Frjáls verslun - 01.05.2011, Blaðsíða 115
FRJÁLS VERSLUN 5.tbl.2011 115
jafnréttisstEfna fyrirtækja
Þuríður Hrund Hjartardóttir, framkvæmdastjóri neytendavörusviðs hjá Icepharma, segir fyrirtækið ólíkt mörgum öðrum fyrirtækjum að því
leyti að hjá því starfi fleiri konur en karlar.
Undanfarin fimm ár hefur Icepharma verið
í hópi fyrirmyndarvinnustaða og hlotið
viður kenningu frá VR, sem staðfestir að fólki
líður vel að vinna hjá Icepharma enda er
starfsaldur innan fyrirtækisins almennt hár.
„Hjá Icepharma starfa um áttatíu manns
með víðtæka þekkingu og þar af eru rúm
lega sextíu konur,“ segir Þuríður. „Í sjö
manna framkvæmdastjórn sitja þrjár konur
og forstjóri fyrirtækisins er kona, Margrét
Guðmundsdóttir. Ef hlutfall kvenna á
meðal allra stjórnenda hjá Icepharma er
skoðað eru konur þar í miklum meirihluta
eða kringum 70%. Deildarstjórar eða næstu
undirmenn framkvæmdastjóra sviðanna
telja samtals sautján manns og þar af eru
þrettán konur.“
ákveðin Stefna
Í jafnréttiS málum
Icepharma leggur mikla áherslu á jafnrétti
og fjölskylduvænt umhverfi. „Fyrirtækið
er með ákveðna stefnu innan fyrirtækis í
jafnréttismálum sem leggur áherslu á jafn
an rétt og stöðu kvenna og karla, svo sem
sambærileg kjör fyrir jafnverðmæt störf,
sömu möguleika til endurmenntunar og
starfsþjálfunar og kynhlutlausar atvinnu
auglýsingar svo eitthvað sé nefnt. Þá er
umsækjendum ekki mismunað á grundvelli
fjölskyldustöðu, hugsanlegra barneigna eða
annarra þátta sem gætu talist kynbundnir
einkahagir.“
breytingar og uppStokkun
Þuríður segir að á neytendavörusviði hafi
starfsfólkið gengið í gegnum talsverðar
breytingar og uppstokkun það sem af
er ári, sem leitt hefur það inn á nýjar og
spenn andi brautir.
„Á sviðinu starfar nú átta manna sam
stilltur hópur karla og kvenna sem hefur
það eitt að markmiði að veita fyrsta flokks
þjónustu og vöru til viðskiptavina. Við
leggjum mikla áherslu á að bjóða heilsu
tengda úrvalsvöru og þekkt vörumerki frá
birgjum sem eru leiðandi hver á sínu sviði.
Framundan er áframhaldandi vinna að
uppbyggingu sviðsins, sem er gríðarlega
spennandi verkefni.“
undirbúningur nýrra
vörumerkja
Að sögn Þuríðar mun fyrirtækið án efa
láta meira að sér kveða á næstu misserum
og árum. „Undanfarið höfum við verið að
kynna til leiks fleiri tegundir innan okkar
vinsælustu vörumerkja til að styrkja þau,
t.d. lífræna ungbarnamjólk frá Hipp sem
slegið hefur í gegn hjá foreldrum og aukið
úrval í vítamínlínunni Vitabiotics sem er
vinsælasta vítamínið í Bretlandi, svo eitt
hvað sé nefnt. Samhliða því að styrkja þau
vörumerki sem við erum með erum við
einnig að undirbúa komu nokkurra nýrra
merkja á markað sem við bindum miklar
vonir við.“
fleiri konur en karlar
„Fyrirtækið er með ákveðna stefnu í jafnréttismálum sem leggur áherslu á
jafnan rétt og stöðu kvenna og karla, svo sem sambærileg kjör fyrir jafn-
verðmæt störf, sömu möguleika til endurmenntunar og starfs þjálfunar og
kynhlutlausar atvinnuauglýsingar, svo eitthvað sé nefnt.“
Þuríður Hrund Hjartardóttir, framkvæmdastjóri neytendavörusviðs hjá Icepharma.
Icepharma