Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2011, Síða 56

Frjáls verslun - 01.02.2011, Síða 56
56 FRJÁLS VERSLUN 1.tbl.2011 orka og iðNaður Á heimssýningunni í Sjanghæ í Kína á síðasta ári var þema íslenska skálans Pure Engergy, Healthy Living, eða Hrein orka, heilbrigt líf. Fjöl margir komu og sann færðust um mikilvægi hinnar hreinu orku á Íslandi. Íslenskur iðnaður byggist að stórum hluta á hreinni orku. Íslensku álverin þrjú nota t.d. hreina orku; endur nýjan lega raforku. Fyrir vikið eru þau talin umhverfis væn álver og losa ekki gróðurhúsalofttegundir út í andrúms loftið. Bent hefur verið á að hefði Fjarðaál ekki risið á Reyðar firði, en þess í stað risið í kolaorkulandi, hefði losun gróður húsa loft teg unda sem því hefði fylgt verið nífalt meiri. Íslensk ur iðnaður notar mikla orku og er um að ræða græna orku. Fyrir vikið er íslenskur iðnaður hreinni og grænni en í lönd um þar sem í iðnaði eru not aðir meng­ andi orkugjafar. Það mæðir mikið á íslenskum iðnaði við að koma íslensku atvinnu lífi aftur í fyrra horf. Hlut ur iðnaðar­ ins í landsframleiðslunni hefur verið um fjórðungur á undanförnum árum en hefur minnkað eftir hrun vegna hruns í byggingariðnaði. Þá er iðnaðurinn, þ.e. almennur iðnaður og stór­ iðjan, með um 56% af útflutningstekjum lands­ manna. Þar er áliðnaðurinn með yfir 25% og nema hreinar tekjur af álútflutningi um 120 millj örðum. Árið 2010 voru fluttar út vörur fyrir 560 millj arða en inn fyrir 442 millj arða. Afgangur af vöru skiptum var því um 118 milljarðar á síð asta ári. HreiN orka, HreiNN iðNaður Íslendingar eru orðnir þekktir fyrir sína hreinu orku. Í erlend um tímaritum hefur verið fjall að um Ísland sem tákn grænn ar orku. Græn orka er notað yfir umhvefis væna orku eins og vatnsorku, jarðvarma, sólar- eða vindorku og hefur þann meginkost að fela ekki í sér losun koltvísýrings og mengun. „Þegar rætt er um græna orku er átt við orku notkun sem ekki tengist kolefnislosun eða sérstökum hættulegum geislavirkum úrgangi eða annarri mengun. Það er stund­ um talað um endurnýjanlega orku sem er önnur skilgreining á grænni orku,“ segir Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri. „Menn hefur hins vegar greint svolítið á um það hvort til dæmis jarðhiti, sem er vist­ væn orka eða græn orka, sé endur nýjan leg orka sé horft mjög langt inn í fram tíð ina. Sá orkuforði sem við nú teljum okkur eiga er þó fullkomlega nægilegur til þess að halda uppi eðlilegri þjóðfélagsgerð með eðlilegri fólksfjölgun þegar horft er til næstu 200 ára,“ segir Guðni. Hann bætir því við að á svo löngu tíma­ bili verði miklar framfarir í tækni. Guðni græn orka skapar ný störf Mikill meirihluti allrar orku sem notuð er á Íslandi kemur frá endurnýjanleg- um orkulindum landsins eða yfir 80 prósent þeirrar frumorku sem notuð er. Hlutfall grænnar orku hér setur Ísland í algjöran sérflokk og getur til framtíðar skapað mörg tækifæri í atvinnuuppbyggingu. Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri: TexTi: inGibJörG b. sveinsdóTTir Mynd: Geir ólafsson Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.