Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2011, Side 41

Frjáls verslun - 01.03.2011, Side 41
FRJÁLS VERSLUN 3.tbl.2011 41 keppni framhaldsskólanna og HR­á skor un, en það er keppni þar sem reynir á tækni­ og hönnunargetu nemenda. Yfirburðir Menntaskólans í Reykjavík í eðlis­ fræði og stærðfræði hafa verið töluverðir síð ustu þrjú árin, en það er tímabilið sem sam­ an tekt Frjálsrar verslunar nær til. Þannig hafa til dæmis 18 af 41 þátttakanda í úrslit um eðlis­ fræðikeppninnar á umræddu tímabili komið úr MR. Í efnafræði hefur staðan verið jafnari en þar hafa bæði MR og MH sýnt sterkan árangur og náð mörgum þátttakendum í úrslit. Í forritunarkeppninni hafa nemendur Tækni­ skólans borið höfuð og herðar yfir nemend­ ur annarra skóla þau tvö ár sem keppnin hefur verið haldin og einokuðu þeir nánast verðlaunasæti í keppninni 2010. Árangur Tækni skólans í HR­áskoruninni er góður að sama skapi en þar deilir hann þó toppsætinu með MR og Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Erlend tungumál: MR og MH leiða listann í tungu­ málum M enntaskólinn í Reykjavík leiðir listann yfir fremstu skóla lands­ ins þegar kunnátta nemenda í erlendum tungumálum er ann­ ars vegar. Menntaskólinn við Hamrahlíð er skammt undan í öðru sæti og Verzlunarskóli Íslands lendir í því þriðja. Tungumálalistinn er byggður á úrslitum þrigg ja fagkeppna: 1) Þýskuþrautarinnar. 2) Ensku ræðukeppninnar sem haldin er á veg um English Speaking Union of Iceland og Félags enskukennara á Íslandi. 3) Frönsku­ keppninnar „Allons en France“. Tekinn var saman árangur síðustu tveggja ára. Munurinn á milli efstu skóla var minni í þess um flokki en í mörgum öðrum og var sam setning nemendahóps í úrslitum tungu mála keppnanna gjarnan fjölbreyttari. Mennta skól inn í Reykja­ vík hefur haft flesta nem endur í úrslitum þýskuþraut arinnar og sýnt bestan ár angur í frönskukeppn inni en nemendur Verzlunar ­ skólans hafa verið með bestan samanlagð an árangur í ensku ræðukeppninni þau tvö ár sem hún hefur verið haldin. Þess má raunar líka geta að þótt flestir þátttakendur í úrslit­ um þýsku þrautarinnar hafi komið úr MR hafa sigurvegarar síðustu tveggja ára verið MH­ingar. Það hvort árangur örfárra nemenda í ræðu­ eða ljóðakeppni sé góður mælikvarði á tungu málakennslu skólans er auðvitað um­ deilan legt. Aðrir þættir ótengdir kennslunni sjálfri, eins og til dæmis áhugi nemenda, stærð skólans eða staðsetning hans á land­ inu, geta haft heilmikið að segja eða jafnvel verið ráðandi. Hitt er hins vegar tilfellið að sé árangurinn skoðaður yfir nokkurra ára skeið sýna nemendur ákveðinna skóla alltaf sterkan árangur á meðan það er sjaldgæfara hjá nemendum annarra skóla. Það vekur raunar athygli að ekki er nein keppni hérlendis þar sem reynir sérstaklega á kunnáttu nemenda í íslensku. Á því mætti gjarnan gera bragarbót, til dæmis með ár­ legri ritgerðasamkeppni milli framhaldsskóla­ nema. Alls 18 af 41 þátttakanda í úrslitum eðlisfræði keppn innar síðustu þrjú árin eru úr MR. Tækniskólinn fær hæstu mögulegu út­ komu í öllum þeim flokkum verknáms þar sem umræddir skól ar voru bornir sam an og er með fullt hús stiga.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.