Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2011, Side 13

Frjáls verslun - 01.04.2011, Side 13
FRJÁLS VERSLUN 4.tbl.2011 13 Kaupmaðurinn á danska horninu Jón Snorri Snorrason segir að ekki sé það dans á rósum að reka ferðaþjónustu hér á landi. Hann bendir í fyrsta lagi á að aðal tekju tímabilið sé mjög stutt eða nánar tiltekið sumarmán uð irnir. Hann segir að spár hafi verið góðar hvað varðar erlenda ferðamenn þetta árið en gert hefur verið ráð fyrir að til landsins komi um 600.000 ferðamenn, sem lofi góðu fyrir greinina. Hann nefnir gosið í fyrra sem hafði neikvæð áhrif á ferðaþjónustuna það ár en það vakti síðan at hygli á landinu. „Svo kom annað gos í jökli sem truflaði flug en vonandi hefur það ekki miklar afleiðingar í för með sér en það væri eðlilega mikill fæl ingar máttur, enda ekki margir valkostir í samgöngum til og frá land inu. Grein in hafði líka horft til þess að fá heimamenn til að ferðast um land ið en þá kemur minni kaupmáttur með hærri sköttum og háu elds neytis verði í veg fyrir að fólk haldi í lengri ferðir um landið. Það þarf fífldirfsku og hugrekki til að stunda þessa atvinnu­ grein sem getur séð ávinning eða möguleika hverfa nánast um leið og þeir eiga að birtast. Það eru ekki bara náttúruöflin heldur skattheimta stjórnvalda sem veldur þessu. Því miður virðast stjórnvöld enn og aftur ætla með aðgerðum og aðgerðaleysi sínu gagnvart þessari grein að koma í veg fyrir uppbyggingu hennar.“ Hvers á ferðaþjónustan að gjalda? FYRIRTÆKIÐ OG ÞJÓÐFÉLAGIÐ Jón Snorri Snorrason, lektor við viðskiptafræð ideild Háskóla Íslands: Sigurður B. Stefánsson segir að líkur hafi aukist á því í maí að nokkur lækkun á verði alþjóðlegra hlutabréfa sé framundan. Líklegast er að lækkunarferillinn standi yfir í fá­ einar vikur en um er að ræða aðlögun að nýjum hæðum eftir nær samfellda hækkun frá byrjun september 2010. „Það mátti sjá ýmsar vísbendingar í aðdragandanum að þessu um að eftirspurn eftir hlutabréfum færi minnkandi og framboð vaxandi. Eignir tóku að færast yfir í varnargreinar eins og heilsu­ og neyslufyrirtæki. Ýmis leiðandi fyrirtæki, t.d. Apple, toppuðu í febrúar og hafa lækkað síðan. Leiðandi lönd eins og Brasilía toppuðu í lok árs 2010 og hafa lækkað síðan. Loks hefur gengi dollarans náð lággildi og tekið að hækka aftur. Síðustu árin hefur verið neikvætt samband á milli gengis dollarans og hlutabréfa á alþjóðlegum markaði og hækkun á gengi hans í maí er til marks um að eignir séu að færast yfir á varnarform. Dollarinn þykir, þrátt fyrir allt, vera eitt besta skjól fyrir fjárfesta til að minnka áhættu í söfnum sínum. Hjöðnun á verði hlutabréfa yfir sumartímann er hefðbundin en að þessu sinni hafa væntingar um vaxandi verðbólgu í nærri öll­ um ríkjum veraldar aukið áhyggjur fjárfesta. Skuldavandi fáeinna Evrópuþjóða hvílir eins og mara yfir markaðnum og að auki hefur hægt á framleiðsluaukningu eins og fyrr segir. Þar sem hlutabréf í mörgum sterkum ríkjum, t.d. í BRIC­lönd­ unum öðrum en Rússlandi, hafa farið lækkandi allt árið 2011 er hugsanlegt að þau nái senn lággildi og eftir það taki við nýr hækk unarleggur. Erfitt er að tímasetja slíkt lággildi sumarsins 2011 en þau eru oft mánuðina júní til ágúst, til dæmis árin 2006 og 2007 og árin 2009 og 2010.“ ERLEND HLUTABRÉF Sigurður B. Stefánsson, sjóðstjóri hjá Eignastýringu Landsbankans: Fjórða sumarið í kreppuástandi heldur nú innreið sína. Það byrjar ekki sérlega vel. Kuldar og náttúruhamfarir gera lítið til að létta lundina; hvað þá fréttir af sviplegum dauðsföllum og vaxandi ofbeldismenningu. Sem fyrr virðast skuldirnar mörg­ um jafnóviðráðanlegar og áður, lítið hefur dregið úr atvinnuleysi og verðlag fer hækkandi. Því er spurt hvenær von sé á betri tíð.“ Stefanía segir að spurningunni sé ekki bara beint til Veðurstof­ unnar heldur líka til forystumanna ríkisstjórnarinnar sem eigi þó öllu erfiðara með að svara en veðurfræðingarnir. „Eftir því sem kreppan dregst á langinn verður örðugra fyrir þá sem glíma við efnahagsvandræði að láta dæmið ganga upp. Við það gerist tvennt: Vonleysi eykst og einnig reiðin í garð þeirra sem með völdin fara. Hlýtt og gott sumar bræðir þó slíkar tilfinningar enda staldrar þá hugurinn frekar við í núinu. Þannig voru síðustu sumur. Verði sumarið í ár hins vegar hryssingslegt mega stjórnvöld búast við að óþol fólks eftir betri horfum aukist til muna. Veik króna og dýrt bensín munu líka halda mörgum heima við og á gráum sum a r­ dögum er viðbúið að svartsýnin taki völd. Vonandi fáum við þó að njóta sumaryls á næstu vikum. Og jafnframt er þess óskandi að kraftur fólksins finni sér jákvæðan farveg sem skilar sér í aukn­ um hagvexti og bjartsýni.“ Hvenær kemur betri tíð? STJÓRNMÁL Dr. Stefanía Óskarsdóttir, sjálfstætt starfandi stjórnmálafræðingur: þau hafa orðið Valdimar Sigurðsson segir að markaðssetningar séu enn algengar þar sem markaðsaðilar viti í rauninni ekki hvaða neytanda vantar viðkomandi vöru eða þjónustu – eða hvort einhver sé í þeim sporum. Hann segir að þá sé reynt að koma vörunni eða þjónustunni á framfæri t.d. í formi beinnar markaðssetningar í gegnum miðla eins og fjölpóst eða tölvupóst. Þetta eigi þó vissulega líka við um auglýsingar í ljósvakamiðlum og á netinu. „Starfsmenn fyrirtækisins bíða svo bara og vona að auglýs­ ingin hafi áhrif. Söluhneigð sem þessi, þar sem markmiðið er eingöngu að losna við vöruna fyrir pening, er nokkuð áberandi á Íslandi um þessar mundir og þá sérstaklega á tímum þegar neytendur eru jafnvel enn tortryggnari en áður vegna þess að þeir hafa minna á milli handanna. Vandamálið er að þetta form er mjög ófagmannlegt og ekki líklegt til langvarandi árangurs, sérstaklega fyrir lítil fyrirtæki sem hafa ekki fjárhagslegt bolmagn til að auglýsa mikið. Það væri vænlegra til árangurs að skoða frekar þarfir markaðarins og reyna að finna tækifæri hvað það varðar og þjóna þeim neyt­ endum betur. Þannig er hægt að spara í markaðssamskiptum vegna þess að fyrirtækið getur haldið viðskiptunum gangandi við hvern neytanda.“ MARKAÐSHERFERÐIN Dr. Valdimar Sigurðsson, dósent við við­ skiptadeild Háskólans í Reykjavík og gesta­ prófessor við Cardiff Business School: Ekki markaðssetja í blindni Lækkun framundan Aðgreining á markaðnum

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.