Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2011, Síða 54

Frjáls verslun - 01.07.2011, Síða 54
54 FRJÁLS VERSLUN 7.tbl.2011 Elínrós Líndal. elínrós Líndal er eigandi og framkvæmdastjóri framleiðslufyrirtækisins eLLu þar sem lögð er áhersla á „slow-fashion“ og frumkvöðlafræði. Með frumkvöðlafræði í huga Hjá ELLU er hannaður og framleiddur vandaður fatn­aður á konur auk fylgihluta eins og ilmvatna og skartgripa. Elínrós Líndal er eigandi og listrænn stjórnandi fyrirtækisins og yfirhönnuður er Katarín María Káradóttir sem vann áður hjá Christian Dior og John Galliano. Verslunin ELLA er starfrækt í miðborg Reykjavíkur auk netverslunar, ellabyel.com. Þá eru vörur ELLU einnig seldar í fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli. „ELLA er fyrsta íslenska fyrir tækið sem skilgreinir sig í „slow­fash­ ion“ en hér á landi vinna þó allmörg fyrirtæki eftir þessari hugmynda fræði; jafnvel án þess að forsvarsmenn þeirra átti sig á því,“ segir Elínrós. „Hugmynda­ fræði „slow­fashion“ byggist á að gera vandaðan fatnað sem stenst tímans tönn og snýr þessi hugmyndafræði að öllum þáttum framleiðslukeðjunn­ ar hjá ELLU. „Slow­fashion“ snýst einnig um að framleiða á eigin efnahagssvæði og gefa öllum starfsgreinum ráðrúm til að skapa eitthvað sérstakt.“ Elínrós segist þrýsta á framleið­ endur með því að spyrja um aðbúnað starfsfólks í verk smiðj­ unum og sýnir áhuga á hand ­ verkinu í stað þess að leggja áherslu á mikið magn og minni gæði. frumkvöðlafræði Elínrós hefur í huga ýmis atriði í fraumkvöðlafræði þegar kem­ ur að fyrirtækinu en hún nam þau fræði í MBA­námi sínu. „Ég skilgreini mig sem frum­ kvöðul í nýsköpun þar sem ég er með nýja hugmyndafræði; nýtt fyrirtæki að skapa nýja sögu ef svo mætti að orði kom­ ast. Nader Dareshori, einn helsti fjölmiðlamógúllinn í Boston, kom til landsins á vegum MIT­ ráðstefnunnar á dögunum og af honum lærði ég mikilvægi þess að læra eitthvað nýtt á hverj­ um degi. Af Daniel Isenberg, prófess or í frumkvöðlafræðum við Babson­háskóla, hef ég m.a. lært mikilvægi þess að verða ekki of ástríðufull hvað varðar viðskipta hugmyndina og hef því komið mér upp ráðgjafa­ nefnd sem gefur mér tækifæri til að breyta og bæta reglulega viðskiptahugmyndir að baki ELLU.“ Elínrós leggur áherslu á mann auðinn í fyrirtækinu. „Þeim málum reyni ég að sinna eins vel og unnt er. Frum ­ kvöðla fyrir tækið CEO HUXUN er þar með í ráðum en það býður fyrirtækjum aðstoð í mannauðsstjórnun. Fyrir lítið fyrirtæki sem er að fóta sig, eins og ELLA, er mikilvægt að hafa aðgang að mannauðsstjóra hluta mánaðarins. Ég sem stjórnandi er til dæmis mæld mánaðarlega og þannig get ég nýtt mér harðar staðreyndir til að stýra mannskapnum í átt að markmiðum okkar og gert það sem mér finnst mikilvægast í nýsköpun: Hlustað, lært og breytt í fyrirtækinu. Til að geta nýtt sér þá auðlind sem mann auður er þarf viðskiptaáætlun sem felur í sér skýr markmið sem fyrirtækið ætlar að ná hverju sinni.“ Unnið er með Navision og leggur Elínrós áherslu á að aðgangur að öllum upplýsing­ um sé mikilvægur. „Það er sam félaginu öllu til góðs ef við reyn um að búa til ný vel rekin fyrirtæki hér á landi og við hjá ELLU erum staðráðin í að gera betur á hverjum degi. Það er kjarni viðskiptamódels ELLU og samræmist einmitt þeirri hugmyndafræði sem við vinn­ um eftir.“ „Slow­fashion“ snýst einnig um að framleiða á eigin efnahagssvæði og gefa öllum starfs­ greinum ráðrúm til að skapa eitthvað sérstakt.“ TexTi: Svava jónSdóTTir sprotar og frumkvöðlar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.