Frjáls verslun - 01.05.2011, Blaðsíða 117
FRJÁLS VERSLUN 5.tbl.2011 117
jafnréttisstEfna fyrirtækja
Í stjórn TM sitja þrír fulltrúar, þar af ein kona sem jafnframt er stjórnarformaður félagsins. Auk forstjóra eru í framkvæmdastjórn TM fimm framkvæmdastjórar, þar sem ein
kona er innanborðs. Hún stýrir tveimur af
sex sviðum félagsins.
Hversu margir kvendeildarstjórar starfa
hjá ykkur?
„Hjá TM eru 128 starfsmenn. Af þeim eru
karlar 56% og konur 44%. Aðrir stjórnend
ur félagsins, þ.e. stjórnendur utan fram
kvæmdastjórnar, eru 18 talsins. Þar af eru
sjö konur eða 39%.“
Er TM með ákveðna stefnu innan
fyrirtækisins í jafnréttismálum?
„Já, jafnréttisstefnan er hluti af starfsmanna
stefnu TM. Árlega gerir mannauðsstjóri út
tekt innan félagsins á þáttum sem snúa að
jafnrétti. Gerð er greining á þáttum eins og
kynjahlutfalli eftir starfshópum, launum,
fjárfestingu í fræðslumálum, veikindafjar
vistum vegna barna o.s.frv. Fylgst er með
þróun þessara mála milli ára og unnið að
úrbótum ef þörf er á.“
Hvað er að gerast hjá fyrirtækinu nú í
sumar?
„TM er þessa dagana að kynna til leiks á
vef sínum, www.tm.is, ítarlegar upplýs
ingar fyrir foreldra og ungmenni sem eru
að hefja bílprófsferlið. Við komumst að
raun um það með því að ræða við nokk
urn fjölda foreldra og ungmenna sem eru
í þeim sporum að hefja bílprófsferilinn, að
oft skortir upplýsingar og þekkingu á því
hvernig ferlið gengur fyrir sig og ekki síður
hvert hlutverk foreldra er í því ferli. Æfin
gaaksturinn er t.a.m. afar mikilvægur þáttur
í þjálfun þeirra sem eru undirbúa sig fyrir
það ábyrgðarmikla hlutverk að aka bíl.
Í sumar verður einnig lögð lokahönd á
mörg önnur spennandi verkefni sem munu
líta dagsins ljós með haustinu. Þau hafa að
markmiði að auka enn gæði þjónustu TM
og vinna að aðgreiningu félagsins, á ann ars
einsleitum markaði. Lögð er megin á hersla
á að viðhalda okkar góðu þjónustu þrátt
fyrir að færri starfsmenn séu til taks vegna
sumarfría. Þegar veður er gott reyn um við
þó, ef færi gefst til, að lengja há degishlé
starfsmanna og gefa þeim tækif æri á að
njóta sólarinnar. Ég vona að allir starfsmenn
fél agsins eigi eftir að ná góðri vinnuhvíld í
sumarfríinu og komi tvíefldir aftur til leiks.
Veturinn hefur verið óvenjulangur og því er
fríið kærkomið fyrir flesta.“
Eru einhverjar nýjungar á döfinni?
„Í lok júlí mun TM kynna fyrir alþjóð nýjan
leik sem kallaður hefur verið „landakort
ástarinnar“. Þar gefst pörum kostur á að
merkja inn á Íslandskort þann stað sem þau
kynntust á, auk þess að setja í dagatal þann
dag sem markar upphaf sambandsins. TM
hefur alla tíð lagt megináherslu á traust
og langt samband við viðskiptavini sína
og leikurinn er afsprengi hugmyndavinnu
þar sem unnið var með sambönd í mjög
víðu samhengi. Það verður spennandi
að sjá hver viðbrögðin verða við þessum
skemmti lega leik og hvernig landakortið
kemur til með að líta út. Við höfum t.d.
grínast með í undirbúningi verkefnisins
að margir sambandspunktar muni liggja í
kringum miðbæ Reykjavíkur.“
jafnréttisstefnan er hluti af
starfsmannastefnu Tm
„Í lok júlí mun TM kynna fyrir alþjóð nýjan leik sem kallaður hefur verið
„landakort ástarinnar“. Þar gefst pörum kostur á að merkja inn á Íslandskort
þann stað sem þau kynntust á, auk þess að setja í dagatal þann dag sem
markar upphaf sambandsins.
TM
Íris Björk Hermannsdóttir, forstöðumaður þjónustu og sölu, Björk Viðarsdóttir, forstöðumaður líkams- og ferðatjóna, Unnur Lea Pálsdóttir, deildarstjóri viðskipta-
þjónustu, Anna María Sveinsdóttir, svæðisstjóri TM á Suðurlandi, Ragnhildur Ragnarsdóttir, forstöðumaður mannauðsmála og innri samskipta, Ragnheiður Dögg
Agnarsdóttir, framkvæmdastjóri einstaklingsþjónustu og samskiptasviðs. Á myndina vantar Valdísi Eggertsdóttur, forstöðumann reikningshalds TM, en hún var
fjarverandi þegar myndatakan fór fram.