Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2011, Blaðsíða 112

Frjáls verslun - 01.05.2011, Blaðsíða 112
112 FRJÁLS VERSLUN 5.tbl.2011 jafnréttisstEfna fyrirtækja Jafnréttisstefna Landsbankans hefur nú þegar skilað því að af framkvæmda­stjórum bankans eru fjórir karlar og fjórar konur. Bankaráð er jafnframt skipað þremur körlum og tveim konum. Þá er búið er að jafna kynjahlutföll í stjórnum dótturfélaga og stefnt er að því til lengri tíma að jafna kynjaskiptingu í stjórnunar­ störfum innan bankans. Unnið er eftir þeirri stefnu innan hans að fyrir árslok 2013 verði hlutur hvors kyns ekki undir 40% í forystusveit hans og dótturfélaga. Í ársskýrslu bankans fyrir árið 2010 kom fram að nú er engin launamunur á körlum og konum í framkvæmdastjórn og að launa­ munur kynjanna í stöðum útibússtjóra og forstöðumanna er enginn. Jafnréttisnefnd er starfandi innan bankans og rík áhersla lögð á að farið sé að lögum og reglum um jafnréttismál. Það er gert m.a. með því að gera reglubundnar úttektir á þeim þáttum sem að stefnunni snúa. Jafn­ réttisnefnd tók formlega til starfa í ársbyrj­ un 2010 og er stefnt að því að endurskoða núverandi jafnréttisstefnu bankans fyrir lok þessa árs. Landsbankinn leggur áherslu á að laða til sín starfsfólk sem býr yfir faglegri þekk­ ingu og þess er vel gætt að allir hafi sömu tækifæri til náms og fræðslu og starfsmenn eru jafnframt hvattir til að leita eftir fræðslu og tækifærum að eigin frumkvæði. markmið að verða leiðandi á Sviði eignaStýringar Mikilvægt er að jafnréttisstefna bankans sé ekki orðin tóm og eins og komið hefur fram eru kynjahlutföll framkvæmdastjóra bank­ ans nú jöfn. Ein fjögurra kvenna sem gegnir því hlutverki er Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir. Hún tók í fyrrahaust við starfi framkvæmda­ stjóra Eignastýringar. Hrefna er viðskipta­ fræðingur frá HÍ og hefur áður starfað hjá innlendum verðbréfafyrirtækjum og í Kauphöllinni. Rúmlega 40 starfsmenn eru nú í eignastýringu bankans og segir Hrefna hópinn reynslu­ og kraftmikinn. „Allir eru fullir áhuga á að vinna að því markmiði okk ar að verða leiðandi á sviði eignastýring ar þegar horft er til þjónustu, fræðslu og faglegra vinnubragða.“ Hún segir mikið verk framundan og verið sé að byggja upp af fullum krafti, en frá efnahagshruni haustið 2008 hafi lítil áhersla verið lögð á eignastýringu innan Lands­ bankans. Erfitt hafi verið að horfa upp á þann grunn sem fyrir var verða nánast að engu. „Við þurfum að læra af þeim mistök­ um sem gerð voru og nýta þessa reynslu til að byggja upp til framtíðar á traustum grunni,“ segir Hrefna. vel Í Stakk búin að veita vandaða og trauSta ráðgjöf „Það eru forréttindi að fá tækifæri til að taka þátt í þeirri uppbyggingu sem á sér stað innan Landsbankans. Hér er unn­ ið að mjög miklum breytingum sem að mínu mati eru góðar og ég skynja mikla samstöðu og vilja meðal starfsmanna að taka þátt í þeim,“ segir Hrefna. Hvað Eignastýringu varðar segir hún að mikil vinna hafi verið lögð í innra starf, endur­ bætt ferli, uppbyggingu áhættustýringar, skipulagsbreytingar, fræðslu starfsmanna, sem og þróun og uppbyggingu fjárfestinga­ ráðs, sem leggur línur varðandi þennan málaflokk. Formaður fjárfestingaráðs er Sigurður B. Stefánsson sem hefur áralanga reynslu á sviði eignastýringar. „Með öllu þessu höfum við lagt þann grunn að okkar þjónustu sem við vildum og við teljum okk­ ur nú vel undir það búin að veita viðskipta­ vinum vandaða og trausta ráðgjöf,“ segir Hrefna Ösp. allir fái tækifæri til að takast á við ný verkefni „Það eru forréttindi að fá tækifæri til að taka þátt í þeirri uppbyggingu sem á sér stað innan Landsbankans. Hér er unnið að mjög miklum breytingum sem að mínu mati eru góðar og ég skynja mikla samstöðu og vilja meðal starfs- manna að taka þátt í þeim,“ segir Hrefna. Landsbankinn Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir. Hún tók í fyrrahaust við starfi framkvæmda stjóra Eignastýringar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.