Frjáls verslun - 01.05.2011, Blaðsíða 144
144 FRJÁLS VERSLUN 5.tbl.2011
N
ýtt skipulag Ný
herj a sam stæð
unnar var kynnt 1.
apríl. Skyggnir og
Sense voru sam
einuð inn í Nýherja auk þess sem
Vigor sameinaðist Applicon og
EMR sameinaðist TM Software.
Við skipulagsbreytingarnar
tók Elsa M. Ágústsdóttir við
nýju starfi framkvæmdastjóra
Smásölusviðs og er hún fyrsta
konan sem gegnir framkvæmda
stjórastöðu hjá Nýherja. „Eftir
sameiningu eru rekstrar einingar
samstæðunnar stærri og
skipulag þannig að við get um
enn betur mætt þörfum okkar
viðskiptavina. Hlutverk Smá
sölu sviðsins er að annast
rekstur verslana félagsins,
dreifi ngu til endursöluaðila, sölu
í netverslun auk sölu á rekstr ar
vörum til fyrirtækja og stofn ana.
Verkefnið er spennandi og
næstu misseri fara í að sam
hæfa starfsemina og blása til
frekari sóknar á markaði. Það
er breiður hópur af frábæru
fólki sem vinnur hjá Nýherja og
gaman að fá tækifæri til takast
á við þær áskoranir sem eru
framundan með þessum góða
hópi.“
Elsa er gift Magnúsi Salberg
Óskarssyni sem stýrir Viðskipta
deild Gagnaveitu Reykja víkur og
þau eiga Pétur Mikael, Hjördísi
Júlíu og Dag Salberg, sem
Magnús átti af fyrra hjónabandi.
„Ég fór á Bifröst 1995 og er
mjög ánægð með þá ákvörðun.
Námið var skemmtilegt og hefur
nýst mér mjög vel á mínum
starfsferli. Umhverfið var eins
takt og skemmtileg stemning
sem skapaðist meðal nemend
anna. Eftir að námi lauk vann
ég hjá Símanum og Vodafone.
Ég kom svo til starfa til Nýherja
2006 sem markaðsstjóri Nýherja
og dótturfélaga.
Við hjónin æfum CrossFit í
Sporthúsinu sem er alveg frá
bært. Skemmtilegar æfingar
en ekki síður skemmtilegur
félagsskapur. Svo finnst okkur
alveg sérstaklega gaman að
bjóða fólki heim og skipar
matargerðin þá oft stóran sess
enda matargerð eitt helsta
áhugamálið.
Framundan er að taka upp
hlaupa skóna en planið er sett á
10 km í Reykjavíkurmaraþoninu.
Ég hef farið nokkrum sinnum í
10 km hlaup og stefnan tekin á
að bæta tímann eitthvað í ágúst
en aðallega að hafa gaman af.
Stefnan verður kannski á hálft
maraþon að ári. Sumarfríið
verð ur tekið innanlands en við
stefnum á stutta haustferð,
enda synd að fara frá Íslandi
yfir sumartímann, þó svo að
sum arið láti eitthvað bíða eftir
sér í ár.“
Elsa M. Ágústsdóttir
– framkvæmdastjóri Smásölusviðs hjá Nýherja
„Framundan er að taka upp hlaupaskóna en planið er sett á 10 km í Reykjavíkurmaraþoninu.
Ég hef farið nokkrum sinnum í 10 km hlaup og stefnan tekin á að bæta tímann eitthvað í
ágúst en aðallega að hafa gaman af.“
Nafn: Elsa M. Ágústsdóttir
Fæðingarstaður: Reykjavík, 12.
nóvember 1971
Maki: Magnús Salberg Óskarsson
Börn: Hjördís Júlía (alveg að verða 8
ára eins og hún myndi segja), Pétur
Mikael (9 ára) og Dagur Salberg
(11 ára), sonur Magnúsar af fyrra
hjónabandi
Menntun: BSc í viðskiptafræði frá
Bifröst