Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2011, Blaðsíða 90

Frjáls verslun - 01.05.2011, Blaðsíða 90
90 FRJÁLS VERSLUN 5.tbl.2011 Sú staðreynd að af forstjórum FOR­ TUNE 500­fyrirtækj­ anna eru aðeins tólf konur, þar á meðal Nooyi, gerir stöðu henn ar enn sterk­ ari og meira afrek í sjálfu sér. Árið 2010 var hún efst á lista FORTUNE yfir valdamestu konur heims, fimmta árið í röð. Hún er á lista yfir hæst launuðu konur Banda ríkj ­ anna með 14,2 millj­ ónir Bandaríkj a dala í árslaun. John son&Johnson fékk hún inn öngu í Yale og lauk þaðan meistaranámi í stjórnun bæði á opinberum vettvangi og í einka ­ geiranum. Nooyi bjó við naum ­ an kost á námsárunum þrátt fyrir að njóta styrks frá Yale. Sagan segir að þegar hún fór í atvinnuviðtalið sem færði henni fyrsta starfið í Bandaríkjunum hafi hún farið í sari, hefðbundn­ um indverskum klæðnaði, þar sem hún átti ekki fyrir dragt eða öðrum viðeigandi fötum. Það kom þó ekki að sök því hún fékk starfið, ráðgjafastöðu hjá Boston Consulting Group. Þaðan lá leiðin í framkvæmda ­ stjórastöðu hjá Motorola og svo í iðnfyrirtækið Asea Brown Boveri, hvar hún bar ábyrgð á stefnumótun á markaðssviði. Frá ABB lá leiðin til Pepsi árið 1994 en þar hefur hún starfað síðan og haft mikil áhrif á mótun stefnu fyrirtækisins frá upphafi starfa sinna þar. Hafnaði tilboði jacks Welch Á sama tíma og Nooyi var boð ið starf PepsiCo var henni boð in áhuga verð staða hjá Gen eral Electric. Jack Welch hafði heyrt af störfum hennar hjá ABB, heill ast af og vildi fá hana til starfa. Þetta var á þeim ár um sem uppgangur GE var mik ill og frægðarsól Jacks Welch skein sem skærast. Á sama tíma barðist Pepsi í bökkum. Ein hverjum hefði líklega þótt General Electric vænlegri kostur en engu að síður valdi Nooyi PepsiCo. Haft er eftir henni að ástæðan fyrir því hafi verið sú að hún vildi láta til sín taka í fyrirtæki sem átti á bratt ann að sækja. Það hefur svo sannarlega reynst gæfuspor því undir hennar stjórn hefur gengi fyrirtækisins svo sannar lega snúist við og leiðin verið upp á við æ síðan þótt vissulega hafi hún þurft að mæta erfiðum áskor unum eins og geng ur í rekst ri stórfyrirtækja. árin hjá Pepsi Í þau sautján ár sem Nooyi hef ur starfað hjá PepsiCo hefur hún gegnt nokkrum stöðum. Fyrstu árin bar hún ábyrgð á stefnumótun ásamt samrunum og yfirtökum. Hún var m.a. lykil ­ manneskja í yfirtökum á Quaker og Tropicana sem mörk uðu tíma mót í þróun fyrir tækisins í átt til hollari val kosta. Strax á þessum fyrstu árum fór að mót ast sýn hennar á fyrirtækið sem kristallast í dag í stefnunni „Performance with Purpose“. Haft er eftir Nooyi að hún hafi aldrei stefnt á þá stöðu sem hún gegnir í dag heldur hafi hún einbeitt sér að því að gera vel í því starfi sem hún gegn ­ ir hverju sinni. Það hefur án efa átt stóran þátt í velgengni henn ar innan fyrirtækisins en strax á fyrstu árum var ljóst að hún myndi ná langt. Árið 2001 tók hún við sem framkvæmda ­ stjóri fjármála PepsiCo þar sem hún bar ábyrgð á fjármálum, stefnu mótun, hagræðingu ferla, nýsköpun, öflun aðfanga, sam ­ skiptum við fjárfesta og upplýs ­ ingatækni. Sama ár tók hún sæti í stjórn fyrirtækisins. Það var svo árið 2006 sem hún settist í forstjórastólinn og árið 2007 tók hún sæti stjórnarformanns. Tveir minnihlutahópar Sú staðreynd að Nooyi tilheyrir tveimur minnihlutahópum gerir hennar afrek á sviði viðskipta enn merkilegri. Það er eitt að ná svo miklum frama verandi indverskur innflytjandi, annað að ná honum verandi kona. Sú staðreynd að af forstjórum FORTUNE 500­fyrirtækjanna eru aðeins tólf konur, þar á meðal Nooyi, gerir stöðu henn ar enn sterkari og meira afrek í sjálfu sér. Árið 2010 var hún efst á lista FORTUNE yfir valdamestu konur heims, fimmta árið í röð. Hún er á lista yfir hæst launuðu konur Banda ­ ríkj anna með 14,2 milljónir Banda ríkjadala í árslaun. Nooyi situr í fjölda stjórna félaga og sam taka og er í USA – India, umræðuhópi forstjóra sem Obama forseti Bandaríkjanna kallar saman reglu lega til skrafs og ráðagerða. Það má því með sanni segja að indverska stelp an sem þurfti að vakna um miðjar nætur til að ná í vatn fyrir fjölskylduna hafi náð lengra en hægt er að ímynda sér. PepsiCo, risi á sínu sviði Það er erfitt fyrir Íslendinga að átta sig á umfangi fyrirtæk is ins sem Nooyi stýrir. PepsiCo er móðurfélag nítján fyrir tækja í matvæla­ og drykkjarvöru iðn ­ að inum. Heildarvelta þessara fyrirtækja er sextíu milljarðar Bandaríkjadala. Heildarfjöldi starfsmanna fyrirtækja í eigu PepsiCo er yfir þrjú hundruð þúsund sem er nálægt íbúa­ fjölda á Íslandi. Helmingur af veltu fyrirtækisins verður til utan Bandaríkjanna. PepsiCo fram­ leiðir 40% af öllu „söltu snarli“ sem selt er í heiminum (kartöflu­ flögur og snakk). Undanfarin ár hefur fyrirtækið undir stjórn Nooyi einbeitt sér að hollari valkostum. Sala þessara hollari valkosta skilar nú um tíu milljón­ um Bandaríkjadala árlega og er áætlað að sú upphæð muni þrefaldast fyrir árið 2020. Gengur um berfætt og hefur gaman af því að syngja Þótt Nooyi taki starf sitt alvar lega og geri miklar kröfur til sam starfs­ fólks síns er hún sögð mjög hlý og umhyggjusöm. Hún veigrar sér ekki við að taka á mjög erfiðum málum og veita fólki neikvæða endurgjöf en hefur lag á að gera það á glettinn hátt. Hún á það til að ganga um berfætt í höfuðstöðvum PepsiCo og söngelska hennar er alþekkt. Hún hefur ótal sinnum troðið upp með karókígræjuna sína á innanhússskemmtunum fyrir tæk­ isins. Þegar hún fór til Banda ­ ríkj anna til náms var um það talað að möguleikar hennar til að giftast í heimalandinu yrðu að engu. Hún er engu að síður gift samlanda sínum og á með honum tvær dætur. Yngri dóttur sína tekur hún gjarnan með sér í vinnuna. R B R ú m D a l s h R a u n i 8 h a f n a R f i R ð i s í m i 5 5 5 - 0 3 9 7 R u m @ R B R u m . i s w w w . R B R u m . i s
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.