Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2011, Síða 46

Frjáls verslun - 01.07.2011, Síða 46
46 FRJÁLS VERSLUN 7.tbl.2011 B ankar hafa aldrei verið vinsælir meðal frumkvöðla. Ef til vill vegna þess að margir frumkvöðlar hugsa ekki eins og fjárfestar. Þeir eru oftar en ekki tæknimenn og hata peninga og bókhald. En líka vegna þess að bankarnir hafa verið tregir til að lána út á hugmyndir. Frum kvöðlar, sem Frjáls verslun hefur rætt við, lýsa því oft sem sérstöku happi að þeir sluppu skuldlausir frá bankakreppunni; það þýddi ekki fyrir þá að spyrja um lán!En svona þarf þetta ekki að vera. Lands bank inn réð nú í sumar sérfræðing nýsköp unarþjónustu. Það er Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir sem gegnir því starfi. Hún er verkfræði- og hagfræði­ menntuð. Það er skyn samleg menntun ef tengja á frumkvöðla og banka. Sérgrein Margrétar er orkufræði. Áramótaheit Nýsköpunarþjónustan er sprottin út úr lof - orðalista Landsbankans frá því í upp hafi árs. Þar voru talin um 27 atriði sem bank inn lofaði að vinna að; þar á meðal voru fyrir heit um aukna samfélagslega ábyrgð og stuðning við nýsköpun. „Hugmyndin er að bankinn stuðli að aukinni sköpun verðmæta í þjóðfél ag- inu. Það er hluti af hinni samfél agslegu ábyrgð hans. Þetta verður best gert með því að styðja við nýsköpun,“ segir Margrét. Ekki er þó um það að ræða að bankinn opni fjárhirslur sínar og moki út peningum. Áherslan er á þjónustu við frumkvöðla og möguleika á örlánum ásamt styrkjum. Hámark nýsköpunarlána er 750 þúsund á hverja kennitölu og lánað er til tveggja ára á hagstæðum kjörum. Það sigrar að vísu enginn heiminn með þá peninga í vasanum en þeir gætu dugað til að koma félagi um nýja hugmynd á koppinn. Þá veitir bankinn árlega 15 milljónir í styrki. Umsóknarfrestur rennur út núna hinn 16. september. Veittir verða sjö styrkir upp á millj ón og tuttugu upp á 400 þúsund. „Við hófum þessa starfsemi núna á miðju sumri þannig að fyrstu lánsumsóknir eru að koma inn og í afgreiðslu,“ segir Margrét en leggur áherslu að þjónustan við frumkvöðla er stærri þáttur í starfseminni en lánin. „Við erum ekki að ota nýjum lánum að frum kvöðlunum heldur að veita þjónustu og fræðslu auk styrkja,“ segir Margrét. Bankinn miðlar upplýsingum um hvernig frumkvöðlar eigi að bera sig að við að koma upp sprota ­ fyrirtæki. Og hugmynd irnar eru metnar. Fylla í eyður „Við reynum að fylla upp í eyður sem nú eru á frumkvöðlasviðinu,“ segir Margrét. „Við hjálpum einnig til við að skilgreina fjárþörfina og hjá okkur verður vettvangur til að tengja saman fjárfesta og frumkvöðla.“ Jafnframt styrkir bankinn ýmsa starfsemi sem fyrir er á sviði nýsköpunar. Bankinn styrkir m.a. atvinnu- og nýsköpunarhelgar á vegum Innovit og er einn af kostunaraðil um Gulleggsins. „Það er alls ekki ætlunin að bankinn fari í samkeppni við það sem þegar er gert á þessu sviði. Okkar hlutverk er að bæta við og styrkja,“ segir Margrét. – Og eitthvað vill bankinn fá fyrir sinn snúð? „Jú, hagur bankans felst í því að fá nýja viðskiptavini í framtíðinni. Aukin umsvif í þjóðfélaginu eru hagur bankans til lengri tíma litið en í þessu er enginn skjótfenginn gróði,“ segir Margrét. Við erum ekki að ota nýjum lánum að frumkvöðlunum heldur veita þjónustu og fræðslu auk styrkja, segir Margrét Ormselv Ásgeirsdóttir, nýráðinn sérfræðingur nýsköpunarþjónustu hjá Landsbankanum. Viðbót Við það sem fyrir er LANdSBANkINN HEFur Bætt ÞJóNuStu vIð FruMkvöðLA vIð StArFSEMI SÍNA. Þar eru í boði upplýsingar, aðstoð og nokkrir peningar í formi nýsköpunarlána og styrkja. „Við erum ekki að ota nýj ­ um lánum að frum kvöðl un ­ um heldur að veita þjónustu og fræðslu auk styrkja.“ sprotar og frumkvöðlar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.