Frjáls verslun - 01.07.2012, Síða 94
94 FRJÁLS VERSLUN 7. TBL. 2012
Það má segja að starf mitt í dag sé hefð bundið stjórnun arstarf. Ég sem stofnandi fyrirtækis
ins og fyrsti starfsmaður ásamt
Berglindi hef gengið í öll störf í
fyrirtækinu og þekki því vel alla
ferla þess. Í mörg horn er að líta
þegar starfsemin er orðin svona
dreifð og starfsmannafjöldinn
kominn yfir hundrað manns.
En við erum mjög lánsöm að
hafa gott og traust fólk með
okkur sem hefur starfað lengi í
fyrir tækinu og býr yfir góðri
þekk ingu og reynslu.
Daglega ristum við kaffi sem
fer nýtt og ferskt í verslanir
landsins. Viðskiptavinirnir
þekkj a okkur og treysta gæðum
vör unnar. Um leið og það skiptir
miklu máli að velja íslenska
fram leiðslu höfum við verið að
auka markaðshlutdeild okkar
jafnt og þétt. Einnig höfum
við styrkt kaffihúsarekstur
inn og erum að opna þessa
dag ana nýtt kaffihús við einn
fallegasta garð borgarinnar,
Fógetagarðinn við Aðalstræti.
Það kaffihús verður frábrugðið
öðrum kaffihúsum að því leyti
að þar ætlum við að rista kaffi í
litlum ofni. Þarna verður skólinn
okkar starfræktur og við að flytja
skólann úr Hafnarfirði í miðbæ
Reykjavíkur auðveldum við
að gengi að námskeiðunum fyrir
okkar fólk sem fær þar tækifæri
til símenntunar og að kynn
ast hráefninu enn betur. Fyrir
lengra komna í faginu skapast
vettvangur til ýmissa tilrauna. Í
Aðalstrætinu verðum við svo
með kaffi og tenámskeið fyrir
áhugasama viðskiptavini.“
Sigmundur er giftur Berglindi
Guðbrandsdóttur, meðeiganda
sínum, og hafa þau verið
sam an í rekstrinum frá stofnun
fyrirtækisins. „Við eigum tvær
dætur og eitt barnabarn. Eldri
dóttir okkar, Kristín María, er
viðskiptafræðingur og sér
um kaffihúsareksturinn ásamt
sam býlismanni sínum, Halldóri
Guðmundssyni, framkvæmda
stjóra kaffihúsanna, sem nú
eru níu talsins. Það má segja
að Kristín María sé uppalin í
fyrirtækinu svo hún hefur ágæta
innsýn og þekkingu á rekstrin
um. Yngri dóttirin, Sunna Rós,
er í Tækniskólanum í klæð
skeranámi og hefur hún einnig
unnið í fyrirtækinu með námi í
gegnum tíðina.
Vinnan hefur m.a. krafist ferða
laga og fjarveru, þannig að áður
fyrr áttum við erfitt með að taka
okkur lengri frí. Nú erum við
fleiri við stjórnvölinn svo það
er minna mál að bregða sér
frá, fórum til dæmis öll saman
í frí í október á síðasta ári til
Flórída, leigðum okkur hús í
þrjár vikur, og samstarfsfólkið
sagðist varla hafa tekið eftir því
að við færum.
Það má segja að aðaláhuga
málið sé og hafi alltaf verið
fyrir tækið og reksturinn og það
skemmtilega umhverfi sem við
störfum í ásamt menn ingunni
allri í kringum kaffi og te, hvort
sem það er hráefnið sjálft,
vinnslan eða allt framhald ið
sem tekur við. Til að geta fylgst
vel með í svona samsettu fyrir
tæki verða allir að hafa brenn
andi áhuga, enda var áhuginn
á vörunni ástæða þess að við
fórum út í þetta á sínum tíma.
Fjölskyldan hefur notið þess
að eiga sumarbústað í fimm
tán ár. Hann skemmdist að
vísu í flóðum sem urðu 2006
og höfum við verið að endur
byggja hann sl. ár. Ég hef haft
mjög gaman af því að vinna
að uppbyggingunni, enda þarf
ég alltaf að hafa eitthvað fyrir
stafni.
Ég hef líka gengið töluvert og
hef gaman af fluguveiði og þá
sérstaklega silungsveiði.
Eldamennska er einnig mikið
áhugamál en fjölskyldan borðar
mikið saman. Þá fæ ég gjarnan
að njóta mín og er oft með
áhuga sama lærlinga mér við
hlið. Svo er það barnabarnið,
hún Ronja Halldórsdóttir, sem
verður þriggja ára í desember
næstkomandi, hún er að sjálf
sögðu í miklu uppáhaldi.“
Sigmundur Dýrfjörð
– framkvæmdastjóri Te & kaffi
„Það má segja að aðaláhugamálið sé og hafi alltaf verið fyrirtækið og reksturinn og það
skemmtilega umhverfi sem við störfum í ásamt menningunni allri í kringum kaffi og te, hvort
sem það er hráefnið sjálft, vinnslan eða allt famhaldið sem tekur við.“
Nafn: Sigmundur Dýrfjörð
Fæðingarstaður: Siglufjörður, 13.
apríl 1956
Foreldrar: Hólm Dýrfjörð og Sigurrós
Sigmundsdóttir
Maki: Berglind Guðbrandsdóttir
Börn: Kristín María Dýrfjörð og Sunna
Rós Dýrfjörð
Menntun: Matreiðslumeistari
í beinni frá Metrópólitan óperunni í New York
2012 - 2013 tímabilið
miðasala og nánari upplýsingar á www.operubio.is
fylgstu með á http://facebook.com/operubio
TexTi: Hilmar karlsson FóLk