Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2011, Blaðsíða 96

Frjáls verslun - 01.05.2011, Blaðsíða 96
96 FRJÁLS VERSLUN 5.tbl.2011 Future Female Project í Noregi sem Samtök atvinnulífsins þar í landi settu á fót en þar var unnið eftir því að gera samn inga við fyrirtæki um að nýta kraft kvenna. Þar hóf hún í rauninni þessa vinnu sína. Þá sá hún hve mikilvægt það er fyrir fyrirtæki að fleiri konur séu í stjórnum og stjórn­ unarstöðum og stofnaði fyrir­ tækið TalentTuning í kjölfarið. Hún skrifar greinar, hefur verið ráðgjafi svo sem um Ólympíunefndina og Ólym p­ íunefnd fatlaðra og hún kem ur sem ráðgjafi í fyrirtæki til þess að benda á hvernig þau geti nýtt konurnar sem þar starfa til að ná betri árangri. Hún hefur líka aðstoðað fyrir tæki við að finna konur til starfa og í stjórnir. Benja sagði að fyrirtæki ættu ekki að láta þessi kvótalög framhjá sér fara; þau væru tækifæri fyrir fyrirtæki sem vilja ná árangri að grípa þær konur sem eru tilbúnar og nýta þær. Hún sagði þetta hreint út. Hún sagði að Íslendingar ættu að taka kvótalögunum fagnandi til að ná sem bestum árangri. Benja sagði ennfremur að konur væru sterkasta aflið í efna hagslegum vexti og að þær væru tækifæri sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. Hún spurði hvort við hefðum efni á að „ignorera“ þetta. Hún sagði að þrátt fyrir allar rannsóknir og sannanir þess um hve mikilvægar konur séu vexti og arði fyrirtækja sé enn verið að spyrja hvað sé að þessum konum sem ekki ná alla leið á toppinn. Hún sagði að það ætti frekar að spyrja hvað væri að þessum stjórnum og fyrirtækjum ef þau eru ekki fær um að laða að sér, halda í og setja í framvarðasveit sína meirihluta menntaðs fólks sem eru konur. Benja benti á að um 60% af útskrifuðum háskóla nem um bæði í Evrópu og Bandaríkj un um væru konur og hún heldur því fram að það mætti hækka verga þjóðarframleiðslu um 13% með því að nýta þetta hæfi­ leikagap af því að konur eru ekki nýttar nógu mikið. Svo kemur að konur eru oft með minni fyrirtæki en væru að búa til fleiri störf heldur en önnur. Hún sagði að nauðsyn væri á byltingu hvað hugsunarhátt varðar.“ Hugarfarsbreyting nauðsynleg Ingibjörg er sammála um að nauðsyn sé á hugarfars breyt ­ ingu og að fagmennska og gagnsæi þurfi að vera við val á fólki í stjórnir. „Eins og þegar hefur komið fram er meiri ­ hluti þeirra sem útskrifast úr háskólum konur og það þarf enginn að segja mér að þeir karlar sem útskrifast séu miklu betri en konurnar. Það er einfaldlega ekki verið að nýta alla hæfileikana sem eru til staðar. Það er alvara þessa máls. Við þurfum að komast upp úr hjólförunum hvað þetta varðar. Við í alþjóðanefndinni höfum búið til orðatiltækið „hærri hælar þýðir meiri arður“. Rannsóknir virðast sýna það. Af hverju er þá ekki verið að nýta þessa hæfileika sem til eru? Ég hef heyrt þau viðhorf að „við erum nú með eina konu í stjórninni“. Á það bara að vera nóg? Konur og karlar vinna best saman. Það er ekkert jafnvægi ef ein kona er í stjórn með tíu körlum. Þá er hætta á að konan verði utangátta, jafnvel spurning hvort hún sé til uppfyllingar eða út af einhverjum kvóta. Þeir ná bestum árangri sem eru með hæfustu einstakl­ ing ana af báðum kynjum. Í framkvæmdahópi ráðstefn­ unn ar göntuðumst við með það hvort ástæðan fyrir fá­ um konum í stjórnum væri hræð sla við að stjórnarfundir yrðu lengri með fleiri konum innanborðs. Að konur tali meira; að þær spyrðu ekki bara um tölurnar heldur um starfs­ fólkið, líðan þeirra og hagi og tækju tíma í að ræða menn og málefni fyrirtækisins. Það er jú alltaf svo gott að finna góða ástæðu!“ Ingibjörg segir að á Spáni, í Frakklandi og Belgíu sé verið að setja lög um kynjakvóta auk þess sem verið sé að skoða þetta mál í Þýskalandi. „Það er litið til Norðmanna í þessu sambandi. Þegar við höfðum samband við norska sendiráðið út af ráðstefnunni þá var það miklu meira en sjálfsagt að að stoða okkur því Norðmenn ætla sér að vera í forystu hvað þessi mál varðar. Sendiherrann hélt kvöldverðarmóttöku í tilefni ráðstefnunnar þar sem hann fagnaði þessum um ræð­ um og tengingum við norsku reynsluna.“ Aðspurð hverju ráðstefnan hafi skilað segir Ingibjörg vera það að þessi mál hafi verið rædd á jákvæðum nótum. „Það var ekkert væl og það var ekki verið að kenna neinum um. Það var bara verið að taka stöðuna og segja að ef við ætlum að gera okkar besta þá þurfum við að nýta krafta beggja kynja. Þarna fengum við svart á hvítu staðreyndir um að það skilar bestum árangri. Við í alþjóðanefnd Félags kvenna í atvinnurekstri höfum verið að vinna úr niðurstöðum ráð­ stefnunnar. Þar er af nógu að taka og hlökkum við til að vinna þetta áfram á sam vinnu­ grund velli beggja kynja. Það skilar okkur mestum arði.“ jafnréttisstEfna fyrirtækja Benja Stig Fagerland er eigandi fyrir tæk isins TalentTuning. Rakel Sveinsdóttir, framkvæmdarstjóri Creditinfo og Ásbjörn Gíslason, forstjóri Samskipa voru kynnar á ráðstefnunni. Steinþór Pálsson, bankastjóri Lands- bankans, flutti erindi um jafnréttis- stefnu Landsbankans. Árni Páll Árnason, efnahags- og við- skiptaráðherra, setti ráð stefnuna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.