Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2011, Qupperneq 26

Frjáls verslun - 01.07.2011, Qupperneq 26
26 FRJÁLS VERSLUN 7.tbl.2011 kröfu um öfl ugan seðlabanka, sam- eig inlegt banka eftirlit og miðstýringu ríks fjármála. Fjölbreytileiki evruríkj- anna auð veld ar ekki tilraunina með sameiginlega mynt. Hvert ríkjanna 17 á evru svæðinu stýrir skattlagningu og opin berum útgjöldum eftir eigin höfði og töluverður munur er á stjórn arfari þeirra. Í samanburði við ríkin í norðri mælist, samkvæmt ýms um könnunum, töluverð spilling í Grikklandi og á Ítal íu, en almenningur hefur litla trú á stjórnvöldum og ber takmarkaða virð ingu fyrir réttarfarinu. Á Spáni og í Portúgal er ástandið skárra en hjá Grikkjum og Ítölum. Fyrir tíma evrunnar voru lánskjör jaðarríkjanna í suðri léleg og þar skorti fjármagn til framkvæmda. Með evrunni fengu þessi ríki erlend lán á svipuðum kjör um og Þýskaland og erlendar lána stofnanir skrúfuðu heldur betur frá krananum. Veislan var hafin. Að mínu viti er þó rangt að kenna upptöku evrunnar um hátíðagleðina í jaðarríkjunum. Lánveitendur áttu að gæta hófs. Þeir gátu ekki vænst þess að Þýskaland, Frakkland og önnur öflug ríki í norðri væru ábyrg fyrir lán um til Grikkja og annarra þjóða við Miðjarðarhaf. Helstu lánastofn- an ir heims fengu um þetta leyti einn ig miklar mætur á reynslulausum íslensk um fjármálamönnum og lán- uð u þeim þvílíkar fúlgur á úrvalskjör- um að íslenskir bankar, þegar yfir lauk, lentu næstum efst á heimslistan­ um yfir stærstu gjaldþrot sögunnar. Og ekki er Ísland á evrusvæðinu. Við Miðjarðarhaf er lélegt stjórnarfar ekki nýjung. Það sem hafði breyst var tíðarandinn hjá evrópskum (og öðrum) fjármálamönnum: spilaæði hafði svipt þá vitglórunni. eftirspurn óreiðumanna eftir pen­ingum er ávallt til staðar, en yfir leitt gengur þeim illa að fá lán. Í nýlegri grein sendir Gordon Brown Þjóðverj- um kveðjuna (Christian Science Monitor, 23. ágúst 2011) og notar bæði gulrót og prik. Forsætisráðherr­ ann fyrrverandi vekur athygli á pening­ aaustri þýskra banka til Grikklands og annarra ríkja við Miðjarðarhaf og segir: „Ef slegið var upp veislu sáu Þjóðverjar ávallt um drykkjarföngin.“ Brown krefst þess af Þjóðverjum að þeir geri hreint eftir veisluhöldin með niðurfellingu lána (prik). Hann segir einnig að þýskir bankar standi tæpt og geti farið yfir um ef þeir draga að leysa lánavanda jaðarríkjanna (gulrót). Hársnyrting er málið, og Þjóðverjar borga, segir Brown. En það sem mestu máli skiptir, sögðu spámennirnir, er að evrusvæðið er ekki skattríki og ekki með sameiginlega og bind andi stefnu í ríkis fjár málum. Þeir töldu ekki koma til greina að taka upp sam eiginlega mynt á svæði þar sem hvert ríki fer sínu fram við með ferð opinberra fjármála. evran: vantar afturáBak- gírinn? Tveir af virtustu kranahagfræðingum Þjóðverja, Hans-Werner Sinn og Ot mar Issing, hafa lagt til að Grikk- ir hvíli sig á evrunni og taki aftur upp drökmuna. Martin Feldstein á Harvard og ýmsir aðrir eru sama sinnis. En er hugmyndin raunhæf ? Árið 2007 fól National Bureau of Economic Research í Bandaríkjunum kunnum hagfræðingi, Barry Eichen­ green að nafni, það verkefni að kanna hvað mundi gerast ef evrusvæðið lið­ að ist í sundur (NBER Working Paper Nr. 13393, 2007). Eichengreen komst að þeirri niður stöðu að afleiðingarnar yrðu svo skelfilegar að ekkert þjóðríki mundi gera slíka tilraun. Það er óðs manns æði að reyna að bakka út af evrusvæð­ inu. Til dæmis, ef gríska þingið á neyðar tímum ræddi í alvöru um endur upptöku drökmnunnar mundi skella á svo æðisleg ur fjármagns flótti að loka þyrfti lána stofunum, kauphöll- um og sennilega einnig landamærum ríkisins. Tölvu verðan tíma mundi einnig taka að leysa ýmis mál tengd myntbreytingunni, svo sem að gefa út nýja mynt og breyta forritum og sjálfsölum. Evruþjóðirnar tóku sér tvö ár, 1999­2001, til að undirbúa mynt­ breytinguna, en fóru sér að vísu rólega. eichengreen telur einnig að lýð ræð­isríki geti ekki skipulagt mynt breyt­ ingu að næturþeli og komið aftan að þjóðinni. Í greiningunni frá 2007 tók Eichengreen ekki með í reikninginn að lánakreppa, eins og nú ríkir, gæti rústað fjármálakerfi Grikkja, sett af stað fjármagnsflótta og neytt yfirvöld til að loka fjármálastofnunum – þótt ekki væru uppi bein áform um að taka aftur upp drökmuna. Ef banka­ kerfi landsins er þegar hrunið fylgir því lítill viðbótarkostnaður að yfirgefa evrusvæðið. Í nýlegri grein viðurkenn- ir Eichengreen þennan möguleika en grípur til kranahagfræðinnar og segir að við slíkar aðstæður sé víst að Þjóðverjar, Frakkar og aðrar evru- þjóðir muni hlaupa undir bagga með Grikkjum vegna ótta ráðamanna ES við að skelfingin breiðist út til annarra jaðarríkja, jafnvel til sjálfra kjarnaríkj- anna (Australian Financial Review, 29. júlí 2011). Þjóðverjar geta einir þjóða lagt niður evruna án þess að fjármálakerfi landsins hrynji. Ef þeir taka aftur upp markið mun gengi þess hækka miðað við evruna og fjármagn streyma til Frankfurt, ekki úr landi, en hagkerfi hrynja annars staðar á evru- svæðinu. Hátt gengi marksins og hrun Nú, þegar hrun blasir við á evru ­ svæð inu, halda Angela Merkel og Nicolas Sarkozy fundi, ákveða hvernig bregðast skuli við, og kynna síðan ákvörð un­ ina fyrir öðrum þjóð ar leið tog um og ES­for yst unni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.