Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2012, Side 95

Frjáls verslun - 01.10.2012, Side 95
FRJÁLS VERSLUN 11. 2012 95 2012? við getum fundið betri leiðir og þess vegna verðum við að halda áfram í þeirri viðleitni að verða betri stjórnendur. Hvernig verðum við betri stjórnendur? Það er áhugavert að líta yfir árið 2012 og skoða hvað hefur verið mest í umræðunni á árinu í tímaritum sem fjalla um stjórnun og leiðtogahæfni. Hér á eftir verður stiklað á stóru um málefni sem helst hafa verið á döfinni. Margt af þessu höfum við fjallað um í fyrri tölublöðum þessa árs. Þótt þetta sé engan veginn tæmandi eða vísindalega unn in úttekt er áhugavert að staldra við nokkur atriði ef ske kynni að þau veittu ein- hverjum stjórnendum innblástur á nýju ári. Stjórnandinn sjálfur – Þegar rætt er um leiðtogahæfni er stjórnendum ráðlagt, líkt og undanfarin ár, að líta meira inn á við. Það skiptir ekki bara máli hvað maður ger ir, heldur hver maður er. Trúverðugleiki stjórn enda og traust er áhrifamikið og til að ávinna sér hvort tveggja þurfa stjórnendur að vera sannir, bæði í orðum og gjörðum. Þeir þurfa að vita hvað þeir standa fyrir til að öðrum geti verið það ljóst líka. Þeir þurfa að þekkja vel eigin styrkleika og veikleika og gangast við hvoru tveggja. Vax andi krafa er um sanngirni og réttmæti í því hvernig fyrirtæki koma fram gagnvart starfsfólki, viðskiptavinum, náttúrunni og öðrum hagsmunaaðilum. Samfélagsleg ábyrgð og umhverfisvernd þykja nú sjálf- sagður og eðlilegur hlutur þegar rætt er um frammistöðu fyrirtækja. Því þurfa stjórn - endur að geta staðið undir. Þátttaka starfsfólks – Skipulag fyrirtækja hefur þróast og tekið breytingum síðustu ár. Stigveldi í stjórnskipulagi hefur lækkað og lögum millistjórnenda víða fækkað, meira er unnið í sjálfstýrðum hópum. Þetta kallar á nýjar leiðir hvað varðar starfs hvatningu og samskipti. Hvernig virkj um við starfsfólkið til þátttöku við þessar kringumstæður? Hvað þarf til að allir leggist á eitt við að ná markmiðum fyrir tækisins? Ólíkar kynslóðir mætast á vinnumarkaðnum, leiðir sem virkuðu í gær virka ekki lengur þar sem ný kynslóð hefur önnur viðmið og gildi. Samt er ennþá til staðar fólk af eldri kynslóðum. Stjórnendur þurfa að nýta ólíkar leiðir til að ná til ólíkra hópa og einstaklinga. Fjölbreytileikinn, í allri sinni dýrð, gerir það flókið fyrir stjórnendur að ná til allra nema nýta ein stakl ingsmiðaðar og fjölbreyttar leiðir til hvatningar. Áhugaverðar nýjungar hafa einnig komið fram sem sýna jákvæð áhrif gleði og hamingju á framleiðni og starfsánægju og því ætti að veita athygli. Breytingastjórnun – Efnahagsástandið hefur kallað á ýmsar hagræðingaraðgerðir, sumar hverjar mjög sársaukafullar. Sam- runar og yfirtökur eiga sér stað víða og geta reynst afar vandasöm verkefni ef vel á að takast til. Stjórnun breytinga og árangursríkar leiðir við stjórnun breytinga fá því umtalsverða athygli. Það þarf ekki endilega að koma á óvart ef tekið er mið af aðstæðum í viðskiptaumhverfinu, hvort sem er hérlendis eða erlendis. Aukin þátt - taka starfsfólks og samráð varðandi undir - búning og innleiðingu breytinga þykir mikilvæg og auka líkur á góðum árangri. Tæknibreytingar – Ný tækni getur hæg lega kippt styrkum stoðum undan öflug ustu stórfyrirtækjum. Það hljómar kannski dálítið eins og gömul lumma en tæknin er enn sem fyrr í stöðugri þróun, hvort sem litið er til þjónustu, framleiðslu, birgðastýringar, markaðssetningar, sölu eða dreifingar. Það er því gífurlega mikilvægt fyrir alla stjórnendur að vera vel með á nótunum varðandi ógnanir og tækifæri sem felast í tækniþróun. Jafnframt er mikilvægt að menn séu fljótir að greina á milli þess hvað eru einungis breytingar og hvað raunverulegar ógnanir. Því lengur sem menn eru að átta sig á því, því meiri tími og kostnaður getur farið til spillis. Sköpunargáfa og nýsköpun – Eftir því sem hraði eykst í tækni og samskiptum, því mikilvægara verður fyrir stjórnendur að greina samhengi hlutanna, hafa góða yfirsýn, sjá hluti fyrir, geta mótað stefnu fram í tímann. Útreiknaðar staðreyndir og rökhyggja víkja fyrir innsæi og því að geta greint samhengi á milli ólíkra hluta, tvinnað saman ólíka þræði, tengt saman fólk og skapað eitthvað nýtt. Stjórnendum er því ráðlagt að virkja enn frekar hægra heilahvelið, án þess að farið verði nánar út í skilgreiningar á starfsemi heilans hér. Sala og markaðssetning – Hvernig fá- um við viðskiptavini til að kaupa meira og kaupa frekar af okkur en hinum? Hversu mikið eigum við að hlusta á við skiptavininn? Tæknibreytingar, kyn - slóðaskipti, sveiflur í efnahagslífinu, breytt rekstrarform fyrirtækja, allt kallar þetta á að við endurskoðum viðteknar venjur varðandi sölu- og markaðsmál. Tæknin hefur lækkað þröskuldinn og auðveldað innkomu nýliða inn á markaði með ýmsar vörur og þjónustu. Samfélagsmiðlar gera það auðveldara fyrir fólk og fyrirtæki að safna og miðla upplýsingum, jákvæðum og neikvæðum. Allt kallar þetta á nýja hugsun varðandi sölu og markaðssetningu. Árangursríkari samskipti – Nýjar áhersl- ur í samskiptum eru nokkuð áberandi í grein um sem ritaðar eru um stjórnun árið 2012. Breytingar hafa áhrif á það hvernig við eigum samskipti. Í stuttu máli sagt eru stjórnendur hvattir til að hlusta meira og eiga samræður við starfsfólkið um mikil væg mál fremur en að tilkynna því ákvarðanir sem hafa verið teknar einhliða og án nokkurs samráðs. Með öðrum orðum þá kalla aðstæður í starfsumhverfinu á það að stjórnendur vinni með fólkinu sínu, í stað þess að starfsfólkið vinni fyrir stjórnendur. Svo sperrum eyrun árið 2013. Tækifærið þitt er núna til að líta yfir farinn veg og endurskoða árið 2012. Hverju ætlaðir þú að koma í framkvæmd og hvað hefur áunnist? Hvað hafði áhrif á þær ákvarðanir sem þú tókst? Hvaða kosti hafðir þú? Geturðu dregið einhvern lærdóm af þessari reynslu, faglega, sið- ferðilega eða persónulega? Hvað ætlar þú að gera til að verða betri stjórnandi árið 2013 og hvernig ætlarðu að standa við það? Hið virta viðskiptatímarit Harvard Business Review fagnaði níutíu ára afmæli á árinu 2012. Af því tilefni ritaði einn af fyrrver andi ritstjórum þess, Walter Kiechel III, grein þar sem hann lýsir á áhugaverðan hátt þróunartímabili stjórn­ unar frá því seint á 19. öld og fram á þá 21.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.