Frjáls verslun - 01.03.2015, Page 80
80 FRJÁLS VERSLUN 3 tbl. 2015
– Sigurlausnin þótti styðja
við vörumerkið með snjöllum
hætti þar sem markhópnum gafst
tæki færi á að snerta á vörunni og
eigin leikum hennar.
í flokknum umhvErfis-
auglýsingar
tilnEfningar voru:
Spreyttu þig á spýtunum
– sigurvegari
Zombís, Kjörís
Hekla Aurora, Icelandair
Varamannabekkir
Bláa Lónið
Brandenburg sigraði í flokknum
mörkun – ásýnd vörumerkis.
Þarna vöktu auglýsingar frá
Kjörís og Kaffitári mesta athygli.
Niðurstaða dómnendar var ekki
samhljóma en samt afgerandi.
– Álit dómnefndar var að með
Zombís hefði tekist að skapa
frábært vörumerki, sama hvernig
á það væri litið, og útfærslan
afgerandi góð.
í flokknum mörkun –
ásýnd vörumErkis
tilnEfningar voru:
Zombís – sigurvegari
Kaffitár
Reykjavík loves
Hverfisgata 12
SFS
Í flokki prentauglýsinga kom aft
ur upp samkeppni milli tveggja
áberandi góðra lausna og enn
voru það Brandenburg og Kjörís
sem sigruðu, að þessu sinni í
samkeppni við Landsbankann.
Dómnefndarmenn voru á
einu máli í vali sínu; töldu að
niðurstaða sigurvegarans næði
betur en hinna utan um sérstöðu
vörunnar sem verið var að kynna.
í flokki PrEnt-
auglýsinga
tilnEfningar voru:
Kjörís – sigurvegari
Jónar Transport
Landsbankinn
Vínbúðin
Malt og appelsín
Þá hlaut Brandenburg verðlaunin
í flokki samfélagsmiðla í sam
vinnu við símafyrirtækið NOVA.
Þetta er ört vaxandi flokkur og
mikið var af góðum innsending
um og enn stóð valið fyrst og
fremst á milli tveggja: NOVA
snapchat og Jökla Parkaleikur
þóttu bera af. Dómnefnd var
engu að síður sammála um
niður stöðuna.
– Lausn sigurvegara talar
tungu máli síns vörumerkis
sérstaklega vel og sýnir frum
kvæði í vali og notkun á miðli sem
passar þeim afskaplega vel.
í flokki samfélags-
miðla
tilnEfningar voru:
Nova snapchat – sigurvegari
Jökla parka
Surprise stopover
Malt og appelsín
Maraþon
Í flokknum almannaheillaauglýs
ingar hlaut Jónsson & Le‘macks
verðlaun fyrir auglýsingarnar Allir
lesa sem gerð var fyrir Miðstöð
íslenskra bókmennta.
Dómnefnd taldi þennan flokk
vandasaman og umdeilanlegan
í mörgum tilfellum. Valið stóð að
lokum milli tveggja tilnefninga:
Göngum til góðs og Allir lesa.
– Meirihluti dómnefndar
valdi sigurvegara sem talinn var
byggj ast á snjallri og skemmti
legri hugmynd sem kæmi
skilaboðunum vel á framfæri
með mismunandi útfærslum í
mismunandi miðlum.
í flokknum almanna-
hEillaauglýsingar
TilnEfningar voru:
Allir lesa – sigurvegari
Erum við að leita að þér?
Krabbameinsfélagið
Göngum til góðs
– Rauði krossinn
Af hverju er rusl í Reykjavík?
Hraustir menn
Auglýsingastofan Jónsson &
Le‘macks hlaut verðlaun í flokki
vefauglýsinga fyrir ársskýrslu
Landsvirkjunar.
Um þessa niðurstöðu var ekki
deilt í dómnefnd. Mat dómnefnd
ar var að um væri að ræða
frá bærlega vel útfærða veflausn
þar sem miðillinn væri nýttur á
nýstárlegan hátt. Möguleikar
vefjarins þóttu njóta sín til fulls.
í flokki vEfauglýsinga
tilnEfningar voru:
Ársskýrsla Landsvirkjunar
– sigurvegari
Pump up the jam NOVA
Lífsreiknir TM
Apple fyrir alla – Macland
Landsbankinn og Iceland
Airwaves
Þá vann ENNEMM í flokki út
varpsauglýsinga fyrir Ís lenska
getspá. Slagurinn tóð milli
tveggja innsendinga en þær
voru Víkingalottó fyrir Íslenska
getspá og Egils greip. Dóm
nefnd var ekki á einu máli í
afstöðu sinni þótt sátt ríki um
niðurstöðuna. Atkvæði féllu
jafnt og skar formaður úr með
oddaatkvæði.
– Sigurvegarinn þótti sýna fram
á þau tækifæri sem felast í út
varpi með því að birta reglulega
nýjar auglýsingar sem endur
spegluðu samfélagsandann á
hverjum tíma.
– Einnig þóttu auglýsingarnar
aðgreina vörumerkið vel frá
sambærilegum lausnum innan
sama geira.
uppskeruHátíð íMark