Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2011, Page 66

Frjáls verslun - 01.04.2011, Page 66
66 FRJÁLS VERSLUN 4.tbl.2011 kvótakerfið – bitbein þjóðarinnar Þegar nýliðunin var betri, s.s. á árunum 1980 til 1985, þá voru 15­20% af stofninum fiskar eldri en tíu ára. Upp úr aldamótun­ um var þetta hlutfall komið niður í 2­4%. Markmiðið með okkar aðgerðaráætlun er því að ná fram auknu hlutfalli af stórum hrygnum í stofninum og takist það eru tölfræðilegar líkur á því að nýliðun batni. Við þurfum nokkra meðalsterka árganga næstu árin til þess að hægt sé að auka þorskkvótann verulega og vonandi gengur það eftir.“ Í máli Jóhanns kemur fram að ein af ástæð unum fyrir ofmati Hafrannsóknastofn­ unarinnar á stærð þorskstofnsins um síð ustu aldamót hafi verið sú að menn hafi ekki tekið með í reikninginn að stórtækar breytingar á möskvastærð þorskaneta og stærri riðill hafi einfaldlega leitt til þess að miklu meira var veitt af stórum fiski en ráðlegt gat talist. Í framhaldinu hafi stórriðnustu möskvarnir verið bannaðir á þorskveiðum. „Auðvitað eigum við að veiða stóran fisk. Það er sjálfsagt og það ligg ur í stöðunni ef stofninn er sterkur, en við megum hins vegar ekki ganga of hart fram í sókninni í stærsta fiskinn. Það er auðvelt að velja fisk eftir stærð með möskvastærð í netum og vonandi leiðir bannið við stórriðnustu netunum ásamt og ekki síst með sóknarsamdrætti til þess að við endurheimtum fyrra hlutfall af stórfiski í þorskstofninum. Það gæti skilað okkur miklum árangri í framtíðinni.“ Samkvæmt samstarfsyfirlýsingu Sam fylkingar og Vinstri grænna var afar mikilvægt að skapa grein­inni bestu rekstrarskilyrði sem völ er á og treysta þannig rekstrargrundvöllinn til langs tíma en jafnframt yrði leitað sátta um stjórn fiskveiða. Það verður að segjast að þessi tvö frumvörp eru ekki í anda þessarar yfirlýsingar, heldur þvert á móti,“ segir Adolf Guðmundsson, formaður LÍÚ og framkvæmdastjóri útgerðarfélagsins Gullbergs ehf. á Seyðisfirði. Adolf segir að frumvörpin veki margar áleitnar spurningar. „Það er ámælisvert að frumvörpin séu lögð fram án þess að búið sé að leggja mat á áhrif þeirra á þjóðarhag og sjávarútveg­ inn. Þá eru lögfræðileg álitaefni fjölmörg, t.d. skerðing atvinnuréttinda, sem varin eru af eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Ekki er um það deilt að útgerðarmenn hafa keypt stóran hluta aflaheimildanna á frjáls­ um markaði og í samræmi við gildandi lög og leikreglur. Þá hafa áhrif frumvarpanna á efnahag fyrirtækjanna ekki verið metin. Hugsanlega er það brot á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar hvernig fyrirhugað er að deila út tekjum af veiðigjaldi,“ segir Adolf en að hans sögn er LÍÚ nú að láta sérfræð­ inga skoða lagaleg áhrif frumvarpanna hvað varðar stöðu útgerðarfyrirtækja. Einn­ ig sé verið að vinna að hagfræðilegri úttekt á boðuðum breytingum og sömuleiðis hafi endurskoðendur verið fengnir til þess að meta áhrifin á efnahag fyrirtækjanna. ekkert tillit tekið til tillagna Sáttanefndarinnar Að sögn Adolfs er í frumvörpunum farið algjörlega á svig við það sem sáttanefndin lagði til varðandi nýtingarrétt útgerðarfél aga á veiðiréttinum. „Það er algjör óvissa um framtíðarskip­ an þessara mála. Nýtingarsamningarnir eiga aðeins að vera til 15 ára með óljósum fyrir heitum um að hægt sé að fá átta ára framlengingu eftir þann tíma. Það er ekkert fast í hendi í þeim efnum og ekkert er kveðið á um það hvaða skilyrði menn þurfa að uppfylla til þess að komast að samningaborðinu að níu árum liðnum til þess að semja um framhaldið. Lögin eru tímabundin og þrátt fyrir að nýtingarréttur fengist til 23 ára veit enginn hvað þá tekur við. Ætlar ríkið þá að taka til sínar allar veiðiheimildirnar? Framsal aflahlutdeildar verður bannað eftir 15 ár en það þýðir að engin hagkvæmni eða þróun verður í greininni. Ef menn ætla að selja fyrirtækin þá á ráðherra að ákveða verðið á aflaheim­ ildunum í stað þess að markaðsverð ráði. Með þessu er verið að taka samningsfrels ið frá mönnum. Á e.t.v. að skilja skip, fast­ eignir og aðrar eignir fyrirtækjanna frá afla heimildunum? Allt þetta mun stuðla að stöðvun fjárfestinga og framþróunar í sjávarútvegi og að mínu mati er þetta eins og að hverfa 30 til 40 ár aftur í tímann. skemmdarverk á íslenskum sjávarútvegi Allt þetta mun stuðla að stöðvun fjárfestinga og framþróunar í sjávarútvegi og að mínu mati er þetta eins og að hverfa 30 til 40 ár aftur í tímann. Verði frumvörpin óbreytt að lögum mun það leiða til lakari lífskjara á Íslandi. Adolf Guðmundsson, formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna: Adolf Guðmundsson, formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.