Frjáls verslun - 01.07.2011, Page 56
56 FRJÁLS VERSLUN 7.tbl.2011
M
argir hafa spurt mig að
því hvernig við Íslendingar
munum auka afrakstur ferða
mennsku hér á landi á næstu
áratugum. Það er erfið spurn
ing og hafa ber í huga að ferðamennska er
nú þegar arðbær og vaxandi atvinnu grein.
Þegar horft er til baka er ljóst að stofnun
Loftleiða og Flugfélags Íslands á sínum
tíma var geysilegur hvati í ferðamennsku.
Ferða menn gátu komið til Íslands og smám
saman varð til nýtt svið ferðamennsku,
jeppaferðir á jökla og um hálendið, hesta
mennska, ársiglingar og þannig mætti telja.
Í þessu sambandi má nefna að Ísland er
núna í 11. sæti af 139 þjóðríkjum um sam
keppnishæfni á sviði ferðaþjónustu sem er
um talsverður árangur miðað við hversu ung
at vinnugreinin er.
Ísland allt árið
Næsti áfangi í ferðamennsku er, samkvæmt
ferðamálaáætlun fyrir tímabilið 2011 til
2020, að auka arðsemi ferðaþjónustunnar,
meðal annars með lengingu ferðamálatím
ans á lágönn. Aðrar þjóðir eins og Finnar,
Norðmenn og Kanadamenn eru að vinna
að sambærilegum verkefnum.
Í tengslum við framangreinda áætlun
hefur verið ýtt úr vör verkefninu Ísland allt
árið. Nýsköpunarmiðstöð Íslands tekur
virkan þátt í því verkefni ásamt öðrum
hag smunaaðilum. Í verkefninu er verið að
vinna annars vegar að umbótaverkefnum
fyrir greinina alla er lýtur að innviðum og
starfsháttum og svo langtímastefnumótun til
uppbyggingar næstu ára. Það er von okkar
á Nýsköpunarmiðstöð Íslands að þetta
verkefni verði til að stórefla ferðaþjónustuna
sem atvinnugrein næstu árin.
Karl Friðriksson, gamalreyndur sérfræð-
ingur í nýsköpun, hefur verið helsti fulltrúi
Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands í þessari
vinnu. En hjá okkur vinna fjölmargir sérfræð-
ingar á þessu sviði, ég nefni til dæmis
Sigríði Ó. Kristjánsdóttur á Ísafirði sem nú er
tímabundið í vinnu hjá iðnaðarráðuneytinu.
Samhliða framangreindum verkefnum
hefur Nýsköpunarmiðstöð Íslands unnið
fjölmörg verkefni til eflingar ferðaþjónust unni
hér á landi. Í því sambandi má til dæmis fjalla
um nýjung sem við nefnum LÍFSGÆÐI OG
TÚRISMA. Í lögunum um Nýsköpunarmiðstöð
er okkur ætlað að stuðla að lífsgæðum á
Íslandi. Í sambandi við ferðamennsku erum
við nú að huga að því að efla ferðamennsku
byggða á gæðum umönnunar á Íslandi.
Eitt svona verkefni er upprunnið úr smiðju
Miðlunar og menningar ehf. frá Sigmari B.
Haukssyni og hefur verið undirbúið með
Skálholtsstað og fleiri aðilum. Tilgangur
verkefnisins er að taka á móti eldri borgur
um hér á Íslandi og gefa þeim tækifæri til
að kynnast landi og þjóð, slaka á, stunda
holla útivist og líkamsrækt í íslenskri nátt
úru, böð í heitum laugum og efla og bæta
heilsu sína. Þátttakendum gefst tækifæri
til að kynnast íslenskri menningu, sögu,
matargerðarlist, hand verki og ýmsum
öðrum þáttum íslensks þjóðlífs. Íslending-
ar geta vænst þess að halda betri heilsu
lengur en aðrir Evrópubúar og meðalaldur
Íslendinga er með þeim hæsta í heiminum.
Helstu ástæður fyrir góðri heilsu og langlífi
Íslendinga eru gott heilbrigðiskerfi, hollur
matur, lítil sem engin mengun og fámenni
þjóðarinnar.
Rannsóknir hafa sannað að hreyfing, hollt
mataræði, hvíld og slökun bæta heilsuna
og draga úr áhrifum öldrunar. Breyttur og
bættur lífsstíll eykur lífsgæði, bætir heils una,
dregur úr neyslu lyfja og styrkir líkamann og
gerir okk ur þannig hæfari að takast á við slys
og sjúkdóma. Fræðsla um hollan lífsstíl er
eitt helsta viðfangsefni námskeiðanna og er
tilgangurinn meðal annars sá að þátttakendur
geti nýtt sér þessa þekkingu þegar heim er
komið, bætt heilsuna og aukið lífsgæðin.
Líkamleg örvun felst í líkamsrækt, líkam
legri áreynslu sem hentar þátttakendum og
fræðslu. Mikilvægasti þátturinn er að finna
fyrir og skynja líkamann og styrkja hann.
Andleg afþreying byggist fyrst og fremst á
samskiptum við annað fólk, skoðanaskipt
um og skemmtun. Tilgangurinn er að auka
félagslega færni, draga úr einangrun. Starf
semin fer eins og hægt er fram úti í náttúr
unni, að flétta saman líkamsrækt, andlega
örvun, hvíld og slökun. Skipulag líkamlegrar
og andlegrar afþreyingar er ekki fastmótað
heldur lagað að sérstöðu og þörfum hvers
hóps þátttakenda. Kjarni starfseminnar er að
líta á manneskjuna í heild sinni, líkama og sál.
Framangreind atriði segja okkur að við
höfum ótal tækifæri á sviði lífsgæðaferða
mennsku. Einnig er það viss auðlegð að
geta sagt að helsti styrkur Íslands á sviði
ferðamennsku er hversu hátt landið skorar
af samanburðarlöndum eins og getið var hér
að framan; á sviði öryggis (4. sæti af 139),
heilbrigði og hreinlæti (4. sæti af 139), skipu
lag upplýsinga og fjarskiptatækni (3.sæti af
139) og mannauður (3. sæti af 139). Þessi
atriði auk náttúruauðæfa eru segull.
Svo ætlum við að beisla krafta náttúrunnar
til heilsubótar og lífsgæðaaukningar. Íslensk
náttúra er einstök, Ísland er land elds og
ísa, fjalla og fjarða, jarðhita, stöðuvatna og
áa. Ísland er enn að mótast, ásjóna þess
breytist stöðugt. Landslagið er margbrotið
og fjölbreytt.
Alls staðar er hægt að skynja kraft nátt
úr unnar, anda að sér tæru fjallaloftinu,
slökkva þorstann í tærri lind, finna fyrir krafti
brimsins á ströndinni, afli hversins sem
brýst upp á yfirborð jarðar og hitann úr
jarðhitavatninu sem seytlar inn í líkamann
í heita pottinum, finna kraft stormsins á
líkamann, finna fyrir rigningunni í andlitinu,
fá á sig úðann frá fossinum, finna angan
gróðursins og hlýða á söng fuglanna.
Hófleg líkamleg áreynsla úti í náttúrunni er
einhver sú hollasta afþreying sem völ er á,
styrkir og nærir líkama og sál.
Annað sjónarmið sem ég eigna Sigmari
er einbeiting að þeirri staðreynd að Ísland
hefur um vetrarmánuðina einstaklega
aðlaðandi loftslag varðandi frjó og frjóof
næmi. Stór hluti Breta er t.d. mjög háður
frjóofnæmi og spár gera ráð fyrir að það
verði sívaxandi vandamál þar í landi.
Nýsköpunarmiðstöð og Lífsneisti ehf. hafa
skráð hugtakið „HAYFEVER HEAVEN“ þar
sem aðalatriðið er þessi vin sem landið get
ur verið gagnvart fólki með frjóofnæmi utan
sumartímans. Sums staðar á Íslandi á þetta
reyndar við um eyjar og annes allt árið.
Við erum að setja á fót sérfræðingahóp
um lífsgæði og ferðamennsku, einkum með
áherslu á hin mörgu sérsvið sem þessu
tengjast. Það eru svið eins og öld r un, andleg
heilsa, öndunarsjúkdómar, of næmisvandi
og þannig mætti lengi telja. Með því að efla
lífs gæðaferðamennsku má efla atvinnulíf um
land allt og afla atvinnu fyrir þá fjölmörgu
sem koma að hvers konar umönnun. Það
spannar allt svið ferðamennsku; frá fólks
flutningum til gistingar, matarferðamennsku
og sígildrar umönn unar með hvíld, böð og
útivist í huga. Þessi nýja ferðamennska mun
einkenna nýja öld ferðaiðnaðar á Íslandi.
LÍFSGæðaTúRISMI
Nýjasti sprotavöndur nýsköpunar í ferðaþjónustu er lífsgæðatúr-
ismi. Þetta er ferðaþjónusta sem byggist á umönnun á Íslandi.
Ísland er núna í 11. sæti af
139 þjóðríkum um sam
keppnishæfni á sviði ferða
þjónustu sem er umtalsverður
árangur miðað við hversu ung
atvinnugreinin er.
Greinarhöfundur,
Þorsteinn I. Sigfús
son, forstjóri Nýsköp
unarmiðstöðvar
Íslands.
sprotar og frumkvöðlar