Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2011, Blaðsíða 30

Frjáls verslun - 01.05.2011, Blaðsíða 30
30 FRJÁLS VERSLUN 5.tbl.2011 „Ég upplifi Ernu fyrst og fremst sem skynsama og jarðbundna,“ segir Atli Rúnar Halldórsson, ráðgjafi hjá Athygli. „Það er eiginleiki sem hent­ ar afskaplega vel í blaða­ og fréttamennsku og líka í starfinu hennar núna.“ Erna og Atli Rúnar unnu saman á Alþýðublaðinu og hjá Ríkisútvarp­ inu á sínum tíma. „Þeir eiginleikar sem ég tók eftir þegar hún var í sjónvarpinu var að hún otaði ekki sjálfri sér fram; hún hafði lag á því að vera sjálf í bak­ grunninum. Henni fannst hún sjálf vera algjört aukaatriði og það eiga blaða­ og fréttamenn einmitt að hafa í huga, ekki síst þeir sem hafa með sjónvarpsskjá að gera.“ Atli Rúnar segir að Erna sé ljúf, þægileg í umgengni og býsna skemmti leg í partíum líka. „Erna er mannleg; það er klisju kennt að segja það en hún hefur sterka og þægi lega nærveru og hún er klár. Stundum hefði hún mátt vera ögn grimmari í fréttamennskunni og byrsta sig meira en slíkt er bara ekki hennar stæll.“ (Erna er varamaður í stjórn Samtaka álframleiðenda á Íslandi.) Skynsöm og jarðbundin Erna Indriðadóttir, framkvæmdastjóri hjá Alcoa­Fjarðaáli Atli Rúnar Halldórsson, ráðgjafi hjá Athygli. „Ég hef þekkt Hrefnu í tíu ár og á þeim tíma hef ég séð hana á margan hátt; sem vin, stjórnanda, fjöl skyldumanneskju og nú sem verðandi móður,“ segir Ívar Unnsteinsson, yfirmatreiðslu maður á Fiskmarkaðnum. Hann segir að Hrefna sé brosmild, komi öðrum til að hlæja og sé góður vinur. „Hún heldur iðulega matarboð fyrir vini sína sem enda oftast í stórum „rockstar­ partíum“.“ Hvað varðar Hrefnu sem stjórnanda segir Ívar að hún sé allt í öllu og alltaf að gera eitthvað. „Hún er góður stjórnandi, er skipulögð og hefur góða stjórn á þeim málum sem hún sér um á Fiskmarkaðnum. Hún er hugmyndarík og ófeimin að koma hugmyndum sínum á framfæri. Það er gott að eiga samskipti við hana, hún gefur sér tíma til að hlusta á aðra, hún leyfir öðrum að koma með hugmyndir og nýtir annarra manna hugmyndir.“ Er allt í öllu Hrefna Rósa Jóhannesdóttir Sætran, eigandi Fiskmarkaðarins Ívar Unnsteinsson, yfirmatreiðslu maður á Fiskmarkaðnum. „Það var í raun og veru ekki fyrr en fyrir fimmtán árum sem leiðir okkar lágu saman í ákveðnu verki þar sem við kynntumst vel og bundumst traustum og góðum vináttu­ böndum,“ segir Pétur Kr. Hafstein, fyrrverandi hæsta réttardómari, um Þór­ unni J. Hafstein en þau eru bræðra börn. „Þórunn er afskaplega hjartahlý og umhyggju­ söm. Hún er traust í öllum samskiptum og fork ur dugleg. Við áttum marg vísleg samskipti á meðan hún var settur ráðu neytisstjóri í dóms­ og kirkju málaráðuneytinu og síðar dómsmála­ og mann­ réttindaráðuneytinu en ég þurfti stundum að hafa samband við ráðuneytið sem forseti kirkjuþings. Hún leysti fljótt og vel úr öllum málum sem ég beindi til hennar. Það er gott að bera undir hana álitaefni en mér finnst áberandi þáttur í fari hennar hversu góða hæfileika hún hefur til þess að greina kjarna frá hismi, hversu heilbrigða og skarpa dómgreind hún hefur. Þá hef ég oft orðið var við það hversu auðvelt hún á með öll mannleg samskipti auk þess sem hún er einstaklega skemmtileg.“ (Þórunn er í viðræðunefnd ríkisstjórnarinnar um grann­ ríkjasamstarf í öryggis­ og varnarmálum, hún er formaður stýrihóps um kaup á langdræg­ um björgunarþyrlum fyrir Lands helgis gæslu Íslands, hún er formaður stýrihóps um undir­ búning stefnu almannavarna­ og öryggismálaráðs, formaður stjórn­ ar menningarsjóðs Innheimtu­ miðstöðvar gjalda og hún er í stjórn klúbbsins Geysis.) traust og hjartahlý Þórunn J. Hafstein, skrifstofustjóri í innanríkisráðuneytinu Pétur Kr. Hafstein, fyrrverandi hæsta réttardómari. „Þá hef ég oft orðið var við það hversu auðvelt hún á með öll mannleg sam skipti auk þess sem hún er ein staklega skemmti­ leg.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.