Frjáls verslun - 01.05.2011, Blaðsíða 45
FRJÁLS VERSLUN 5.tbl.2011 45
Orkumikil og einlæg
Una Steinsdóttir, framkvæmda
stjóri viðskiptabankasviðs
Íslandsbanka
„Sem stjórnandi er Una dæmigerður „transformational“
stjórn andi; gerir kröfur um skýr markmið og sýn og með
mann skilningi, „karisma“ og hvatningu nær hún að fá
hópinn til að áorka miklu,“ segir Gylfi Dalmann Aðalsteins
son, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. „Það
er ekki heiglum hent að vera stjórnandi í fjármálafyrirtæki
við þær aðstæður sem ríkt hafa hér á landi síðustu þrjú ár
en þar hafa eiginleikar Unu notið sín. Hún er sífellt að leita
að áskorunum og hún gerir miklar kröfur til sjálfrar sín og
annarra. Helstu ókostir hennar eru þeir að hún á það til að
vera hvatvís og er stundum komin á undan sér.“
Gylfi segir að Una sé orkumikil, einlæg og skemmtileg og
að það sé aldrei lognmolla í kringum hana. „Hún er fljót að
setja sig inn í aðstæður og átta sig á hlutunum. Það er sérlega
skemmtilegt að umgangast Unu en hún hefur alltaf mikið að
gera hvort sem það er vegna vinnu, vina eða fjölskyldunnar
sem er einstaklega samhent. Una er matgæðingur mikill,
frábær kokkur og höfðingi heim að sækja.“
Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við
viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.
Helga Valfells, framkvæmdastjóri
Nýsköpunarsjóðs
Klár og harðdugleg
„Helga er mjög klár, vel menntuð og harðdugleg,“ segir
Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu. „Hún
vann hjá mér í nokkur ár en þá var hún búin að vinna hjá
erlendum fyrirtækjum þannig að hún kom hingað með
mikla reynslu og þekkingu sem nýttist okkur mjög vel. Það
sem sló mann fyrst var þessi frjóa hugsun og svolítið önn
ur sjónarhorn sem sjálfsagt hefur mótast af því að hún
hafði menntað sig og starfað erlendis. Hún hefur mjög
alþjóðlegan reynsluheim.
Þetta ásamt því að hún er mjög dugleg og vinnusöm
gerir það að verkum að hún er að mínu mati mjög fram
bærilegur starfsmaður og stjórnandi. Reynsla okkar af
verkstjórn hennar var mjög góð. Hún er mjög skemmtileg
og frumleg.“
(Helga er stjórnarformaður Frumtaks, Gagnavörslunnar og Mentors og
stjórnarmaður í NIKITA og Innovit.)
Ásbergsson, framkvæmdastjóri
Íslandsstofu.