Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2011, Blaðsíða 95

Frjáls verslun - 01.05.2011, Blaðsíða 95
FRJÁLS VERSLUN 5.tbl.2011 95 jafnréttisstEfna fyrirtækja haldin í maí en að henni stóðu Félag kvenna í atvinnurekstri, í samstarfi við Samtök atvinnu­ lífsins og Viðskiptaráð Íslands. Ráðstefnunni var ætlað að ýta undir umræðu um kynja hlut ­ föll í stjórnum. Árni Páll Árnason, efnahags­ og viðskiptaráðherra, setti ráð ­ stefnuna. Hann talaði meðal annars um að aukin þátttaka kvenna væri nauðsynleg til að draga úr þeirri einhæfni sem hafi einkennt forystu atvinnu­ lífs ins hingað til. Með fjölbreyttan bakgrunn Ingibjörg Gréta Gísladóttir er formaður alþjóðanefndar Félags kvenna í atvinnurekstri. Hún segir að við undirbúning ráðstefnunnar hafi verið lögð áhersla á að fá fyrirlesara með fjölbreyttan bakgrunn. „Við vildum fá karlmann sem væri í forsvari fyrir fyrirtæki sem vinna í þessum málum. Þar er ekki um auðugan garð að gresja og lögðum við hart að Steinþóri Pálssyni, bankastjóra Landsbankans, að koma og brást hann vel við. Svo vildum við fá konu sem hefur verið í stjórn erlendis og sagði Liv Bergþórsdóttir, framkvæmdastjóri Nova, frá reynslu sinni af því ferli. Þá vildum við fá niðurstöður úr erlendum rannsóknum og fá aðila sem eru að vinna í því að virkja það hæfileikagap sem felst í því að hæfileikar kvenna eru ekki nýttir sem skyldi.“ Mari Teigen er doktor í félags­ fræði og rannsóknarstjóri hjá Rannsóknarstofnun í fél ags­ vísindum í Osló. Benja Stig Fagerland er eigandi fyrir tæk­ isins TalentTuning og vinn ur að því að hjálpa fyrir tækjum að virkja krafta kvenna til árangurs. Að nýta mannauðinn Ingibjörg segir að Steinþór hafi m.a. talað um að í Lands­ bankanum hefði verið tekin ákvörðun um að ráða skyldi til jafns karla og konur í stöður framkvæmdastjóra. Lögð var áhersla á að hafa bæði kynin til að ná sem bestum árangri. „Mér fannst áhugavert að heyra hve auðvelt það var að gera þetta og hve bankinn gat valið úr stórum hópi góðra kvenna sem voru tilbúnar í verkefnið sem slær á þær gagn rýnisraddir og þá mýtu að konur sækist síður eftir stjórnunarstöðum. Þetta er bara spurning um vilja fyrir­ tækjanna. Það segir allt sem segja þarf. Steinþór talaði um að taka ætti ákvörðun og gera þetta af heilum hug; ekki bara segjast ætla að gera þetta. Samkvæmt honum hvarf einnig launamunur í framkvæmdastjórastöðum hjá bankanum eftir að þessi ákvörðun var tekin. Starfsfólk bankans á heiður skilinn fyrir hve vel hefur tekist til. Landsbankinn ætlar sér að vera til fyrirmyndar í sam­ fél aginu, hefur lýst því yfir og hefur mótað stefnu þar að lútandi og fylgir henni eftir niður allt skipulag bankans. Lögð er áhersla á jafnræði á vinnustaðnum bæði í orði og á borði en fyrir utan að jafn­ margar konur og karlar eru framkvæmdastjórar hefur bankinn jafnað kynjahlutfall í stjórnum dótturfélaga sinna. Steinþór sagði að þetta snerist um að nýta mannauðinn.“ Viðurkennd aðferð Mari Teigen hefur rannsakað árangur norskra fyrirtækja eftir að lögin tóku gildi. Hún fjallaði um reynslu Norðmanna af kynjakvótalögunum í stjórnum fyrirtækja en hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja í Noregi fór úr 6% og í 39% árið 2010. „Samkvæmt rannsóknum Mari hefur komið í ljós að stjórn ir í Noregi hafa breyst með tilkomu laganna. Þar eru nú fleiri konur, yngri stjórn armenn og menntaðri einstaklingar en konur eru í meiri hluta þeirra sem útskrifast úr háskólum. Norðmenn hafa nú nokkurra ára reynslu af kvótalögunum en þar í landi eru þau viðurkennd aðferð til þess að breyta og þeir sem fara þessa leið ná góðum árangri. Þannig að jafnvel þó blendnar tilfinningar fylgi íslensku kvóta lögunum þá eru þau stað reynd og ef vel er haldið á spöð unum getum við nýtt þau til árangurs. Það er búið að ná þessum 40% kvóta í opinberum fyrirtækjum í Noregi – hvort sem það hlut­ fall eru konur eða karlar. Það sem mér finnst áhugavert er hve þetta þykir sjálfsagt. Ef það vantar konur í stjórn í Noregi þá er einfaldlega auglýst eftir konu. Mari talaði um að það væri í mannlegu eðli að hræðast breytingar en jafnframt að viðskiptalífið í Noregi hefur lifað kvótalögin af og vel það. Konur hafa nú oftar sömu tækifæri og karlar til efna­ hags legar ákvarðanatöku og þrátt fyrir ótta þar um hafa rannsóknir í Noregi ekki gefið til kynna að nýju konurnar í stjórnum fyrirtækja þar í landi séu eingöngu vegna nauðsynja laganna og þær ekki fullgildir meðlimir í stjórn ar­ hópn um. Kvótalögin í Noregi eru viðurkennd aðferð til breytinga.“ Konur um 60% háskóla­ stúdenta „Benja Stig Fagerland sagði að það að nýta hæfileika kvenna á þessu sviði væri ekki kvenna mál heldur mál við­ skipta lífsins. Hún var ráðgjafi í „Mér fannst áhugavert að heyra hve auðvelt það var að gera þetta og hve bankinn gat valið úr stórum hópi góðra kvenna sem voru tilbúnar í verkefnið sem slær á þær gagn rýnisraddir og þá mýtu að konur sækist síður eftir stjórn unar­ stöðum.“ Mari Teigen er doktor í félags fræði og rannsóknarstjóri hjá Rannsóknar- stofnun í fél ags vísindum í Osló.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.