Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2011, Blaðsíða 63

Frjáls verslun - 01.02.2011, Blaðsíða 63
FRJÁLS VERSLUN 1.tbl.2011 63 Sem dæmi um iðnað sem heldur sér síung­ um nefnir Orri matvælaiðnaðinn. „Matvæla­ geirinn er þroskuð grein sem alltaf er á tánum. Staða okkar í þessum geira er ágæt. Fall krónunnar hefur veitt matvælafram­ leiðslu á Íslandi bætta samkeppnisstöðu gegn innfluttum vörum auk þess sem vit­ undarvakning hefur orðið hjá neytendum gagnvart íslenskri framleiðslu. Það er meiri þróun og nýsköpun í matvælaiðnaði en margir halda og horfurnar þar eru góðar.“ Ryðja þarf hindrunum úr vegi Málmiðnaðurinn á aftur á móti við vissa örðugleika að glíma nú um stundir, að því er Orri greinir frá. „Þar hefur mönn­ um gengið nokkuð vel en óvissa í málum sjávarútvegsins setur sífellt meira strik í reikninginn. Á meðan ekki er komið á hreint hvernig sjávarútvegurinn á að vera eru málmsmiðjurnar og slipparnir í hæga gangi. Þetta er manngerð hindrun sem þarf að ryðja úr vegi svo að fyrirtækin geti hugsað lengra en fram að næstu mánaðamótum. Við þjáumst ekki bara af heimatilbúinni óvissu í atvinnumálum, heldur lýsa stjórn­ völd skattkerfinu með frasanum „you ain’t seen nothing yet“ eða nú síðast sem „stríðsskattheimtu“. Augljóslega festa fáir fé langt fram í tím­ ann undir slíku tali, hvað þá þegar hótað er þjóðnýtingu á löglega samninga við erlenda fjárfesta.“ Þessi sjónarmið komu einnig fram í máli ræðumanna á nýafstöðnu Iðnþingi þar sem fjallað var um möguleikana til nýsköpun ar. „Leiðin út úr kreppunni felst í því að skapa aukin verðmæti. Til þess þarf að skerpa vinnubrögðin í ríkisfjármálum, mennta ­ mál um, vinnumarkaðsmálum og peninga­ málum,“ segir Orri. Orka Og iðnaður Við þjáumst ekki bara af heimatilbúinni óvissu í atvinnumálum, heldur lýsa stjórnvöld skattkerfinu með frasanum „you ain’t seen nothing yet“ og nú síðast sem „stríðsskattheimtu“. Aðeins eru liðin tvö ár síðan sprotinn MindGames varð til í Reykjavík. Stofnend ur voru bandarísk­indverska taugavísinda­ konan Deepa Lyengar, eiginmaður hennar, Hannes Högni Vilhjálmsson, og nokkrir vinir og félagar. Frjáls verslun sagði þá frá félaginu. Þessi hópur er enn að og hefur sent frá sér leikinn Tug of Mind – Hugtog. Helsti galli við hugmyndina þá var að tæknin var eiginlega ekki til. Þau í Mind­ Games voru á undan sinni samtíð! Sjálf hugarorkan hefur alltaf verið til og hún er mælanleg og virkjanleg. Þetta heitir EEG – ElectroEncephaloGraphy – á máli lífeðlisfræðinnar. Það er raforkan sem gerir taugaboð möguleg. Höfuðtól til að nema orkuna hafa einnig verið til um skeið og þróast ört og minnkað síðustu ár. En það var verra með sjálf leiktækin, far ­ sím ana. Þeir voru fyrir tveimur árum of frum stæðir til að stunda þessa hugarleiki af nokkru viti. Samt varð til frumgerð að leik fyrir farsíma hjá MindGames en markið var sett hærra. Það átti að búa til leiki fyrir næstu kynslóð farsíma, síma sem núna eru kallaðir snjallsímar – það er iPhone og slíkir og einnig iPad. Biðu eftir Betri síma „Við sáum fljótt að það borgaði sig ekki að búa til flotta leiki fyrir venjulega farsíma,“ segir Deepa. „Við þurftum betri stýrikerfi og betri skjái með betri upplausn til að þetta gengi upp. Snjallsímarnir voru laus nin.“ Þessir snjallsímar – hvað þá lesbretti eins og iPad – voru tæpast til fyrir tveimur ár­ um og alls ekki orðnir að almennignseign þá. En vinnan hjá MindGames hét áfram og núna í lok síðasta árs kom fyrsti leikurinn af þessari gerð fyrir iPhone á markað. Tvö ár eru stuttur tími fyrir sprota að vaxa úr grasi. Þannig séð hefur allt gengið framar vonum hjá MindGames þótt starfs­ fólkinu þyki seint ganga. Vinnuáætlun MindGames er aðeins á eftir tímanum en samt hefur þróunin verið undra hröð. Deepa segir að tafir hafi helst orðið vegna þess að stýrikerfi iPhone studdi ekki þennan möguleika fyrr en á lið nu hausti. MindGames á undan sinni samtíð! Fyrirtækið MindGames er dæmigert sprotafyrirtæki í hugbúnaðariðnaðinum og fellur vel að umfjölluninni um orku og iðnað. Þetta er lítið iðnfyrirtæki sem sett hefur hugarorkuleik á markað. Leikurinn er fyrir farsíma og hugarorkan er virkjuð við spilamennskuna. Fyrsti hugarorkuleikurinn fyrir iPhone á markað: TexTi: Gísli KrisTjánsson Mynd: Geir Ólafsson Stofnendur MindGames voru bandarísk-indverska taugavísindakonan Deepa Lyengar, eiginmaður hennar, Hannes Högni Vilhjálmsson, og nokkrir vinir og félagar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.