Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2011, Qupperneq 85

Frjáls verslun - 01.02.2011, Qupperneq 85
FRJÁLS VERSLUN 1.tbl.2011 85 um sínum og brögðum til að hygla sínu flokksfólki en það er eins og heildarmyndin af þessu stjórnmálakerfi sé að færast yfir á Sjálfstæðisflokkinn,“ segir Guðni. gunnar í nýju ljósi Guðni segir að viðbrögðin við bókinni hafi almennt verið góð og hann var og er enn oft beðinn að koma á umræðufundi og samkomur að ræða efni hennar. „Ég á reyndar von á að verstu skamm­ irn ar berist síðast til mín en það sem ég hef heyrt er jákvætt,“ segir hann. Þó hefur myndin sem birtist af Gunnari komið á óvart. Gunnar í ævisögunni er ekki alveg sá Gunnar sem þjóðin man eftir. „Fólk sem þekkti Gunnar hefur sagt mér að það sjái hann í nýju ljósi. Að það hafi ekki áður áttað sig á ýmsum þáttum í fari hans. Þetta styrkir þá skoðun að heimildirnar frá honum séu einstakar,“ segir Guðni. Gunnar lést haustið 1983, aðeins hálfu ári eftir að hann lét af störfum sem forsætisráð­ herra. Meira en aldarfjórðungur er liðinn frá atburðum sem á þeim tíma voru taldir með mestu tíðindum Íslandssögunnar: Stjórnarmyndun Gunnars í óþökk forystu Sjálfstæðisflokksins. Samt er þessi saga enn lifandi. samtíminn breytir sögunni „Það hefur komið mér á óvart að þetta efni hefur verið dregið inn í pólitískar deilur samtímans,“ segir Guðni. „Menn hafa viljað rekja þræði langt aftur á liðna öld til að skýra það sem gerst hefur nú.“ Það má líka halda því fram að viðhorf Íslendinga til sögu sinnar hafi breyst við hrunið haustið 2008. Hetjudýrkunin, sem var þá og náði alveg aftur á víkingaöld, er nú orðin brosleg. Þetta hefur líka áhrif á söguna þegar hún er skrifuð. Guðni segir að áherslur í bókinni hefðu hugsanlega orðið aðrar hefði hún komið út fyrir hrun. Bókin ber með sér að hún er skrifuð eftir það. „Bjartsýnisandinn sem var á útrásartíman­ um hefði ugglaust komið fram í bókinni,“ segri Guðni. „Það var annað andrúmsloft þá en þegar ég skrifaði bókina. Samtíminn breytir viðhorfi okkar til fortíðarinnar.“ Guðni segir einnig að efnið mótist að ein­ hverju marki af því að sagan er sögð út frá sjónarhóli Gunnars. Hann er miðpunktur þessarar sögu. Annar sjónarhóll gæti beint sjónum að öðrum hliðum. frá sjónarhóli gunnars „Ég hef til dæmis orðið var við að þeir sem fylgdu Geir Hallgrímssyni að málum í deilum hans og Gunnars eru ekki sáttir við þá mynd sem kemur fram í bókinni,“ segir Guðni. „Margt getur því litið öðruvísi út séð af sjónarhóli andstæðinga Gunnars, sérstaklega stjórnarmyndunin árið 1980 og aðdragandi hennar.“ Guðni segist geta litið um öxl og séð hvernig tókst til með verkið. Umræðan um efni bókarinanr er þó hvergi nærri sofnuð. „Þetta er mjög lifandi saga og margir hafa mikinn áhuga á henni, sérstaklega þeir sem lifðu og hrærðust í stjórnmálunum á tíma Gunnars,“ segir Guðni. Hugsjónir þrátt fyrir allt En ef höfundurinn mætti skrifa bókina upp á nýtt, hverju myndi hann breyta? „Ég myndi í fyrsta lagi hafa hana aðeins styttri,“ segir Guðni. „Ég myndi líka draga betur saman hugmyndir og hugsjónir Gunn­ ars. Andstæðingar hans voru sannfærðir um að hann væri hugsjónalaus. Það er alls ekki rétt. Hann var vissulega metnaðargjarn fyrir eigin hönd, eins og aðrir stjórn mála menn, en hann hafði vissulega hug sjónir. Hann vildi að Sjálfstæðisflokkurinn sækti inn á miðjuna. Það blundaði kratismi í honum og hann breikkaði grundvöll flokksins.“ „Það hefur komið mér á óvart að þetta efni hefur verið dregið inn í pólitískar deilur samtímans,“ segir Guðni. „Menn hafa viljað rekja þræði langt aftur á liðna öld til að skýra það sem gerst hefur nú.“ Gunnar tapaði naum lega fyrir Geir Hallgrímssyni í varaformannskjöri á lands­ fundi Sjálfstæðis flokks 1971 en óskar honum til hamingju. Jóhann Hafstein formaður horfir á. „Fram­ undan var áralöng barátta um völd og áhrif í flokkn­ um,“ segir Guðni Th. Gunnar Thoroddsen árið 1930. Flokksráðsfundur í Valhöll 10. febr. 1980, tveimur dögum eftir að ríkisstjórn Gunnars Thorodd sen tók við völdum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.