Frjáls verslun - 01.07.2012, Side 96
96 FRJÁLS VERSLUN 7. TBL. 2012
Ferðaskrifstofan WOWferðir var stofnuð 29. febrúar 2012 og er hluti af WOWfjölskyldunni, með
sömu starfsstöðvar og WOW
air. WOWferðir bjóða upp á
skemmtilegar og áhugaverðar
ferðir til allra áfangastaða WOW
air með sérstaka áherslu á
fjölbreyttar pakkaferðir við allra
hæfi. WOWferðir bjóða upp á
sérferðir, borgarferðir, golfferð
ir, skíðaferðir, leikhúsferðir og
menningarferðir svo fátt eitt sé
nefnt. Inga Birna er nýtekin við
starfi framkvæmdastjóra en hún
hefur komið að ferðaþjónustu
áður þar sem hún starfaði um
skeið hjá Icelandair group, m.a.
sem sölu og markaðsstjóri
hjá Flugfélagi Íslands og sem
forstöðumaður Vildarklúbbs
Icelandair.
Inga Birna segist hlakka mikið
til að takast á við spennandi
verkefni og er glöð yfir að vera
komin aftur á heimaslóðir: „Þeg
ar maður er einu sinni kom inn
í ferðabransann þá verður vart
aft ur snúið. Nú stöndum við
í ströngu við að skipuleggja
golf og skíðaferðir. Um leið og
haustið skellur á okkur vilja golf
arar framlengja sumarið og við
bjóðum upp á stórglæsilegar
ferðir til Spánar í september og
október. Enn aðrir eru komnir í
vetrargírinn og strax farnir að
festa sér skíðaferð og WOW air
flýgur til Salzburgar frá 22. des
ember til 2. mars, viðskiptavinir
okkar geta því farið í skipulagða
skíðaferð með WOWferðum til
Austurríkis nú eða tekið flugið
ein göngu og skipulagt sína
skíða ferð sjálfir.“
Inga Birna er farin að skipu
leggja næsta ár, bæði ferðir
fyrir Íslendinga og einnig ferðir
fyrir erlenda ferðamenn til Ís
lands. „Við ætlum að hugsa út
fyrir kassann og koma til móts
við alla flóruna og bjóða upp á
skemmtilegar og öðruvísi ferðir
á næsta ári ásamt að sjálfsögðu
hefðbundnum ferðum eins og
golfi, sólarferðum og borgarferð
um. Heilsa og hreyfing skiptir
mig miklu máli og ég hef mikinn
áhuga á að skoða ferðir tengdar
alls kyns hreyfingu; hjólaferðir,
gönguferðir o.s.frv., bæði fyrir
erlenda ferðamenn á Íslandi og
einnig fyrir Íslendinga erlendis.“
Inga Birna býr í Kópavogi
ásamt dætrum sínum, Guðrúnu
Köru 15 ára og Árnýju Eik 11
ára, en er fædd og uppalin í
Keflavík. „Ég flutti til Reykjavík
ur 1991 eftir stúdentspróf.
Stuttu síðar ákvað ég að skoða
heiminn, læra önnur tungumál
og njóta framandi menningar
áður en ég færi í frekara nám.
Bjó m.a. í París og Ekvador, það
var ótrúlega skemmtilegur tími
og ég náði bara ágætum tökum
á spænskunni, franskan var
aðeins erfiðari. Ég útskrifaðist
með BSgráðu í viðskiptafræði
frá Háskóla Íslands vorið
1999 og með MBAgráðu frá
Há skólanum í Reykjavík vorið
2006. Stundum langar mig
hrein lega til þess að setjast aft
ur á skólabekk og læra eitthvað
úr allt annarri átt, læknisfræði
eða verkfræði, en ég er fljót að
vakna upp af þeim draumi.
Ég stunda golf af kappi, en
velgengnin helst ekki alltaf í
hendur við áhugann. Ég er
frekar óþolinmóð og hefði viljað
sjá forgjöfina lækka hraðar en
raun ber vitni, en þetta kemur
allt. Ég hef líka stundað skíði
frá barnæsku, en foreldrar mínir
voru duglegir að fara í Bláfjöll,
Kerlingarfjöll og Skálafell
með okkur systkinin. Ætla að
reyna að komast til Austurríkis
í skíðaferð eftir jólin, það yrði
algjör draumur. Dætur mínar
stunda einnig skíðaíþrótt ina,
förum mikið í Bláfjöll og reyn
um að fara nokkrar helgar til
Akureyrar yfir vetrartímann, en
þær eru á snjóbrettum. Svo
stunda þær báðar ballett í List
dansskóla Íslands og mér tókst
svo að draga yngri dóttur mína
í golfið en hún æfir golf með
GKG.Svo hef ég bara áhuga á
allri hreyfingu og útivist. Búin að
æfa crossfit í rúmt ár og finnst
það ótrúlega gott fyrir líkama
og sál. Einnig hjóla ég mikið
með góðri vinkonu minni, hleyp
mér til gamans og fer á fjöll. Við
mæðgur fórum saman í frábæra
gönguferð á Fimmvörðuháls í
sumar ásamt skemmtilegum vin
um og erum þegar byrjaðar að
leggja línurnar fyrir skemmtilega
gönguferð næsta sumar.“
Inga Birna Ragnarsdóttir
– framkvæmdastjóri WOW-ferða
„Ég stunda golf af kappi, en velgengnin helst ekki alltaf í hendur við áhugann. Ég er frekar
óþolinmóð og hefði viljað sjá forgjöfina lækka hraðar en raun ber vitni, en þetta kemur allt.“
Nafn: Inga Birna Ragnarsdóttir
Fæðingarstaður: Fæðingarheimilið í
Reykjavík, 9. mars 1972
Foreldrar: Guðrún Árnadóttir og
Ragnar Gerald Ragnarsson
Börn: Guðrún Kara, 15 ára, og Árný
Eik, 11 ára
Menntun: BS í viðskiptafræði frá HÍ og
MBA frá HR
FóLk