Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2011, Qupperneq 75

Frjáls verslun - 01.04.2011, Qupperneq 75
FRJÁLS VERSLUN 4.tbl.2011 75 „Ekkert af þessu hafði sannast þegar mest var deilt á Thorsarana á þriðja, fjórða og fimmta áratug aldarinnar. Margt af þessu reyndist hins vegar á rökum reist. Ég fann heimildir fyrir þessu í bókhaldsgögnum frá Kveldúlfi og einkaskjölum Richards Thors,“ segir Guðmundur. Og hann fann meira að segja heimildir fyrir mútum í er­ lendum viðskiptum. „Á sínum tíma deildu Alþýðublaðið, Tíminn og Þjóðviljinn mjög harkalega á Thorsarana en það var aldrei misjafnt orð um þá í Morgunblaðinu. Blaðið sló skjaldborg um fjölskylduna,“ segir Guð­ mundur. „Þessari gagnrýni var alltaf vísað út í hafsauga enda voru blöð þessa tíma flokkspólitísk og allt efni þeirra metið út frá því.“ stjórnmál og viðskipti Meginefni bókarinnar fjallaði um valdakerfi Thorsara þar sem Ólafur Thors var andlit ættarinnar og aðalpersóna í þjóðlífinu. Thorsarar náðu miklum völdum í atvinnu­ lífi og stjórnmálum. Þeir höfðu sterk tök á ríkisvaldinu, mörgum hagsmunasamtök um, utanríkisþjónustu og utanríkisviðskipt um og bankarekstri. Samkrull milli viðskipta og stjórnmála er núna talið ein orsök hruns bankakerf­ isins haustið 2008. Það var ekki sérstakt umræðu efni í efnahagsbólunni þremur árum áður þegar bókin um Thorsarana kom út. Þeir áttu þó mikinn þátt í að móta þessi tengsl ríkisvalds og viðskipta. Og voru afsprengi þessa einkennis á íslensku þjóðlífi. „Ég held að viðhorf Íslendinga til sögu sinnar hafi breyst á þessum fáu árum. Hugs anlega væru áherslur í bók um Thors­ arana aðrar í dag en þær voru árið 2005,“ segir Guðmundur. Og hann er að leggja drög að bók sem er tilraun til endurskoðun­ ar á sögu landsins í ljósi atburðanna haustið 2008. mikilhæft fólk Guðmundur segir að í dag sé staða Ólafs Thors sterk í sögunni. Aðrir Thorsarar, sem voru áberandi á fyrri hluta síðustu aldar, hafa fallið í skuggann. Þó má fullyrða að bræður Ólafs, þeir Richard, Thor, Kjartan og Haukur, hafi ekki síður verið miklir valda­ menn á Íslandi á sínum tíma; sérstaklega elsti bróðirinn Richard, og einnig mágar þeirra og svo afkomendur. „Þetta var mjög mikilhæft fólk en að sjálf­ sögðu ekki gallalaust frekar en aðrir,“ segir Guðmundur. „Ættfaðirinn, Thor Jensen, kom bláfátækur til Íslands og hófst til metorða af eigin verðleikum. Synirnir byggðu veldi sitt á þeim grunni. Ég reyndi í bókinni að draga fram þessa kosti án þess að breiða yfir gallana.“ Guðmundur segir að Thorsarar hafi til dæmis smátt og smátt tekið að líta á sig sem eins konar aðalsfólk. Margir í fjölskyld unni hafi haft mjög ríka sjálfsvitund. „Thor Thors sendiherra taldi til dæmis sjálf­ sagt að hann yrði forseti,“ segir Guðmundur. örlögin bundin kveldúlfi Ólafur, Haukur og Richard voru lengst af aðalmenn við reksturinn á fyrirtæki fjölskyld unnar – Kveldúlfi hf. „Ólafur var þar í upphafi en hætti þegar hann varð þingmaður. Kveldúlf ur naut þess meðan Ólafur var í hópi fram­ kvæmda stjóranna,“ segir Guðmundur. Ric hard á að hafa sagt að ef maður kom að hitta þá á skrifstofuna hafi hann látið Ólaf tala við hann „… því þá fór manninum strax að þykja vænt um Ólaf – og Ólafi um hann“. Kunnastur varð þó Ólafur sem forsætis­ ráðherra í fimm ríkisstjórnum og helsti stjórnmálaleiðtogi landsins í meira en þrjá áratugi. Guðmundur segir að veldi Thorsara hafi hnignað þegar erfiðleikar tóku að steðja að fjölskyldufyrirtækinu, Kveldúlfi. Það var á tímabili stærsti vinnuveitandi landsins, langstærstsa útgerðarfélagið, en varð mjög skuldsett og stöðugt dró mátt úr félaginu eftir 1950 þótt það lifði fram á viðreisnarár. „Það fjaraði undan ættinni um leið og Kveldúlfi hnignaði,“ segir Guðmundur. „Kveldúlfur var hinn efnahagslegi grund­ völlur ættarinnar og þangað sótti hún peningana alveg þangað til reksturinn fór endanlega í þrot og Landsbankinn yfirtók fyrirtækið.“ Ólafur gat líka verið barnslega ein­ lægur í ákafa sínum. Hann sagði Mörtu dóttur sinni í bréfi svo frá frægum baráttufundi í Barna skóla­ portinu vorið 1936: „Þeir héldu að þeir hefðu mig í snöru! Ég hengdi þá. Ég hef engan slíkan sigur unnið. Ég tók af þeim fundinn, og fólkið ætlaði að éta mig á eftir, – líka á fundinum. Daginn eftir gat ég ekki gengið um göturnar fyrir hamingjuós­ kum­og­oflofi.­Þann­dag­hefði­ég­getað­ tekið einræði í Reykjavík. Ég stóð mig vel,­en­ekki­eins­vel­og­fólkinu­finnst.­ En það er þakklátt að berjast einn gegn mörgum.“ Heilsu Ólafs fór hrakandi og baðst hann lausnar sem forsætisráðherra síðla árs 1963. Bjarni Benediktsson tók við forsætisráðherraembættinu, en Ólafur hélt áfram þingmennsku árið sem hann átti ólifað. Hann lést á gamlársdag 1964. Fréttin um lát Ólafs Thors á gamlársdag 1964 vakti mikil viðbrögð um samfélagið allt. Hans var minnst fyrir áræði og hreinskiptni í samskiptum við bæði samherja og andstæðinga, höfðinglund og óbilandi bjartsýni. Margir muna líka söguna af því þegar Pétur Ottesen, einn litríkasti þingmaður sjálfstæðismanna, setti ofan í við Ólaf fyrir að mæta seint á nefndarfundi. Þetta var árið 1926. Pétur: „Þú mætir alltof illa á nefndar­ fundi. Þú virðist fjandakornið ekki fara á fætur fyrr en um hádegið!“ Ólafur: „Það mundir þú nú líka gera, ef þú værir kvæntur henni Ingibjörgu minni!“ ævisaGan eftir á að hyGGja – Guðmundur maGnússon um thorsarana
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.