Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2011, Qupperneq 38

Frjáls verslun - 01.04.2011, Qupperneq 38
38 FRJÁLS VERSLUN 4.tbl.2011 leiðtoGafræði Nokkur af megin verk­efn um leiðtoga eru að taka ákvarðanir, móta sýn og móta og leiða stefnu. Það er mikil vægt að þeir nýti sér skapandi nálgun í starfi og gæti þess að hvetja til og rækta skapandi hugsun og nálgun með einhvern tilgang á meðal starfsmanna. Mörg fyrirtæki gefa sig út fyrir að vera skapandi, og viðhafa þar með það sem við getum kallað skapandi forystu. Slík fyrirtæki hafa innan sinnan raða skapandi leiðtoga, jafnvel fleiri en einn, sem og skap­ andi starfsfólk. Skapandi nálgun á að skila sér í betri lausnum á vandamálum sem og betri ákvörðunum en að finna nýjar og betri leiðir til að ná markmiðum er oft lykilatriði til að ná sem mestum árangri. Til að þetta takmark náist þarf skapandi nálgunin að skila árangri en slík „sköpun“ á sér stað þegar um er að ræða sköpun sem hefur ákveðinn tilgang. Þetta þýðir að þegar leiðtogi beitir sköp­ unar hæfni er hann eða hún ekki eingöngu skapandi til að vera skapandi heldur hefur sköpunin einhvern tilgang. Dæmi um þetta væri leiðtogi sem innleiðir nýja hugsun í meðhöndlun viðskiptavina og það þjón­ ar því markmiði að gera viðskiptavini ánægðari. Ef sami leiðtogi innleiðir síðar nýstárlega meðhöndlun á viðskiptavinum sem eng­ inn hugsun liggur á bak við önnur en sú að vera frumleg og afleiðingarnar eru alveg á huldu eða hvað þetta á að gera fyrir við­ skiptavini, þá væri það dæmi um sköp un án tilgangs. Mikilvægt er að hafa í huga að skapandi leiðtogamennska eða skapandi forysta getur verið samvinna fjölda leiðtoga á vinnustað og/eða samvinna leiðtoga og starfsfólks. Sköpun með tilgang í huga Það er sumsé ekki nóg að vera einungis „skapandi“. Í þessu samhengi er m.a. gagn­ legt að horfa til þriggja þátta líkansins (e. The three components of creativity) sem segir okkur að til að auka líkur á árang­ urs ríkri sköpun þurfi þrír þættir að vera fyrir hendi: 1. Skapandi hugsun. Hér er um að ræða persónuleika sem er skapandi og getur m.a. séð hluti í nýju ljósi. Þetta er sá þáttur sem margir halda að sé nægjanlegur til að tryggja sköpun. 2. Sérfræðiþekking. Hér er um það að ræða að líkur á gagnlegri sköpun aukast þegar viðkomandi hefur ákveðna þekkingu, getu, færni o.fl. á við­ eig andi sviði. 3. Innri hvati. Hér er um það að ræða að viðkomandi hefur gríðarlega löngun til að vinna að einhverju sem hon­ um/henni finnst áhugavert, spennandi o.fl. Samkvæmt þessu líkani er því t.d. ekki nóg að hafa einstakling eða einstaklinga sem búa eingöngu yfir „skapandi hugs­ un“. Þeir verða líka að búa yfir sérfræði­ þekkingu og hafa brennandi áhuga á við fangsefninu. Dæmi um einstakling sem býr yfir öllum þremur þáttum er hinn dæmigerði vísindamaður sem býr yfir skapandi hugsun, hefur gríðarlega þekkingu á sínum fræðum og brennur fyrir að ná hámarksárangri. „Doc“ eða dr. Emmett Brown úr „Back to the Future“­myndunum, leikinn af Christo pher Lloyd, er gott dæmi um slíkan vísindamann. Ef við myndum yfir­ færa þetta líkan yfir á hóp eða teymi þá myndum við segja að til að iðka skapandi nálgun þurfi samsetning teymisins að vera með þeim hætti að í því séu einstaklingar sem tryggja að allir fyrrnefndir þrír þættir séu til staðar. Í tengslum við leiðtogafræði getum við sagt að nokkur af meginverkefnum leið­ toga séu að: Taka ákvarðanir, móta sýn og móta og leiða stefnu. Auðvitað eru verk­ efnin fleiri en skoðum þessi verkefni út frá sköpun með tilgang í huga. Taka ákvarðanir Það að taka ákvarðanir snýst um að finna lausnir við vandamálum og til að finna bestu lausnirnar er gagnlegt að beita skap andi nálgun. Ein aðalástæðan er sú að það hjálpar til við að skilja og greina vandamálið sem og koma auga á ýmsar mögulegar nýjar leiðir til að leysa það. Sköpun með tilgang í huga við ákvarð ana­ töku kann því að leiða til þess að betri og gagnlegri ákvarðanir verði teknar. Samkvæmt Robert Greenleaf, höfundi þjónandi forystu, greina leiðtogar fortíð og nútíð og nota svo innsæi sitt til að brúa bilið á milli nútíðar og framtíðar. TexTi: siGurður raGnarsson Myndir: Geir ólafsson Hvað eru skapandi leiðtogar að pæla? Höfundur greinar, Sigurður Ragnarsson, er sjálfstætt starfandi háskóla kennari og stundar doktorsnám í leiðtogafræðum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.