Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2012, Side 51

Frjáls verslun - 01.10.2012, Side 51
FRJÁLS VERSLUN 11. 2012 51 Frakkar muni láta enn verr að stjórn – nema þeir sjálfir fái að ráða ferðinni. Nú er unnið að því að móta sameiginlegt bankakerfi á evru svæðinu en þar eru mörg ljón á veg inum. Ein lausn á vanda evrusvæðisins, sem ég hef séð og sel ekki dýrar en ég keypti, er sú að skylda banka á svæðinu til að stórauka hlutfall eiginfjár og traustra verðbréfa í eignasafni sínu, jafnvel í 20 prósent af áhættu vigtuðum eignum, en það ætti að minnka líkurnar á því að ríki í viðkomandi landi þurfi að bjarga bönkunum með því að veita þeim neyðarlán. Jafnframt verði fjármálastofnanir skyldaðar til að dreifa eign sinni á ríkisskuldabréfum, þannig að eignin sé ekki að mestu leyti ríkisskuldabréf viðkomandi lands heldur dreift safn af skuldabréfum fjölmargra ríkja. Ef þessu skipulagi er komið á ættu einstök ríki að ráða við að tryggja bankainnistæður og gera upp þá fáu banka sem falla og komið er í veg fyrir keðjuverkanir frá bönk - um til ríkis og aftur til banka. Ríkis stjórnir einstakra ríkja gætu í framtíð glímt við spá bólur með því að hækka hlut fall tryggra eigna og lækka veðhlutföll fast eigna lána. Seðlabanki Evrópu á að neita að bjarga bönkum sem standa illa, sam kvæmt þessari hugmynd. Ef miðstjórnarleiðin er farin verður að ganga hana á enda og heimila Seðlabanka Evrópu að hafa undantekningarlaust yfirráð yfir öllum bönkum í hverju ríki, svo að hann geti staðið fyrir allsherjarhreingerningu í löndum þar sem þess er þörf. Samkomulag Þjóðverja og Frakka um sameiginlegt banka- kerfi á evrusvæðinu, sem nýlega var kynnt, er stutt skref og fyrst og fremst táknrænt fyrir slíka sameiningu – og hefur reyndar ekki enn fengið nauðsynlegt samþykki valda stofnana einstakra ríkja. uM ATlÖGunA Að KVóTAKerfinu Sérgrein þín í hagfræði er stofnanahag- fræði. Þú hefur áður sagt að Íslendingar hafi ekki átt frumkvæði að því að setja upp stofnanir á heimsmælikvarða nema í einu tilviki og það sé kvótakerfið. – Hvernig metur þú áhrifin af atlögu stjórnvalda að kvótakerfinu? Getur verið að svo hátt veiðigjald minnki arð þjóð arinnar af auðlindinni fremur en að auka hann? Það er rétt. Íslendingar og reyndar einnig Nýsjálendingar eru með besta fiskveiði- stjórnunarkerfi í heimi. Samkvæmt norskri athugun er framleiðni í íslenskum sjávar- útvegi helmingi meiri en í Noregi. Góð lífskjör á Íslandi eru háð góðu skipulagi í sjávarútvegi. Í flestum öðrum löndum er sjávarútvegurinn lágtekjugrein og alls ekki driffjöður hagkerfisins eins og hjá okkur. Það er lífsnauðsyn fyrir Íslendinga að vera með hagkvæmt stofnanaumhverfi fyrir undirstöðugrein hagkerfisins. Og slíku kerfi höfum við komið upp. Þótt það hafi átt sér nokkurn aðdraganda var stofnað til núverandi kvótakerfis með lögum frá 1990, en Steingrímur J. Sigfússon og Jó hanna Sigurðardóttir voru ráðherrar í ríkisstjórninni sem lagði frumvarpið um kvótakerfið fyrir Alþingi og greiddu því atkvæði. Sjálfstæðisflokkurinn sat hjá við atkvæðagreiðsluna. Mál hafa síðan þróast svo, til allrar ógæfu, að hatursfullur áróður hefur verið rekinn gegn kerfinu. Fyrirtæki í sjávarútvegi eru sögð hafa stolið verðmætustu auðlind þjóðarinnar – með því að starfa eftir þeim lögum sem umrædd ríkisstjórn setti. Útgerðarmenn eru útmálaðir og nefndir þjófar. Í verstu kreppu í sögu lýðveldisins verður það forgangsmál hjá ríkisstjórninni að tæta í sundur fiskveiðistjórnunarkerfið með svo illa undirbúnum aðgerðum að furðu vekur. uM ATlÖGunA Að sTJórn­ ArsKránni Aðeins meira um stofnanahagfræði. Stjórnarskráin er metin sem stofnun út frá stofnanahagfræðinni. Þú tjáðir þig á sínum tíma í stuttri blaðagrein um valið á fulltrúum í stjórnlaganefnd eftir að Hæstiréttur ógilti kosningu til stjórn lagaráðs. – Hver er þín skoðun á vinnubrögðunum við að kollvarpa stjórnarskránni og hvaða hagfræðilegar afleiðingar getur það haft að ganga svona hratt og hart fram í breytingum? Ég skrifaði stutta blaðagrein um viðbrögð ríkisstjórnarinnar við ógildingu Hæstaréttar á kosningunni til stjórnlagaþings en um svipað leyti skrifaði ég einnig lengri grein almennt um tilraunir víða um heim til að færa stjórnarfar til betri vegar með því að innleiða nýja stjórnarskrá. Sambandið milli stjórnarfars og stjórnarskrár er flókið. Það er tiltölulega auðvelt að búa til ömurlegt stjórnarfar með því að breyta stjórnarskránni, einkum ef ríkisvaldið er öflugt. Þetta var gert í Austur-Þýskalandi, svo að dæmi sé nefnt, og afleiðingarnar voru vondar. Það gengur miklu verr að breyta ömurlegu stjórnarfari í farsælt lýð ræðislegt kerfi – það mistekst yfirleitt vegna þess að andi laganna er ekki andi þegn anna og þeirra sem ráða ferðinni. Mörg ríki Suður-Ameríku tóku upp stjórnar skrá Bandaríkjanna lítt breytta enda þótt afleiðingarnar yrðu aðrar en í Banda - ríkjunum, eins og menn vita. Ég hef horft agndofa á vinnubrögð stjórnvalda við undirbúninginn á frum - varpinu til stjórnskipunarlaga. Flum bru g ang urinn er ótrúlegur og á alls ekki heima í norrænu ríki. Ég hef lesið frum varpið með athugasemdum stjórn - lagaráðs og sérfræðingahóps sem Alþingi réð til að fara lagatæknilega yfir tillögur stjórnlagaráðs, eins og þar segir. Frum - varpið er ótrúlegt plagg. Stór hluti mann - réttindakaflans er vaðall, undarlegur óskalisti. Ég geri mér ekki grein fyrir því hvort sá hluti frumvarpsins veikir eða bætir mannréttindi eða breytir engu. Það sem segir í frumvarpinu um eignarrétt og atvinnulíf er hættulegt. Efnahagsleg framtíð Íslands er komin undir hagkvæmri nýtingu á náttúruauðlindum – fyrst um sinn að minnsta kosti. Frumvarpið bindur í stjórnarskrá yfirráð stjórnmálamanna yfir nýtingu náttúru- auð linda með kröfunni um þjóðareign og bann við veðsetningu, sem er lykilatriði í nútímarekstri. Hugtakið „eign þjóðarinnar“ er skilgreint með tilvísun til eignar þjóð- arinnar á þjóðgarðinum á Þingvöllum og á fornminjum og fornhandritum. Tekið er fram að ríkið geti ekki selt eigur þjóðarinnar. Að öðru leyti hafa stjórnmálamenn frjálsar hendur um það hvernig þeir skipuleggja undirstöðugreinar hagkerfisins, uppsprettur hagvaxtarins. Í sovétkerfinu voru fram- leiðslutæki og náttúruauðlindir eign þjóðarinnar en hin raunverulegu yfirráð og réttindi voru hjá stjórnmálamönnum og þeir fóru sínu fram, sem kunnugt er. Rétt er það Venjulegir við- skipta bankar fengu í aðdraganda krepp- unnar heimild til að reka „spilavíti“ – þ.e. starfa sem fjár - fest ingarbankar – en opin berir að ilar tryggðu eftir sem áður inni stæð ur í bönk unum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.