Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2011, Blaðsíða 127

Frjáls verslun - 01.05.2011, Blaðsíða 127
FRJÁLS VERSLUN 5.tbl.2011 127 jafnréttisstEfna fyrirtækja Í stjórn Arion banka sitja tvær konur af sex stjórnarmönnum og er hlutfall kvenna í stjórn bankans því 33%. Önnur þeirra er stjórnarformaður og hin varaformaður stjórnar. Í yfirstjórn Arion banka eru sex konur og sjö karlar að meðtöldum bankastjóranum. „Ef tekið er saman hlutfall þeirra kvenna sem gegna stöðu framkvæmdastjóra, útibús­ og rekstrarstjóra, hóp­ og þjónustustjóra og forstöðumanna hjá Arion banka þá er það 50%. Að þessu leyti er kynjahlutfallið hnífjafnt,“ segir Jónína S. Lárusdóttir, fram­ kvæmdastjóri lögfræðisviðs Arion banka. „Mjög jöfn kynjaskipting er meðal for­ stöðu manna hjá Arion banka og er 51% þeirra sem gegna starfi forstöðumanns innan bankans konur. Í stjórnum dóttur­ félaga bankans er hlutfall kvenkyns stjórnar manna 40%. Hlutfall kvenna sem skipa stöðu útibús­ og rekstrarstjóra hjá bankanum er 27%. Við erum með hóp­ og þjónustustjóra og er hlutfall kvenna í þeim hópi 77%. endurbætt jafnréttiSStefna Mjög skýr stefna er innan Arion banka í jafnréttismálum og samþykkti fram­ kvæmdastjórn bankans nýverið nýja jafn réttis stefnu hans. Höskuldur H. Ólafs­ son, banka stjóri Arion banka, ber ábyrgð á jafn réttisstefnunni. Stefna Arion banka er að hámarka mann auð sinn með því að tryggja jöfn tækifæri og kjör starfsmanna af báðum kynjum og vera eftirsóknarverður vinnu­ staður fyrir konur jafnt sem karla. Tveir einstaklingar sem skila jafnverðmætu starfi skulu fá greidd sambærileg laun. Hvers kyns mismunun á grundvelli kyn ferðis er í andstöðu við jafnréttisstefnu bank ans og jafnréttislög og er ekki liðin innan bankans. Markmið Arion banka er þannig að allt starfsfólk fái notið sín án tillits til kynferðis. Bankinn leggur auk þess áherslu á að starfsfólk allra starfseininga komi fram hvað við annað af virðingu og gæti jafnréttissjónarmiða í hvívetna. mikið af nýjungum á döfinni Það er mikið af nýjungum á döfinni en Arion banki vill vera þekktur sem banki sem horfir fram á við og lætur verkin tala. Arion banki hóf nýverið að bjóða viðskipta­ vinum sínum ný og hagstæð íbúðalán. Lánin bera fasta vexti út lánstímann sem eru betri en þau vaxtakjör sem nú bjóðast á íslenskum bankamarkaði. Við erum stöðugt að leita leiða til að bæta þjónustu okkar og vöruframboð og keypti Arion banki nýverið annars vegar starfsemi SPRON Factoring, sem er sérhæft félag á sviði kröfufjármögnunar, og hins vegar KB ráðgjöf, sem sérhæfir sig í miðlun lausna á sviði trygginga­ og lífeyrismála. Þá höfum við verið að vinna með sprota­ fyrirtækjum og gerðum nýlega samstarfs­ samning við KÍM. Kím er frumkvöðla­ setur fyrir fyrirtæki í heilbrigðistækni. Bankinn er einnig og þáttakandi í þeirrar vinnu sem fram fer þessa dagana í tengsl­ um við íslenska jarðvarmaklasann og unn in er í samstarfi við einn virtasta fræði­ mann heims á því sviði, dr. Michael Porter, prófessor við Harvard­háskóla. Samheldinn og einbeittur hópur Sumarið leggst vel í okkur hjá Arion banka. Nú byrjaði ég í bankanum í nóvember sl. og það hefur komið mér skemmtilega á óvart hversu góður andi ríkir hér og hversu mikill kraftur er í fólki þrátt fyrir erfið verkefni og krefjandi starfsumhverfi. Hér í bankanum vinnur samheldinn og einbeittur hópur að þeim markmiðum hans að byggja upp öflugan banka sem þjónar fyrirtækjum og einstaklingum og vinnur þannig samfélaginu öllu til heilla. Í mínum huga hefur aldrei verið skýrara en nú hversu veigamiklu hlutverki bankar gegna í samfélaginu og mér finnst mjög gefandi að leggja mín lóð á vogarskálarnar þannig að Arion banki geti sinnt hlutverki sínu með sóma.“ Tryggir jöfn tækifæri og kjör kynjanna ,,Mjög jöfn kynjaskipting er meðal forstöðumanna hjá Arion banka og eru 51% þeirra sem gegna starfi forstöðumanns innan bankans konur.“ Arion banki Jónína S. Lárusdóttir, framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Arion banka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.