Frjáls verslun - 01.07.2011, Page 29
FRJÁLS VERSLUN 7.tbl.2011 29
Sigrún Ragna tók við starfi forstjóra VÍS um síðustu mán aðamót en
áður starf aði hún sem
framkvæmda stjóri fjár
málasviðs Íslands banka.
Því starfi hafði hún gegnt
frá því í október 2008,
þegar bank inn var stofn
aður. Sigrún Ragna hefur
víð tæka stjórnunar reynslu
en hún var jafn framt einn
eig enda og stjórnar form aður
Deloitte hf. þar sem hún
starfaði um langt skeið.
Að taka við forstjóra stöð -
unni í VÍS eru talsverð um
skipti fyrir Sigrúnu Rögnu.
VÍS er stærsta vátrygginga
félag landsins með ríflega
36% markaðshlutdeild og
eignir upp á 35 milljarða
og rúmlega 11 milljarða
króna í eigið fé.
„Ég tek við mjög góðu
búi frá forverum mínum,
því að VÍS hefur um ára -
tuga skeið verið og er mjög
traust og stöndugt félag.
Það eru allar forsendur
fyrir hendi til að treysta
enn frekar stöðu VÍS sem
leiðandi vátryggingafélags
á Íslandi.“
Aðspurð segir Sigrún Ragna að sér lítist
mjög vel á það sem hún
hafi séð eftir að hún kom til
starfa. „Hjá VÍS er frábært
starfsfólk með mikla reynslu
og þekk ingu á sínu sviði.
Sam heldni þess er mikil
og starfsánægja eins og
hún gerist best, samkvæmt
öllum mælingum. Það segir
sína sögu að VR valdi
VÍS fyrirmyndar fyrirtæki
ársins 2011 og á árinu
tilnefndi Creditinfo VÍS
eitt af fram úrskarandi
fyrirtækjum 2010. Í þessari
tilnefningu komu einungis
til greina þau fyrirtæki sem
höfðu staðist styrkleikamat
Creditinfo og uppfylltu
ströng skilyrði sem lögð
voru til grundvallar við
grein inguna. VÍS er á
meðal 1% íslenskra fyrir
tækja sem standast þær
kröfur. Allt eru þetta vís
bendingar um mjög sterka
innviði, sem eru grunn ur
inn að góðu fyrirtæki til
að veita viðskiptavinum
fyrirmyndarþjónustu,“
segir Sigrún Ragna.
VÍS á sér mikla sögu og
rætur þess liggja víða um
landið. Skrifstofur félagsins
eru á 42 stöðum víðsvegar
um landið. „Við leggjum
mikla áherslu á nærþjón-
ust una, eða þjónustuna í
heimabyggð, en umsvif
félagsins eru hvað mest
á landsbyggðinni,“ segir
Sigrún Ragna.
Liðsheildin nær árangri
En hvernig forstjóri er
Sigrún Ragna? „Ég vil
láta verkin tala. Ég á gott
með að vinna með fólki
og held jafnframt að fólk
eigi gott með að vinna með
mér. Mér er að minnsta
kosti um hugað um að svo
sé. Ég legg mikla áherslu
á gleðina, þegar vinnan er
ann ars vegar og að það sé
gaman að fara í vinnuna. Ég
var heppin að vera á slíkum
vinnu stað þegar ég var
hjá Íslandsbanka. Þar var
ótrúlegt hve góður liðsandi
gat gert vinnuna skemmti
lega, þó svo að úrlausnarefn
in væru stór, viðkvæm og
flókin,“ segir Sigrún Ragna.
„Forstjóri verður að hafa
með sér öflugt stjórnenda-
teymi, það er veigamikill
þáttur. Mitt markmið er að
dreifa ábyrgð og vera með
sterkt teymi með mér. Mér
finnst fátt skemmtilegra
en að vinna með snjöllu
fólki og ekki verra að það
sé meiri sérfræðingar en ég,
bara betra. Forstjóri einn og
sér nær ekki ár ang ri nema
liðsheildin og liðs andinn
sé góður. Það skiptir mestu
máli.
Þá er það hlutverk for
stjóra að tryggja að félagið
hafi skýra sýn – sýn sem
allir starfsmenn fyrirtækis
ins þekkja. Það er svo
mik ilvægt að allir gangi í
takt og viti hvert förinni er
heitið. Verkefni mitt er að
tryggja að rekstur félagsins
gangi vel og félagið nái
settum markmiðum.“
Það breytast alltaf eitt
hvað áherslurnar með
nýj um forstjóra og segist
Sigr ún hlakka til að kynnast
fél aginu og starfseminni enn
frekar og vinna að mót un
stefnu þess. Í grunninn sé
rekstur tryggingafélags þó
ekki svo frábrugðinn öðr -
um rekstri.
„Þetta snýst um að þjóna
viðskiptavinum sem best og
að bjóða samkeppnishæft
verð svo að viðkomandi
geti hugsað sér að halda
áfram viðskiptunum. Þetta
bygg ist allt á langtímasam
bandi við viðskiptavininn.“
Endurskipulagning fyrir
tækja mikilvæg
Það er mikil breyting fyrir
Sigrúnu Rögnu að færa sig
yfir til VÍS frá Íslandsbanka
þar sem úrvinnsla á skulda
vanda fyrirtækja var eitt af
brýnustu verkefnunum sem
hún tók þátt í þar. „Mér
finnst of lítið fara fyrir því
í umræðunni hve jákvætt
það er að fyrirtækin ljúki
endurskipulagningu. Þegar
óvissunni, sem stjórnendur
og starfsmenn hafa staðið
frammi fyrir, er eytt, þá
sjáum við gríðarlega krafta
losna úr læðingi.
Ég hef heyrt dæmi þess
að þegar fyrirtæki eru heim
sótt nokkrum mán uð um
eftir að þessu ferli lýkur þá
gangi reksturinn mun betur
en gert hafði verið ráð fyrir.
Þetta er jákvætt og því trúi
ég að við munum brátt sjá
meiri árangur og ávinning
af þessari vinnu enda geta
stjórnendur þá fyrst sett
fyrirtækjum sínum raunhæf
framtíðarmarkmið.“
Sigrún Ragna hefur trú á því að atvinnulífið nái
sér á strik. „Okkur finnst
held ég öllum að þessi
endurskipulagningarvinna
taki alltof langan tíma. Ég
trúi því hins vegar að við
höfum svo góða innviði
hér á landi að þegar henni
lýkur og fyrirtækin búa
við meiri stöðugleika í
starfsumhverfi sínu hefjist
uppbyggingarskeið. Þess
vegna er ég bjartsýn. Jafnt
fyrirtæki sem heimili hafa
þurft að hagræða í rekstri
og lín urn ar hafa skýrst
talsvert að undanförnu.
Vinnan fram undan snýst
því um að klára hlutina
og margfeldis áhrifin af
því verða mikil. Mörg stór
fyrirtæki hafa þegar gengið
í gegnum fjár hagslega
endurskipulagn ingu og fjöldi
annarrra lýkur því ferli
brátt. Þar að auki er mikill
þrýstingur á fjármálastofn-
anirnar að hraða þessari
vinnu. Að sjálfsögðu skiptir
líka máli að fyrirtækin
komi ekki of skuldsett út
úr endurskipulagningunni,
að rekstrarhæfi þeirra verði
í lagi. Svo er líka jákvætt
að línurnar eru að skýrast
hvað varðar eignarhald.“
Gjaldeyrishöft hamla
Fyrirtæki standa frammi
fyrir fleiri hindrunum um
þessar mundir og eru þar
nærtækust gjaldeyrishöftin,
sem Sigrún Ragna segir
mikilvægt að losa um sem
fyrst. „Seðlabankinn hefur
gert áætlun um afléttingu
gjaldeyrishaftanna, en
óvissa er um hvernig þeim
verði aflétt og á hve löng
um tíma. Maður óttast að
þessi höft verði viðvarandi
næstu árin, sem er slæmt
því að við þurfum á því að
halda að fyrirtæki og sjóðir
eigi þess kost að fjárfesta
erl endis aftur. Höftin hafa
líka mjög slæm áhrif á
erlenda aðila sem kynnu
að vilja fjárfesta á Íslandi.
Nú eru liðin tæp þrjú ár frá
því að þau voru sett á og
eflaust sáu einhverjir fyrir
sér að aflétting haftanna
myndi taka styttri tíma.“
Og hún heldur áfram:
„Gjaldeyrishöft hafa áhrif
á fyrirtæki eins og VÍS,
sem er með fjármuni
á móti tjónaskuld, sem
nauðsynlegt er að ávaxta
vel með traustum hætti.
Við erum bundin af þeim
takmörkuðu fjárfestingar
kostum sem fyrir hendi eru
hér innanlands, rétt eins og
til dæmis lífeyrissjóðirnir.
Þessar aðstæður þrengja
mjög okkar valkosti. Ætli
við séum ekki nú með
um 17 milljarða króna í
ríkisskuldabréfum. Auðvit
að væri æskilegt að dreifa
áhættunni meira. Það er
mjög mikilvægt að fjár-
magnsmarkaðurinn á Ís
landi taki við sér og eitthvað
fari að gerast í hlutabréfa og
skuldabréfaútboðum. Við
horfum mjög til nýskráninga
í kauphöllinni, því þá geta
oft skapast áhugaverð
fjár festingatækifæri ef undir-
liggj andi rekstur er góður,
en hingað til hefur lítið verið
að gerast. Það kann þó að
breytast hratt. Þannig að
eins og staðan er núna þá
er ekki um auðugan garð að
gresja í fjárfestingarkost um.“
Horfum fram á veginn
Atvinnulífið hefur ekki
bara glímt við skuldavanda
eftir hrunið, heldur líka
tortryggni. Sigrún Ragna
segir að neikvætt viðhorf
í garð stórfyrirtækja sé
ekki einhlítt og að sum
um tiltölulega stórum
fyrir tækjum hafi tekist að
við halda jákvæðri ímynd
þrátt fyrir neikvæðan
frétta flutning.
Vinnan við að byggja upp traust eða við
halda trausti tekur aldrei
enda. „Ég finn að umræðan
hefur verið að mildast und
anfarna mánuði. Dregið
hefur úr neikvæðninni, sem
er mjög jákvætt, því hún
getur líka hindrað eðlilega
uppbyggingu í samfélaginu.
Það er einnig mikilvægt að
fá betri mynd af því sem er
framundan á næstu árum
og skýrari leikreglur og
umgjörð frá stjórnvöldum
svo atvinnulífið þurfi ekki
að búa við meiri óvissu
en nauðsynlegt er. Það er
orðið tímabært, nú þremur
árum eftir hrun, að hætta
að horfa í baksýnisspegil
inn og fara að horfa fram
á veginn. Við þurfum að
sækja fram og vinna okkur
út úr þessum erfiðleikum,“
segir Sigrún Ragna að
endingu.