Frjáls verslun - 01.05.2011, Blaðsíða 50
50 FRJÁLS VERSLUN 5.tbl.2011
Guðrún Blöndal, forstjóri
Arion verðbréfavörslu.
„Svava byrjaði ellefu ára að vinna í sjoppu og síðar
vann hún á kassa í kjörbúð. Hún fór líka stundum
með pabba á skrifstofuna á þessum tíma,“ segir
Ásgeir Johansen, bróðir Svövu og framkvæmdastjóri
RJC, sem er sjö árum yngri. Faðir þeirra stofnaði
heildsöl una Rolf Johansen & Co. árið 1957.
Ásgeir minnist þess að fataskápur Svövu hafi alltaf
verið troðfullur af fötum í samanburði við skápa
systra þeirra. Hún fór síðan sem unglingur að sýna á
tísku sýningum á vegum Módel 79 og verslunarrekstur
tók við þegar hún var tæplega 17 ára.
„Svava hefur alltaf verið hjálpsöm og umhyggju
söm. Hún er sú sem hringir reglulega í fólk í fjöl skyld
unni, tékkar á því og ýtir á það að fara í læknis skoðanir,
nudd og fleira. Hún er alltaf að hugsa um fólkið í
kring um sig.
Ég held að ættingjar og vinir Svövu myndu segja að
hún væri mjög hlý en svo kem ur kannski andstæðan í
viðskiptum. Þar getur hún verið ansi beitt þótt hún sé
alltaf sann gjörn. Hún er ákveðin í öllu sem hún gerir.
Svava er umhyggjusöm, dugleg og heil manneskja.“
(Svava er stjórnarformaður NTC og hún er í stjórnum
Viðskipta ráðs, FKA og Kringlunnar.)
umhyggjusöm, dugleg og klár
Svava Johansen, eigandi NTC
Ásgeir Johansen, bróðir Svövu og
framkvæmdastjóri RJC.
Skráðu þig í vinaklúbb Bláa Lónsins og þú færð 25% afslátt af silica mud exfoliator.
Gildir til 31. ágúst 2011 í verslunum okkar; Bláa Lóninu, Laugavegi 15, Hreyfingu & Blue Lagoon Spa
og Vefverslun.
Nánari upplýsingar á bluelagoon.is/vinaklubbur
Nýtt frá Blue Lagoon
Silica mud exfoliator er endurnærandi skrúbb fyrir andlit og líkama. Varan byggir á kísil
Bláa Lónsins og inniheldur örfínar kísilagnir sem slípa húðina og fjarlægja dauðar húðfrumur.
Húðin fær fallega og jafna áferð og er betur undirbúin til að taka á móti raka og næringu.
Einstök náttúruleg vara án parabena.
Fallegri húð
með silica mud exfoliator
Margrét Sveinsdóttir, frkvstj.
eignastýringar Arion banka.
Perla Ösp Ásgeirsdóttir,
frkvst, áhættustýringar hjá
Landsbankanum.
Jónína S. Lárusdóttir, fram
kvæmdastjóri lögfræðisviðs
Arion banka.
Bryndís Kristjánsdóttir,
skattrannsóknarstjóri.
Sigríður Hrólfsdóttir,
varaformaður bankaráðs
Landsbanka.