Frjáls verslun - 01.07.2012, Side 97
FRJÁLS VERSLUN 7. TBL. 2012 97
Ég er framkvæmdastjóri sölu og þjón ustusviðs ÁTVR auk þess að vera yfir vörusviði. Þetta
eru því nokkrir hattar og býsna
mörg og margvísleg verkefni
sem fylgja starfinu. Helst er að
nefna þjónustu og rekstur í 48
vínbúðum um allt land og einnig
eru undir því sviði innkaup á
öllum vörum til fyrirtækisins, en
árlega koma um 4,3 milljónir
viðskiptavina í vínbúðirnar og
kaupa um nítján milljónir lítra af
áfengi.
Við erum um þessar mundir
að skoða pantanaferil vörunnar
frá móttöku til sölu og innleiða
svokallað AGRpantanakerfi. Í
því felst auðvitað hin hefðbundna
ABCgreining á vörusafninu
og síðan ítarlegri skilgreining á
þjón ustustigi vara eftir því hvaða
hópi þær tilheyra. Við höf um
einnig verið að skoða snerti
fleti þjónustunnar og fræðslu
til viðskiptavina og starfs fólks í
tengslum við nýja tækni og það
er óhætt að full yrða að mörg
spennandi tæki færi séu á þeim
vettvangi. Dæmi um þetta er
innleiðing á pin og chipposun
um, sem er væntanleg, en við
höfum verið að skoða áhrif þess
á þjónustuna og biðina á álags
tímum, en Íslendingar kaupa
mikinn hluta áfengis á tiltölulega
fáum klukkustundum í vikulokin.
Það þýðir að álag á þjónustu og
kortakerfi er tiltölulega hóflegt
megnið af vikunni en mjög mikið
á þessum fáu klukkustundum.
Ég hef brennandi áhuga á
þjónustu og mælingum almennt
og vonandi smitast þessi áhugi
yfir á önnur verkefni sem ég
er að vinna að hverju sinni. Ég
verð einnig mjög glaður ef mér
tekst að smita samstarfsfólk mitt
af þessum áhugamálum mínum.“
Einar lauk cand. oecon.prófi
frá HÍ árið 1998 með áherslu
á markaðsmál og lauk síðan
MBAnámi í HÍ árið 2008. „Mér
finnst gott að hreyfa mig og geri
töluvert af því. Er mikill golfari
og eftir að knattspyrnuskórnir
voru lagðir á hilluna hefur þetta
áhugamál tekið yfir flest önnur.
Ég hef einnig verið töluvert í
veggtennis (skvassi) í gegnum
tíðina en það hefur aðeins látið
undan undanfarið og svo er ég
tiltölulega nýbyrjaður að hjóla,
sem er góð hreyfing þegar
maður nennir ekki að leggja á
sig ferðina í ræktina. Þá les ég
mikið og hef haldið utan um
þær bækur sem ég les í nokkur
ár (mælingar sýna að þær eru
á bilinu 30 til 38 á ári) og ég er
yfirleitt með fleiri en eina bók í
takinu hverju sinni, les yfirleitt
mikið af sagnfræði en áhuga
sviðin eru mörg og ná allt frá
þróun tungumála til veðurfræði
og alls þar á milli.
Einnig hef ég gaman af því
að ferðast og hef undanfarin
ár farið reglulega í golfferðir til
Bretlandseyja. Toppurinn þar
er auðvitað að spila á hinum
fræga Old Course í smábænum
St. Andrews. Ég hef verið svo
lánsamur að ná að spila þar
tvisvar en því miður ekki með
miklum árangri. Síðan fórum við
hjónin til Póllands síðastliðinn
vetur og það kom vægast
sagt verulega á óvart. Ekki
eingöngu hversu hratt háhýsin
hafa sprottið upp í Varsjá (þau
eru farin að skyggja á hina
tröllvöxnu höll menningar og
vísinda sem Stalín „gaf“ Pólverj
um), heldur einnig hvað það er
stutt úr miðbænum í niðurnídd
ar blokkir í sovétarkitektúr og
skipulag sovéttímans. Það sem
kom ekki á óvart var hversu gott
var að eiga í samskiptum við
Pólverjana, fyrir utan safnverð
ina, sem virðast ennþá vera á
sovéttíma, og hversu mikil og
góð matarmenningin er þarna
eystra.“
Einar S. Einarsson
– framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs ÁTVR
„Ég hef brennandi áhuga á þjónustu og mælingum almennt og vonandi smitast þessi áhugi
yfir á önnur verkefni sem ég er að vinna að hverju sinni. Ég verð einnig mjög glaður ef mér
tekst að smita samstarfsfólk mitt af þessum áhugamálum mínum.“
Nafn: Einar Snorri Einarsson
Fæðingarstaður: Reykjavík,
31. janúar 1972
Foreldrar: Einar Einarsson (látinn)
og Olga G. Snorradóttir
Maki: Hildigunnur Hafsteinsdóttir
Börn: Stjúpdóttir, Bergdís Helga, 14 ára
Menntun: Viðskiptafræðingur cand.
oecon. og MBA frá HÍ