Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2011, Qupperneq 46

Frjáls verslun - 01.04.2011, Qupperneq 46
46 FRJÁLS VERSLUN 4.tbl.2011 ominique Strauss­Kahn stend ur eftir nakinn í tvenn ­ um skilningi. Áð ur hafði fólk mynd af valda mikl um en mann legum náunga. Núna stendur hann nakinn í sturtu dyrunum, berrassaður frammi fyrir dauðskelkaðri hótel þernu og ræður ekki við sig. Þarna stendur líka nakin ímynd gamaldags karlrembu. Valdamiklir menn hafa alltaf hlaupið á eftir hótelþernum með buxurnar á hælunum. Áður þótti það jafnvel lofsvert að ráða illa við kynhvötina – en ekki lengur. Núna kostar það bæði æru og völd. Að vísu er það ósannað mál að Strauss­ Kahn hafi ætlað að neyða þernuna til sam­ ræðis við sig. Hugsanlega var hún ráðin til að tæla hann. Það segir hann í það minnsta. Þar stendur orð á móti orði þótt þernan hafi sterkari vitni með sér en Strauss­Kahn. Lögreglan mun og hafa fundið lífsýni sem styðja mál þernunnar. samúð í raunum Samt er reglan að sérhver er talinn saklaus þar til annað sannast. Meðferð bandarískra yfirvalda á Strauss­Kahn er meira í ætt við aftöku án dóms og laga en réttláta rann­ sókn. Maðurinn er búinn að vera, hvað svo sem sannast að lokum. Fyrir vikið nýtur Strauss­Kahn nokkurrar samúðar alveg óháð því sem hugsanlega gerð ist á hótelinu. Er þetta ekki fulllangt gengið hjá Kananum? spyrja í það minnsta Evrópubúar. Og meirihluti Frakka ku trúa sögunni eins og Strauss­Kahn segir hana. Það var víst landi Strauss­Kahn, Napó­ le on Bonaparte, sem sagði eftir sneypuför í átt að Moskvu að skammur vegur væri milli hins háleita og háðuglega. Þetta hef ur sannast á Strauss­Kahn. Hann var orðinn að eins konar frelsara fátækra þjóða; maðurinn sem léði hinum illa þokkaða gjaldeyrissjóði mannlegt andlit. góður náungi Það var hætt að tala um AGS sem hand­ rukkara ríkra þjóða. Það geta sjóð urinn og ríkar þjóðir þakkað Strauss­Kahn. En núna er þessi mannlega mynd orðin að háðung og ljóst að héðan í frá stendur barátta hans um að hreinsa mannorð sitt en ekki brjótast til meiri valda. Hann var meira en líklegt forsetaefni í Frakklandi á næsta ári. Skoðanakannanir sýndu að hann hafði forskot á Nicolas Sarkozy forseta hvort sem það hefði enst fram á kjördag eða ekki. Strauss­Kahn naut þess að geta baðað sig í ljósi alþjóðlegra frétta. Hann var orð­ inn alþjóðlegur leiðtogi og þótti við hæfi að skreyta ferilskrána með forsetatitli. Draumurinn var að koma heim til Frakk­ lands og taka við stjórn og fara svo á eftirlaun. En þessi draumur rætist ekki. af góðu fólki kominn Strauss­Kahn er 62 ára, fæddist í París 25. apríl árið 1949. Hann er af efna­ og mennta­ fólki kominn; faðirinn lögmaður og móð irin blaðamaður. Í báðum ættum eru gyðingar frá Alsace og fjölskyldan á einnig ættir að rekja til fyrrverandi nýlendna Frakka í Afríku. Æskuárum sínum eyddi hann í Agadír í Marokkó. Fjölskyldan flutti þangað þegar piltur var tveggja ára árið 1951. Dominique litli var orðinn ellefu ára þegar fjölskyldan flutti til Mónakó árið 1960 í kjölfar jarðskjálftanna miklu í Marokkó. Hvað menntun varðar fetaði hann í fótspor Gilberts föður síns. Hann lagði stund á lög og einnig hagfræði og er með próf í báðum greinum – varð doktor í hag fræði árið 1977 í París. Ferill hans er alls ekki beinn og breiður. Strauss­Kahn hefur átt í ýmsu basli við að koma sér áfram. Upphaflega var hann háskólakennari en einnig embættismaður og sérfræðingur í þjónustu stjórnarstofnana í París. Hann var einnig um tíma lobbíisti fyrir franska auðmenn í Brussel en samt alltaf tengdur frönskum róttæklingum. Hann var í hópi kommúnista á námsár un­ um um og fyrir 1970 en er nú flokkaður með hægrikrötum í flokki franskra sósí al­ de mókrata. á refilstigum stjórnmálanna Hann varð ráðuneytisstjóri í fjármálaráðu­ neytinu árið 1982. Þaðan fór hann á þing árið 1986 og varð ráðherra iðnaðar og utanríkisviðskipta árin 1991­1993. Þá féll hann af þingi og datt um tíma út úr lands­ pólitík en varð þess í stað bæjarstjóri í ein­ um nágrannabæja Parísar auk þess að reka eigið ráðgjafarfyrirtæki. Ráðgjafarfyrirtækið hét einfaldlega DSK – það eru upphafsstafirnir í nafni hans og meðal Frakka er hann þekktur sem DSK. Á þessum útlegðarárum frá landspólitíkinni kynntist hann sjónvarps­ frétta konunni Anne Sinclair. Þau gengu í hjónaband árið 1995. Anne er þriðja eiginkona hans og henni er ekki öng vits­ gjarnt. Anne styður mann sinn og hefur stutt þrátt fyrir að karl hafi orðið vís að framhjáhaldi og árum saman verið orð­ lagð ur kvennabósi. Hún var fræg sem þáttastjórnandi en hætti árið 1997 þegar Strauss­Kahn – eða DSK – var skipaður ráðherra yfir fjármálum, efnahagsmálum og iðnaði í ríkisstjórn Lionel Jospin. Þar með varð hann einn valdamesti maður landsins og lykilmaður í ríkisstjórn Frakklands. Fjandvinur Evu joly En þetta varð ekki langur valdaferill. Eva Fallið er HÁtt Einn valdamesti maður heims, vinur skuldugra þjóða og von í heimskreppu, kássast upp á hótelþernu og veröldin hrynur. Kynhvöt Dominique Strauss­Kahn hefur meira að segja skyggt á Osama bin Laden dauðan í fréttum síðustu vikna. st ra us s-k ah n TexTi: Gísli krisTJánsson Dominique Strauss-Kahn, fráfarandi forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.