Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2011, Síða 41

Frjáls verslun - 01.03.2011, Síða 41
FRJÁLS VERSLUN 3.tbl.2011 41 keppni framhaldsskólanna og HR­á skor un, en það er keppni þar sem reynir á tækni­ og hönnunargetu nemenda. Yfirburðir Menntaskólans í Reykjavík í eðlis­ fræði og stærðfræði hafa verið töluverðir síð ustu þrjú árin, en það er tímabilið sem sam­ an tekt Frjálsrar verslunar nær til. Þannig hafa til dæmis 18 af 41 þátttakanda í úrslit um eðlis­ fræðikeppninnar á umræddu tímabili komið úr MR. Í efnafræði hefur staðan verið jafnari en þar hafa bæði MR og MH sýnt sterkan árangur og náð mörgum þátttakendum í úrslit. Í forritunarkeppninni hafa nemendur Tækni­ skólans borið höfuð og herðar yfir nemend­ ur annarra skóla þau tvö ár sem keppnin hefur verið haldin og einokuðu þeir nánast verðlaunasæti í keppninni 2010. Árangur Tækni skólans í HR­áskoruninni er góður að sama skapi en þar deilir hann þó toppsætinu með MR og Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Erlend tungumál: MR og MH leiða listann í tungu­ málum M enntaskólinn í Reykjavík leiðir listann yfir fremstu skóla lands­ ins þegar kunnátta nemenda í erlendum tungumálum er ann­ ars vegar. Menntaskólinn við Hamrahlíð er skammt undan í öðru sæti og Verzlunarskóli Íslands lendir í því þriðja. Tungumálalistinn er byggður á úrslitum þrigg ja fagkeppna: 1) Þýskuþrautarinnar. 2) Ensku ræðukeppninnar sem haldin er á veg um English Speaking Union of Iceland og Félags enskukennara á Íslandi. 3) Frönsku­ keppninnar „Allons en France“. Tekinn var saman árangur síðustu tveggja ára. Munurinn á milli efstu skóla var minni í þess um flokki en í mörgum öðrum og var sam setning nemendahóps í úrslitum tungu mála keppnanna gjarnan fjölbreyttari. Mennta skól inn í Reykja­ vík hefur haft flesta nem endur í úrslitum þýskuþraut arinnar og sýnt bestan ár angur í frönskukeppn inni en nemendur Verzlunar ­ skólans hafa verið með bestan samanlagð an árangur í ensku ræðukeppninni þau tvö ár sem hún hefur verið haldin. Þess má raunar líka geta að þótt flestir þátttakendur í úrslit­ um þýsku þrautarinnar hafi komið úr MR hafa sigurvegarar síðustu tveggja ára verið MH­ingar. Það hvort árangur örfárra nemenda í ræðu­ eða ljóðakeppni sé góður mælikvarði á tungu málakennslu skólans er auðvitað um­ deilan legt. Aðrir þættir ótengdir kennslunni sjálfri, eins og til dæmis áhugi nemenda, stærð skólans eða staðsetning hans á land­ inu, geta haft heilmikið að segja eða jafnvel verið ráðandi. Hitt er hins vegar tilfellið að sé árangurinn skoðaður yfir nokkurra ára skeið sýna nemendur ákveðinna skóla alltaf sterkan árangur á meðan það er sjaldgæfara hjá nemendum annarra skóla. Það vekur raunar athygli að ekki er nein keppni hérlendis þar sem reynir sérstaklega á kunnáttu nemenda í íslensku. Á því mætti gjarnan gera bragarbót, til dæmis með ár­ legri ritgerðasamkeppni milli framhaldsskóla­ nema. Alls 18 af 41 þátttakanda í úrslitum eðlisfræði keppn innar síðustu þrjú árin eru úr MR. Tækniskólinn fær hæstu mögulegu út­ komu í öllum þeim flokkum verknáms þar sem umræddir skól ar voru bornir sam an og er með fullt hús stiga.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.