Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2011, Page 54

Frjáls verslun - 01.04.2011, Page 54
54 FRJÁLS VERSLUN 4.tbl.2011 Ráðherra verður heimilt að skipta leyfi leg­ um heildarafla á tvo megin flokka. Flokkur 1 er sá hluti leyfilegs heildar afla sem úthlutað verður samkvæmt nýtingarsamningum við sjávarútvegsfyrirtæki. Þessi flokkur samsvarar því útgerð í núverandi afla ­ marks kerfi. Flokkur 2 er nýnæmi. Í hann fer sá hluti leyfilegs heildarafla sem ætlaður er í sérþarfir og ráðherra getur ráðstafað úr. Í þeim flokki eru fimm undirpottar; (i) afli til strandveiða, (ii) afli til byggðastuðnings, (iii) afli til línuívilnunar, (iv) afli til bóta fyrir aflaskerðingar og (v) afli til útleigu til sjávarútvegsfyrirtækja. Í flokk 2 eiga að fara 15% leyfilegs heild ­ ar afla allra tegunda nema verðmæt ustu botnfisktegundanna, þ.e. þorsks, ýsu, ufsa og steinbíts. Afla af þeim tegundum á að færa í pottinn eftir því hvað leyfilegur heildarafli þeirra er mikill. Reglurnar um þetta eru nokkuð flóknar og ógegnsæjar. Í stórum dráttum eru þær þó þannig að fari leyfilegur heildarafli þessara tegunda yfir u.þ.b. ¾ af meðaltali undanfarandi tuttugu ára að jafnaði flytjast 45% af aukningunni í flokk 2 og 50% ef leyfilegur afli fer umfram meðaltal undanfarandi tuttugu ára. Samkvæmt þessu eru allar líkur á því að í pott 2 fari umtalsverðar aflaheimildir og hlutdeild núverandi útgerða í leyfilegum heildarafla minnki að sama skapi. Hvergi er þetta skýrara en í þorski. Þar hefur afli verið langt undir langtíma­ meðal tali í allmörg ár. Ástæðan er sú að kvótahafar hafa tekið á sig miklar kvóta ­ skerðingar í því skyni að byggja upp þorsk­ stofninn. Þessi viðleitni virðist nú loksins vera að skila árangri. Góðar horfur eru á að þorskafli geti farið hratt vaxandi á næstu árum. Samkvæmt ákvæðum frumvarpsins munu núverandi kvótahafar hins vegar ekki fá að uppskera eins og þeir hafa sáð. Verði frumvarpið að lögum munu 45­ 50% af aflaukningunni renna til annarra í gegnum pottana. Gangi það eftir, sem allir vona, að árlegur þorskafli geti náð fyrri hæðum og verði um 330 þús. tonn að jafnaði í framtíðinni mun þessi sérstaki skattur í potta ráðherra nema liðlega 80 þús. tonnum af þorski og rétt tæplega 50% af aukningu þorskafla. Þessu er nánar lýst í hólfi 2. Rétt er að minna á að þessi skerðing bætist við þau u.þ.b. 25 þús. tonn af þorski sem nú þegar og samkvæmt ákvæðum litla frumvarpsins á að ráðstafa í potta óháð leyfðum heildarafla. Sjávarútvegurinn er sem kunnugt er tals vert skuldsettur. Áframhaldandi góð arð semi og aflahlutdeildir standa að veði fyrir miklum hluta þessara skulda. Áhrifin á lands- fram leiðslu og hag- vöxt eru neikvæð og munu skerða lífs kjör lands manna. Jafn- framt mun það að öðru jöfnu minnka al mennar skatttekjur. Margt bendir til að sú minnkun verði langt umfram þær skatttekjur af sjávar- útvegi sem frum varp - inu er ætlað að ná. Ætti það að vera um - hugsunarvert fyrir ríkis valdið.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.