 ára þegar hann lék í Casino
Royale.
James Bond-myndir
daniels Craigs
Casino royale
Quantum of Solace
Skyfall
007 kemur m til BJargar
Tuttugasta og þriðja Bond-kvikmyndin, Skyfall, verður tekin til sýningar hér á landi
26. október, sama dag og í flest-
um öðrum Evrópulöndum, m.a.
Bretlandi. Í Bandaríkjunum verður
Skyfall frumsýnd 9. nóvember.
Í upphafi Skyfall hefur klúðrast
aðgerð í Istanbúl sem James Bond
var þátttakandi í. Bond er horfinn
og er talið að hann hafi látið lífið.
Þegar á netið leka upplýsingar um
alla njósnara MI6 berast bönd-
in að M og hætta er á að hún
missi starfið. Þegar allt er að fara
í háaloft birtist Bond og þar með
fær M tækifæri til að hreinsa sig af
ásökunum um að vera í sambandi
við hættulegan glæpamann. Bond
á samt eftir að efast um hollustu
sína gagnvart M þegar hann kemst
að ýmsu í fortíð hennar sem þolir
ekki dagsins ljós.
Auk Daniels Craigs, sem leikur
Bond, eru í öðrum hlutverkum Judy
Dench sem leikur M, Javier Bardem,
Helen McCrory, Ralph Fiennes,
Albert Finney, Bérénice Marlohe,
Ola Rapace, Naomie Harris og Ben
Whishaw, sem kominn er í hlutverk
Q. Leiksjóri er Sam Mendes og er
þetta í fyrsta sinn sem hann reynir
sig við Bond. Mendes vakti mikla
athygli fyrir sína fyrstu kvikmynd,
American Beauty, sem vann til
fimm óskarsverðlauna árið 2000,
þar á meðal sem besta kvikmynd
og Mendes fékk óskarinn sem besti
leikstjóri. Ekki hefur hann fylgt vel-
gengni American Beauty eftir,
en leikstýrt fjórum kvikmyndum;
Road To Perdition, Jarhead,
Revo lutionary Road og Away
We Go, allt ágætar myndir en
engin stórvirki á sviði kvikmynda-
listarinnar.
Daniel Craig í hlutverki James
Bonds. Í baksýn er hinn klass
íski Bondbíll, Aston Martin.
Skyfall
Timothy Dalton.
Roger Moore.
Pierce Brosnan.
Daniel Craig.