Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2011, Page 42

Frjáls verslun - 01.04.2011, Page 42
42 FRJÁLS VERSLUN 4.tbl.2011 bækur T ilvitnunin hér að of an er ein af fyrstu setn­ ingunum í bókinni Five Dysfunctions of a Team eftir Patrick Lencioni.­Þótt­bókin­hafi­komið­ út fyrir meira en áratug er hún enn­ein­sú­allra­besta­í­flokki­ bóka um teymi og hvernig auka má árangur þeirra. Bókin er fyrir löngu komin í hóp klassískra stjórn unar­ og leiðtogabók­ mennta og ætti að vera í bóka­ hillu allra stjórnenda. Styrkur dæmisögunnar Frá­örófi­alda­hafa­dæmisögur­ verið notaðar til að uppfræða og kenna. Þær eru vel til þess fallnar að fá lesandann til að samsama sig efninu, tengja það við sinn veruleika og sjá leiðir­til­að­yfirfæra­þekkinguna­ yfir­á­sinn­raunveruleika.­Um­ leið og við lesum eitthvað sem við tengjum við eykst áhuginn, varðveisla þekkingarinnar verður meiri og þar af leiðandi áhrif bók arinnar. Þetta er ein­ mitt styrkur bókarinnar Five Dysfuncti ons of a Team þar sem höfundur segir sögu stjórnanda sem­tekur­við­forstjórastarfi­í­ fyrirtæki sem stendur keppi naut­ unum að baki. Nýi stjórn andinn fær það hlut verk að snúa við skút unni. Sagt er frá hvernig tekist er á við þetta krefjandi verk efni, á sumpart óhefð bund­ inn hátt, og sagan rekur hvernig hug myndafræðin virkar í fram­ kvæmd. Hugmyndafræðin Stysti hluti bókarinnar fjallar um hugmyndafræðina á fræðilegan hátt. Eftir lestur sögunnar er lesandinn vel meðvitaður um hvernig ná má fram auknum árangri hóps með því að vinna með­fimm­þætti­sem­stuðla­að­ árangursleysi hópa. Fræðilega umfjöllunin rammar inn dæm i­ sög una og lesandinn getur vísað í þau raunverulegu dæmi sem fram hafa komið í huganum um leið og hann les fræðilega kaflann.­Höfundur­lætur­þó­ekki­ staðar numið þar heldur dregur einnig­saman­þær­æfingar­og­ verkefni sem nýi forstjórinn lætur fólkið sitt fara í gegnum í sögunni til að auka árangur hópsins. Lesendur bókarinnar fá því fjölmörg góð verkfæri í hend­ urnar til að auka árangur sinna hópa. Hægt er að nýta þau öll, eða einungis hluta þeirra, allt eftir­því­hver­þörfin­er­í­hverjum­ hópi fyrir sig. Í bókinni er einnig matsblað til að meta stöðu hóp­ sins/teymisins sem eykur enn á notagildi hennar. Hlutverk leiðtogans Í síðasta hluta bókarinnar, þar sem hugmyndafræðin er dregin saman, er einnig á mjög skýran og hnitmiðaðan hátt fjallað um hlutverk leiðtogans þegar unnið er­með­hvern­þeirra­fimm­þátta­ sem stuðla að árangursleysi hópa. Hvað á leiðtoginn t.d. að gera þegar ekki ríkir traust innan hópsins? Hvert er hans hlutverk þegar óttinn við ágreining heldur aftur af árangri hópsins o.s.frv. Þessir­stuttu­kaflar­auka­enn­ frekar á styrk bókarinnar og gera það að verkum að lesandinn fær enn­fleiri­verkfæri­í­verkfæra­ kistuna við lestur hennar. Segja má að lestri loknum að lesand­ inn­hafi­í­höndunum­troðfulla­ kistu af verkfærum sem duga til að auka árangur þeirra teyma sem hann stýrir/leiðir. Hægara sagt en gert Það er eitt að fá í hendurnar verkfærakistu fulla af verkfærum en annað að nota þau. Það er mesta áskorunin og því er gott að hafa lesið dæmisögu um stjórnanda sem sigraðist á þeim vanda áður en farið er að raða verkfærunum í kistuna. Líkurnar á að þau falli í gleymsku eru því minni en ella. Engu að síður er það ávallt í höndum okkar sjálfra að nýta þá þekkingu sem við öflum­okkur­til­aukins­árangurs.­ Það er ljóst að ef stjórnendur nýta þær hugmyndir sem fram koma í þessari frábæru bók eiga þeir auðveldara með að leiða sín teymi áfram til aukins árangurs. Hvers vegna ná sumir hópar ekki árangri? „Ef hægt væri að fá alla starfsmenn fyrirtækis til að róa í sömu átt mætti ná yfirburðum á hvaða sviði sem er, á hvaða markaði sem er, gegn hvaða samkeppni sem er, hvenær sem er.“ – Óþekktur stjórnandi. Unnur Valborg Hilmarsdóttir skrifar um ive dysfunctions of a team eftir Patrick lencioni. Í bókinni er á mjög hnitmiðaðan hátt fjallað um hlutverk leiðtogans þegar unnið er með hvern þeirra fimm þátta sem stuðla að árang­ ursleysi hópa. Eða með öðrum og jákvæðari orðum: Liðsmenn sterkra hópa treysta hver öðrum, þeir taka óhikað þátt í ágreiningi um hugmyndir, sem stuðlar að skuldbindingu gagnvart ákvörðunum og aðgerðaáætlunum. Þeir gera hver annan ábyrgan gagnvart því að standa við áætlanir og setja markið á að ná fram sameiginlegri niðurstöðu frekar en að einblína á eigin árangur. fImm þættIR Sem Stuðla að áRanGuRSleySI Hópa Einblínt á ranga niðurstöðu. Komist hjá ábyrgðarskyldu. Skortur á skuldbindingu gagnvart verkefnum. Ótti við ágreining. Skortur á trausti milli meðlima hópsins. EinKEnni hÓpA Á hVErju Stigi fyrir Sig Hópar sem óttast ágreining: halda leiðinlega fundi. Skapa umhverfi þar sem baktjaldamakk og persónulegar árásir líðast. Sneiða hjá umdeildum málum sem gætu haft úrslitaáhrif á árangur hópsins. ná ekki fram skoðunum og sjónarhornum allra liðsmanna. Sóa tíma og orku í að setja sig í „réttar“ stellingar til að komast hjá því að taka áhættu. Hópar sem takast á við ágreining: halda skemmtilega og líflega fundi. Draga fram og fullnýta hugmyndir allra liðsmanna. Leysa raunveruleg vandamál fljótt og örugglega. forðast baktjaldamakk og „pólitík“. Leggja úrslitaþætti á borðið til umræðu. ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 5 5 2 8 4 0 6 /2 0 1 1 Fyrirtæki sem eru með samning við Icelandair njóta þess í hagkvæmari rekstri, betri tímanýtingu og ánægðara starfsfólki. Hlunnindi sem fyrirtækjasamningur veitir: I Sérstakur ferðaráðgjafi hefur umsjón með hverju fyrirtæki. I Neyðarnúmer sem er opið allan sólarhringinn – alla daga ársins. I Afsláttur sem býðst af fargjöldum til áfangastaða Icelandair. I Nákvæmt viðskiptayfirlit á vefnum. + Allar nánari upplýsingar á www.icelandair.is/fyrirtaeki eða sendið fyrirspurnir á fyrirtaeki@icelandair.is ER ÞITT FYRIRTÆKI MEÐ SAMNING? ECONOMY COMFORT Meiri þægindi, góð vinnuaðstaða, rafmagnsinnstunga fyrir tölvu.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.