Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2011, Qupperneq 57

Frjáls verslun - 01.04.2011, Qupperneq 57
FRJÁLS VERSLUN 4.tbl.2011 57 Frjálst framsal drifkrafturinn í kvótkerfinu kvótakerfið – bitbein þjóðarinnar Sjávarklasinn á Íslandi velti yfir 300 millj örðum króna á síðasta ári. Þar af námu verðmæti útflutn­ingsframleiðslu sjávarafurða um 220 milljörð um króna og jókst um 10% á milli ára í verðmætum en dróst saman að magni um 5,5%. Mörg fyrirtæki eiga viðskipti við sjávarút­ veginn. Iðnaður á borð við málmsmíði á hvað mest undir viðskiptum við sjávarút­ veginn, eða um 51%. Umboðsverslun á 27% sinnar veltu undir sjávarútvegi, orku fyrir­ tæki um 15% og samgöngu­ og flutn inga­ starfsemi 5­10%. Sjávarklasinn er samstarfsverkefni margra fyrirtækja í haftengdri starfsemi. Mark­ miðið með starfinu er að bæta samstarf, auka verðmæti og efla skilning á mikilvægi þess starfs sem fram fer innan klasans. Verkefnið er vistað hjá Viðskiptafræðistofn­ un Háskóla Íslands. Vonir standa til að verkefnið Sjávarklas inn muni bæta þarna úr og veita meiri yfirsýn yfir umfang haftengdrar starfsemi og gefa vísbendingar um hvar megi efla sam starf, ekki síst milli nýrra og eldri greina, og finna vaxtarbrodda sem hlúa má að. Allur sjávarklasinn og starfsmenn innan hans eru rúmlega tólf þúsund. Óbein eða afleidd störf sem tengjast honum eru hins vegar átján þúsund og því eru samtals þrjátíu þúsund störf sem tengjast beint og óbeint íslenska sjávarklasanum. 3X Technology Eitt þeirra fyrirtækja sem tekið hafa þátt í verkefninu Sjávarklasanum er 3X Technol­ ogy, en það býður upp á úrval af lausnum fyrir matvælaiðnað, bæði stöðluðum og sérhæfðum. Hjá 3X vinnur hópur tækni­ manna, hönnuða og ráðgjafa með mikla reynslu við að innleiða og sérsníða lausnir fyrir matvælavinnslu. „Það kom mér á óvart hversu mörg félög eru starfandi innan íslenska sjávarklasans og kortlagningin er þegar farin að skila sér,“ segir Jóhann Jónasson, framkvæmda­ stjóri 3X Tecnology. „Ég vissi ekki um allan þennan fjölda fyrir tækja í líftækniiðnaði svo dæmi sé tekið. Það verður afar spenn­ andi að fylgjast með þeim á næstu árum. Það er ekki einungis verið að kortleggja hvaða félög starfa á þessari torfu heldur er einnig verið að leggja ákveðinn grunn að því á hvern hátt þau geta unnið saman. Aukin vitund um það sem er að gerast innan greinarinnar, auk þess sem með auk inni samvinnu mun tengslanet þessara fyrirtækja margfaldast, gefur bæði sprota­ félögum og þeim sem eru lengra komin tækifæri til að nálgast nýja viðskiptavini hér heima og erlendis á mun fljótvirkari og árangursríkari hátt en hingað til. Afrakst­ ur þessa verkefnis verður í formi aukins verðmætis íslensks sjávarfangs, bættrar sam keppnishæfni íslensks sjávarútvegs og einnig aukins útflutnings á þeirri þekkingu sem verður til með samstarfinu innan sjávar klasans. Við eigum að marka okkur þá stefnu að tvöfalda útflutningsverðmæti íslenska sjávarklasans á næstu tíu árum.“ Jóhann segir að fyrirtækið 3X hafi verið stofnað árið 1994 á Ísafirði, undir nafninu 3X­Stál, og í upphafi byggðist starfsemin á hönnun og framleiðslu á búnaði úr ryð fríu stáli og þjónustu við sjávarútvegs­ fyrirtækin á Ísafirði og nágrenni. Síðar opnaði 3X söluskrifstofu í Kanada vegna mikilla verkefna og frá árinu 2002 voru meginverkefni fyrirtækisins tengd inn­ leiðingu á heildarlausnum í móttöku og karameðhöndlun fyrir rækju og bolfisk. Árið 2006 hlaut 3X Útflutningsverðlaun for ­ seta Íslands fyrir sölu og markaðssetningu á sérhönnuðum tækjum og tækjalausnum fyrir matvælaiðnaðinn. Árið 2007 var nafni fyrirtækisins breytt í 3X Technology, með aukinni áherslu á erlenda markaði. sjávarklasinn á íslandiKortlagning heillar atvinnugreinar: Texti: Steingerður Steinarsdóttir Ríflega sjö hundruð fyrirtæki starfa í hinum svokallaða sjá var­ klasa á Íslandi og skapar hann beint og óbeint um 30 þús und störf og rekja má tæplega fimmtung landsframleiðsl unnar til umsvifa í sjávarútveginum, eða sem nemur ríflega 300 millj­ örð um króna á ári hverju. Jóhann Jóhannsson, framkvæmdastjóri 3X Tecnology.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.