Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2011, Page 64

Frjáls verslun - 01.02.2011, Page 64
64 FRJÁLS VERSLUN 1.tbl.2011 En þá var líka leikurinn „Tug of Mind“ til ­ búinn hjá MindGames og hann kom á mark ­ að skömmu fyrir jól. aFslöppun „Tug of Mind“ þýðir eiginlega Hugtog með sama hætti og „Tug of War“ á ensku er sami leikur og reiptog á íslensku. Sjálfur leikurinn er aðeins seldur á netinu og kost ar 10 Bandaríkjadali eða um 1.200 ískr. Auk þess þarf sérstakt höfuðtól, sem nemur hugar orkuna, og það kostar um 12.000 ískr. Leikurinn Hugtog snýst um að slappa af. Afslöppun og einbeiting er forsenda þess að komast áfram. Hugmyndin er að fólk geti í önnum dagsins tekið sér smáhvíld og leikið leik þar sem áherslunar eru þveröfug ar við spennuleiki. Leikurinn var fyrst sýndur á leikjakaup stefnu í Kaliforníu – Game Developers Conference – vorið 2010 og vakti mikla athygli. Núna stendur MindGames á þeim tímamót um að varan er tilbúin en það þarf að fá inn meira fjármagn og fast starfslið til markaðssetningar og sölu. Enn er Deepa ein í fullu starfi hjá MindGames en hinir í félaginu sinna öðrum störfum með hluta­ störfum og verktöku fyrir MindGames. Styrkir hafa komið frá opinberum þróunar­ sjóðum og Deepa segir að hugmyndin sé að finna samstarfsfélag til frekari þróunar, markmiðið sé að reksturinn standi undir sér á árinu. Leikurinn Tug of Mind, Hugtog, er aðeins seldur á netinu og kostar 10 Bandaríkjadali eða um 1.200 kr. Auk þess þarf sérstakt höf uð - tól, sem nemur hugarorkuna, og það kostar um 12.000 kr. Olís hefur í fjölda ára stutt við margskonar verkefni í tengslum við verndun náttúr unn ar. „Það má segja að við séum í þeim geira sem mengunarhætta gæti stafað af og þess vegna hefur það skipt miklu máli að hafa valið þessa leið,“ segir Jón Ólafur Halldórs son, fram kvæmdastjóri sölusviðs Olís. Þegar stjórnendur fyrirtækisins ákváðu árið 1992 að hefja samstarf við Landgræðsl­ una undir kjörorðinu Græðum landið með Olís höfðu þeir ákveðið að sýna í verki að þeim væri umhugað um verndun náttúr­ unnar. Á 70 ára afmæli sínu árið 1997 gaf fyrir­ tækið út umhverfisstefnu fyrir starfsemina þar sem segir að það vilji stuðla að því að hver kynslóð skili landinu og auðlindunum í betra horfi til þeirrar næstu. „Meðferð okkar á söluvörum og val á rekstr arvörum tekur mið af þessu og einn ig vöruþróun, endurnýting umbúða og förgun. Til þess að sýna hug okkar til umhverfis­ ins höfum við lagt metnað í að ganga snyrtilega frá öllu okkar umhverfi og gera stöðvarnar fínar. Til marks um hversu vel hefur til tekist má nefna að við höfum fengið um hverfisverðlaun Reykjavíkur.“ Meðal umhverfisverndarverkefnanna sem Olís hefur tekið þátt í er samstarf um útgáfu bæklingsins Gerum bílana græna. „Þetta var samvinna FÍB, FIA Foundation, Bridge­ stone og Olís. Bæklingurinn er hluti af alþjóðlegu umhverfisátaki FIA sem nefn ist Make Cars Green eða Gerum bílana græna. græn bylting á bensínstöðvum Umhverfisvernd skipar stóran sess í rekstri Olís og hefur samstarf við Landgræðsluna og skógræktarfélög staðið í áratugi. Nú ætlar fyrirtækið að bjóða upp á græna orkugjafa á bensínstöðvum. Jón Ólafur Halldórsson, framkvæmdastjóri sölusviðs Olís. TexTi: inGibJörG b. sveinsdóTTir Mynd: Geir ólafsson Jón Ólafur Halldórsson, framkvæmdastjóri sölusviðs Olís. orka og iðnaður Á næstu árum mun Rio Tinto Alcan fjárfesta fyrir 57 milljarða króna í álverinu í Straumsvík. Ráðist hefur verið í tvö stór verkefni. Straumhækkun mun auka afköst kerskálanna og skapa 360 ný störf þegar framkvæmdir standa sem hæst á þessu ári. Breytingar á steypuskála auka verðmæti framleiðslunnar og skapa um 150 ný störf á árinu. Samanlagt kalla þessi verkefni á 620 ný ársverk á Íslandi. Rio Tinto Alcan Straumsvík Pósthólf 244 222 Hafnarfjörður Sími 560 7000 www.riotintoalcan.is 620 ný ársverk í Straumsvík Bandarísk-indverska taugavísindakonan Deepa Lyengar.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.