Frjáls verslun - 01.04.2011, Qupperneq 22
22 FRJÁLS VERSLUN 4.tbl.2011
Mímir-símenntun
vinnur með atvinnulífinu
Námsleiðir
Námsleiðir eru kenndar eftir námsskrám staðfestum
af menntamálaráðuneytinu sem metnar eru til eininga
á framhaldsskólastigi. Lengd þeirra er frá 60 upp í 600
kennslustundir. Dæmi um námsleiðir er nám fyrir starfs-
fólk sem vinnur við öryggisgæslu, aðhlynningu, jarðlagn-
ir, verslun og flutninga.
Nánari upplýsingar
í síma 580 1808
og á www.mimir.is
Ráðgjöf, þarfagreining, aðstoð við styrkumsóknir, skipulagning
og framkvæmd náms í samvinnu við fyrirtæki og stofnanir.
Íslenskunám fyrir erlenda starfsmenn
Íslenska er kennd á fimm stigum auk þess sem boðið er
upp á starfstengt íslenskunám þar sem lögð er áhersla
á starfstengdan orðaforða.
Náms- og starfsráðgjöf
á vinnustað
Vinnustaðir geta óskað eftir að náms-
og starfsráðgjafar komi og kynni þjón-
ustuna meðal starfsmanna.
Í framhaldi af kynningu er boðið upp á
einstaklingsviðtöl. Þjónustan er vinnu-
stöðum að kostnaðarlausu.
Tungumál, menning, listir
og tómstundir
Boðið er upp á kennslu í 17 tungumál-
um sem kennd eru í litlum hóp um eða
einkatímum. Einnig er boðið upp á nám-
skeið sem tengjast menningu, listum og
tómstundum. Hægt er að panta nám-
skeið fyrir vinnustaði í síma 580 1808.
Sérhæfing í námi fyrir starfsmenn með stutta formlega skólagöngu.
Áhersla lögð á að námið sé hagnýtt og taki mið af þörfum atvinnulífs og nemenda.
Nánari upplýsingar hjá Mími símenntun, Ofanleiti 2, 103 Reykjavík, sími 580 1808 eða á www.mimir.is
Hagtölur
Microsoft
ftsE London
oLía
doLLar gagnvart Evru
dow JonEs
appLE
Microsoft niður brekkuna
Það eru sveiflur hjá Bill Gates. Gengi hlutabréfa í Microsoft var 23 stig í júlí í fyrra. Fór í 29 í
janúar en er núna 24,0 stig. Sem sé niður brekkuna frá áramótum.
Apple stöðugt á fjallstoppnum
Verð hlutabréfa í Apple hefur haldist nokkurn veginn stöðugt á toppnum. Það var í 240 stigum í
september í fyrra, fór í 363 stig í febrúar og er núna um 349 stig.
Ár olíufurstanna
Hráolían hefur hækkað mikið í verði síðasta árið eða úr 70 dollurum tunnan í 114 dollara. Hæst
fór verðið í byrjun maí eða í 128 dollara tunnan. Olíufurstarnir brosa.
Gull og grænir skógar
Gullið hefur hækkað jafnt og þétt allt síðasta ár og farið úr 1.200 dollurum únsan í 1.550 dollara.
Yfirleitt fara fjárfestar í gullið á óvissutímum. Það er því víðar óvissa en á Íslandi.
Dollarinn látið undan – en styrkst að undanförnu
Dollarinn hefur gefið eftir gagnvart evru síðustu tólf mánuðina. Hann hefur þó aðeins styrkst
undanfarnar vikur. Þú þarft að borga 1 dollar fyrir 0,68 evrur.
Dow Jones hlutabréfavísitalan
Dow Jones hlutabréfavísitalan í Bandaríkjunum hefur hækkað síðasta ár úr um 9.700 stigum í
12.100 stig. Hún fór í 12.800 stig í byrjun maí en hefur lækkað síðan.
Tölur sem
tala sínu
máli
318 þúsund
Íslendingar
Við Íslendingar vorum 318
þúsund í byrjun ársins. Ótti
flestra er að okkur mini fækka á
næstu árum þar sem kannanir
sýna að ungt fólk hefur áhuga á
að reyna fyrir sér erlendis. Íslend
ingar hafa alltaf flutt út atvinnu
leysi. Margir hafa yfirgefið landið
eftir hrun og reynt fyrir sér t.d.
á Norðurlöndunum.
Verðtryggð lán
hækkað um 34%
Þrátt fyrir efnahagslegt hrun og
djúpa kreppu frá haustinu 2008
hefur verðlag frá byrjun þess árs;
vísitala neysluverð, hækkað um
34%. Verðtryggð lán hafa hækk
að sem því nemur – og það í
dýpstu kreppu lýðveldisins.
Laun hækkað
um 17%
Launavísitalan hefur hækkað um
17% frá byrjun ársins 2008. Laun
hafa því mjakast upp þrátt fyrir að
fjöldi einkafyrirtækja hafi lækkað
laun um 10 til 15% fljót
lega eftir hrunið.