Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2011, Síða 15

Frjáls verslun - 01.04.2011, Síða 15
FRJÁLS VERSLUN 4.tbl.2011 15 Það er kostur við snjallsíma að þeir eru til meira brúks en bara að tala í þá. Það er sagt að byltingin í Norður­Afríku og Arabíu hefði ekki gengið svona vel ef snjallsímar og önnur tækni í fjarskiptum væri ekki fyrir hendi. Það er hægt að koma myndum og myndböndum af fréttnæmum atburðum, sem blaðamenn og ljósmyndarar verða ekki vitni að, beint til Al Jazeera, CNN og BBC úr farsímum – nánast á því augnabliki sem fréttin á sér stað. Þessar farsímafréttamyndir og ­myndbönd horfum við á í sófanum heima – í örygginu. Þeir snjallsímar sem bera af í myndgæðum eru Samsung Galaxy II frá Suður­Kóreu, með 8MP myndavél og linsu frá þeim sjálfum; iPhone 4 frá Apple, með 5MP skynjara frá hinu banda ­ ríska OmniVision og linsu frá taívanska framleiðandanum Largan Percision, og Nokia N8 frá Finnlandi, sem er með öflugustu 12 MP myndavélina sem völ er á í farsímum. Skynjarinn er frá Sony og lins­ an frá hinum þýska Carl Zeiss, sem þekktastur er fyrir hágæðalinsur sínar fyrir Hasselblad­myndavélar. Samsung­ og Nokia­símarnir taka síðan upp myndbönd í HD, alveg ótrúlega skýr. Allir símarnir setja gps­hnit á myndirnar, þannig að maður veit alltaf hvar myndin eða myndbandið er tekið – og hvenær. Það er stundum sagt að ein mynd segi meira en þúsund orð. Nú getur maður bara hætt að tala og tekið myndir í staðinn. Það sparar skref í símkerfinu. Páll Stefánsson, ljósmyndari: Talandi um myndavélar Græjur þau hafa orðið Hinn fullkomni forstjóri hefur alltaf síðasta orðið. Hann veit best. Hann ræður og tekur aðeins tillit til annarra ef það hentar honum. Þetta gildir sama hvort stjórinn er karl eða kona. Merkilega oft er það svo að æðsti stjórnandi í fyrirtæki eða stofnun er einráður og talinn tillitslaus af undirmönnum sínum. Slíkir stjórar biðja ef til vill um tillögur frá undirmönnunum en þegar á reynir hlusta þeir aðeins á sín eigin ráð. Þeir geta líka fundið upp á að eigna sér allan heiður af góðum hugmyndum hinna lægra settu. Þetta er hvimleitt. Ein skýring á þessu kann að vera að þeir sem komnir eru á toppinn hafa gjarnan troðið á einhverjum á leiðinni upp. Þetta er sú manngerð sem nær lengst. Önnur skýringin er að það er einmanalegt á toppnum og stjóranum finnst hann ekki eiga jafningja að deila áformum sínum og hugmyndum með. Stjórinn verður einráður í einsemd sinni. Þriðja skýringin er að stjórinn óttist í raun undirmenn sína; óttist að þeir séu snjallari en hann og velti honum brátt úr sessi. Hann reyni því að troða á þeim sem ógna honum. En það eru ýmis ráð til að takast á við hinn fullkomna forstjóra. 1. Líttu á þinn eigin feril í stærra samhengi. Líki þér ekki við hinn ráðríka og fullkomna forstjóra er ekkert að því að hugsa sér til hreyfings. Það er engin skylda að vinna fyrir manninn. Hve lengi ætlar þú að vera í fyrirtækinu og hvaða möguleika áttu á starfi ann ars staðar? Gleymdu því ekki að líta í kringum þig um leið og þú heyrð hina daglegu baráttu við stjórann fullkomna. 2. Ekki koma hinum fullkoma á óvart. Hinn fullkomni forstjóri er lítið gefinn fyrir mikil og óvænt tíðindi. Hann vill vera sá sem ræður för. Upplýstu því yfirmann þinn stöðugt um stöðu mála hjá þér og hvernig miðar í vinnunni. Það versta sem hinn fullkomni veit er að missa andlitið. Hann verður því helst að vita það sama og þú veist. 3. Ekki vera já­maður. Svo kann að virðast sem stjórinn hlusti bara á þá sem samsinna honum í öllu; að hann kunni best við sig í hópi já­manna. Sjaldnast er þetta á rökum reist. Hinn fullkomni hefur ekkert á móti andstöðu. Komdu því óhikað með mótrök en þau verða að vera skýr. Því er rétt að beita alltaf fyrir sig staðreyndum og tölum. Hinn fullkomni hlustar frekar á tölur en almenn rök. 4. Léttu byrðum af stjóranum. Oft er sagt að æðsti stjórnandi eigi að ráða við öll verk sem undir menn hans hafa á sinni könnu. Þetta er þó ekki rétt og á ekki frekar við um hinn fullkomna for stjóra en aðra. Oftar en ekki vefjast hin mannlegu vandamál á vinnustað fyrir hinum fullkomna. Hann er tuddi þegar kemur að mannlegum samskiptum. Taktu að þér að greiða úr slíkum málum áður en þau ná inn á borð forstjórans. Hann verður því feginn að þurfa ekki að fást við viðkvæm mál sjálfur. Stjórnunarmoli TexTi: Gísli krisTJánsson Fullkomni forstjórinn ÍS L E N S K A S IA .I S 5 52 84 9 06 /1 1 HUGURINN BER ÞIG AÐEINS HÁLFA LEIÐ TVÍBURINN ÞÚ ERT AÐ FARA TIL ÚTLANDA OG ÞAÐ ERU 150 STUNDIR AF AFÞREYINGU UM BORÐ Í FLUGVÉL ICELANDAIR. NJÓTTU ÞESS. Mynd tekin á Nokia N8 snjallsíma af öskufallinu í gosinu í Grímsvötnum í maí 2011.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.