Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2011, Síða 41

Frjáls verslun - 01.07.2011, Síða 41
FRJÁLS VERSLUN 7.tbl.2011 41 Hugmyndin kviknaði í raun fyrir um átta árum og við stofnuðum Farmers market tveimur árum síðar,“ segir Bergþóra, sem er hönnuðurinn í fyrirtækinu og hafði um árabil verið hönnuður hjá einu af þekktari útivistarfyrirtækjum landsins. „Það var tvennt sem einkenndi hinn al­ þjóðavædda fatamarkað á þessum tíma; annars vegar einsleitni og hins vegar notkun og þróun gerviefna, sem var mjög mikil. Okkur langaði að fara gegn straumn­ um og stofna vörumerki sem hefði yfir sér þjóðlegri og persónulegri blæ og setti náttúruleg hráefni í öndvegi, þar á meðal íslensku ullina okkar góðu.“ Núna sex árum síðar segir Bergþóra að þau hjón hafi náð vel þeim markmiðum sem sett voru til fimm ára í upphafi. „Við ætluðum að vera með heilsteypta línu og framleiðsluferli, sem gæti gefið okk­ ur möguleika á að vaxa,“ segir Bergþóra. „Við byrjuðum mjög rólega með tvær hend ur tómar árið 2005 og unnum önnur verkefni samhliða.“ Núna eru framleiddar um fjörutíu þús­ und flíkur á ári á vegum Farmers market og vörunúmer eru um þrjú hundruð í fata­ línunni. Framleiðslan er bæði fyrir heima­ markað og útlönd. Varfærnisleg skref Bergþóra segir að fyrirtækið hefði getað vaxið enn hraðar. „Við verðum að passa okk ur á að fara ekki fram úr sjálfum okk­ ur,“ segir Bergþóra. „Við höfum viljað vaxa hægt og hafa góða yfirsýn yfir það sem við erum að gera. Við vöndum því hvert lítið skref sem við tökum.“ „Erfiðast fyrir lítil fyrirtæki í útflutningi á Íslandi er sú staðreynd að við erum ekki hluti af ESB,“ segir Bergþóra. Hún segir einnig að íslensk tollalög séu mjög til trafala fyrir hönnunarfyrirtæki, sem eru stöðugt að þróa nýjar vörur, panta og senda sýnishorn af efnum og frumgerðir af vörum. Bankahrunið hefur þó á margan hátt bætt aðstöðu sprotafyrirtækja. „Viðhorf hér heima til þess sem við erum að gera hefur batnað eftir hrun,“ segir Bergþóra. „Íslend­ ingar fengu hrað­kúrs í hagfræði og kunna nú sífellt betur að meta íslensk fyrirtæki.“ Gjaldeyrishöftin eru þó erfið en minni vandi er við fjármögnun. „Við höfum ekki verið í vandræðum enda eigum við fyrirtækið okkar sjálf og sníðum okkur stakk eftir vexti,“ segir Bergþóra. skortur á starfsfólki Hins vegar segir hún að það komi á óvart hvað íslensk framleiðslufyrirtæki eigi erfitt með að fá fólk til starfa eftir hrun. „Það er fyrirtæki eins og okkar lífsnauð­ syn að framleiðslan sé hnökralaus og að þeir framleiðendur sem við vinnum með séu vandvirkir og standi við afhendingar,“ segir Bergþóra. „Við framleiðum hluta af lín unni okkar hér heima og hjá þeim sem við vinnum með er vöntun á starfsfólki versti flöskuhálsinn. Við gætum framleitt miklu meira hér ef fólk fengist í vinnu.“ Lædómurinn sem Bergþóra dregur af reynslu sinni til þessa er að kunna sér hóf. „Við erum ekki með neina fjárfesta á bak við okkur og það skiptir okkur miklu máli hvernig hverri krónu er varið. Þetta hefur gert það að verkum að við höfum aldrei freistast til að taka skref sem við sjáum ekki fram á að geta tekið. Bremsan er jafnmikil­ væg og bensíngjöfin,“ segir Bergþóra Guðna dóttir. vantar fólk í vinnu Bergþóra Guðnadóttir og Jóel Pálsson hjá Farmers market í Reykjavík. Farmers market viðTöl: gíSli KriSTjánSSon myndir geir ólafSSon Hjónin Bergþóra Guðnadóttir og Jóel Pálsson hafa á síðustu sex árum komið upp sérstæðu hönnunarfyrirtæki þar sem nú eru framleidar fjörutíu þúsund flíkur á ári. Galdurinn er að byrja smátt með frumlegar hugmyndir.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.