Frjáls verslun - 01.05.2011, Blaðsíða 133
FRJÁLS VERSLUN 5.tbl.2011 133
stjórnunar nálgun enda var hún
hugs uður nýsköp unar, þar sem
ómögulegt væri að skilja á milli
starfsfólks og stjórnenda. Í því
sambandi fjall aði hún fyrst allra
um hugtakið empowerment,
þar sem starfsfólk fær umboð til
athafna og ber mikla ábyrgð og
umboð til að framkvæma tiltekin
verkefni.
Valdið með eða valdið yfir
Þessi umræða hennar um um
boð til athafna tengdist hug takinu
vald. Hún talaði um tvenns konar
vald: valdið með (powerwith) og
valdið yfir (powerover). Vald
væri eitthvað sem yfirmaður
og undirmaður ættu að þróa
sam eiginlega og þvingunarlaust.
Valdið með stuðlaði að per són u
legri þróun starfsmanns ins, þ.e.
að undirmenn fengju tækifæri
til að þróa hæfileika sína og
eiginleika. Slíkt viðhorf stuðlaði
að samstarfi í stað samkeppni.
Follett áleit að þegar starfsfólk
blómstraði í starfi gerði viðkom
andi skipulagsheild það einnig
og skilaði þar með auknum arði
til hluthafa. Hún sagði að vald
dreifing innan skipulagsheilda
væri óendanlega mikilvæg.
Valdið yfir væri gamaldags og
úr sér gengin stjórnunaraðferð
innan stigveldisins (hierarchy).
Hún vildi þar af leiðandi ekki
einskorða valdið við formlegar
stöður innan stigveldisins. Hún
sá valdið sem ákveðna getu
eða hæfileika til að framkvæma
tiltekin verkefni. Valdið tengdist
því þekkingu og reynslu viðkom
andi starfsmanns hvar svo sem
hann væri staðsettur innan
stigveldisins. Áhrif og myndug
leiki fylgdu þeirri þekkingu og
reynslu sem væri fyrir hendi
innan skipulagsheildar. Follett
talaði um lögmál aðstæðna (the
law of situations) sem birtist í
því að leiðtoginn uppgötvaði
lögmál aðstæðna og hlýddi
þeim. Hann leiddi hópinn í því
að finna út aðgerðir sem gripið
skyldi til í ljósi aðstæðna. Al
mennur starfsmaður gæti alveg
eins og forstjórinn uppgötvað
þetta lögmál aðstæðnanna.
Þá gæti hann fræðilega gefið
yfirmanni sínum skipun ef því
væri að skipta.
uppbyggilegur ágreiningur
Follett skrifaði ritgerð árið 1925
sem fjallaði um ágreining og
hvernig hann gæti verið upp
byggi legur í stað þess að vera
niðurbrjótandi. Ritgerðin bar
heitið Constructive Conflict.
Hún sagði í henni að ágreining
ur væri óumflýjanlegur. Follett
fjallaði í ítarlegu máli um lausn
og stjórnun ágreiningsmála, þar
sem málamiðlun ætti sér stað.
Seinna var þessi boðskapur
hennar umorðaður af öðrum
fræði mönnum og nefndur
winwin, þar sem deiluaðilar
semja á þeim forsendum að
halda reisn sinni og koma vel
út úr ágreiningi. Á þann hátt
yrði niðurstaðan ávinningur fyrir
báða aðila.
Leiðtogamennska og fylgdar
mennska
Follett sagði að farsæll leiðtogi
væri sá sem gæti höndlað að
stæður eins og þær þróuðust
hverju sinni. Hann væri sá sem
umbreytti reynslu sinni og hóps
ins í jákvæðar athafnir. Hún taldi
að leiðtogamennska væri sam
bland vísinda og lista. Hana
væri hægt að læra og þróa.
Hún mótmælti samtímaviðhorf
um þess efnis að leiðtogar
þyrftu að vera ráðandi og her
skáir persónuleikar. Leiðtogar
þyrftu frekar að vera auðmjúkir
og sýna gott fordæmi með
verk um sínum. Heilindi væru
grundvallareiginleiki þeirra. Í
allri umfjöllun sinni um starfs
menn skipulagsheilda ítrekaði
hún mikilvægi þess að þeir nytu
þeirrar virðingar sem þeir ættu
skilið. Hún talaði um leiðtoga
og fylgjendur. Með því móti vildi
hún gera fylgjendur sýnilega
og minna á mikilvægi þeirra og
þá staðreynd að leiðtogar væru
ekki til án fylgjenda. Leiðtoga
mennska og fylgdarmennska
væru hvor sín hliðin á sama pen
ingi ef svo mætti segja.
Follett féll í gleymsku
Eftir lát sitt árið 1933 féll hún
fljótt í gleymsku í Bandaríkjun
um. Ástæður þess voru ýmsar,
eins og til dæmis kreppa fjórða
áratugarins og hið gríðarlega
atvinnuleysi sem fylgdi henni.
Þá tóku styrjaldarárin við með
alla sína sterku og ráðandi
leið toga. Í kjölfar styrjaldarinnar
tóku síðan við ár uppbyggingar
þar sem áhersluatriði Follett
áttu ekki upp á pallborðið hjá
stjórnendum skipulagsheilda
þess tíma í Bandaríkjunum.
Hins vegar féll hún aldrei í
gleym sku í Bretlandi, en í því
landi var hún ávallt í hávegum
höfð. Japanir mátu hana einnig
mikils enda féllu hugmyndir
hennar um hlutverk einstaklinga
í hópum þeim vel í geð. Japanir
stofnuðu sérstakt Follettfélag
á miðjum sjötta áratug síðustu
aldar, en innan vébanda þess
rannsökuðu þeir verk hennar.
Áhrifa hennar gætti mjög í þeirri
efnahagslegu velgengni sem
Japanir nutu á sjöunda og átt
unda áratug síðustu aldar.
Drucker uppgötvaði Follett
Segja má, að það hafi verið
Drucker sem uppgötvaði hinn
gleymda snilling í Bandaríkjun
um upp úr 1950. Hann nefndi
hana völvu stjórnunarfræðanna
þar sem hann áttaði sig á
djúpu innsæi hennar og yfirsýn.
Hún gerði sér skýra grein fyrir
verðleikum starfsfólks og þeirri
vannýttu auðlind sem það gat
verið innan skipulagsheilda. Foll
ett sagði að leysa þyrfti ork una
úr læðingi sem byggi innra með
hverri manneskju og þá mögu
leika sem þar væru til staðar.
Góðir stjórnendur þurfa að
geta nýtt sér þessa auðlind
fyrir tækjum sínum til heilla. Þeim
sann leika mega leiðtogar og
stjórn endur aldrei gleyma, að
starfs fólkið er og verður stærsta
og mikilvægasta auðlindin, sem
hefur úrslitaáhrif á velgengni
fyrir tækisins.
jafnréttisstEfna fyrirtækja
Follett fjallaði
í ítarlegu máli
um lausn og
stjórnun ágrein
ingsmála, þar
sem málamiðlun
ætti sér stað.
Seinna var
þessi boðskapur
hennar umorð
aður af öðrum
fræðimönnum
og nefndur win
win, þar sem
deiluaðilar
semja á þeim
for sendum að
halda reisn
sinni.
Mary Parker Follett fæddist í Quincy í Massachusetts í Bandaríkjunum. Hún lauk
prófi frá Radcliffe College í Harvardháskólanum. Hún var með hæstu einkunn í
hagfræði, lögum, heimspeki og stjórnmálafræði.