Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2011, Síða 65

Frjáls verslun - 01.07.2011, Síða 65
FRJÁLS VERSLUN 7.tbl.2011 65 Við brotthvarf varn arliðsins á sínum tíma var þróunarfélagið Kadeco stofn að í tengslum við þær eignir sem íslenska ríkið yfirtók. Markmiðið var að breyta varnar svæðinu fyrrverandi til borg aralegra nota. Í dag búa tæplega 2.000 manns á Ásbrú, 600 manns stunda þar nám hjá Keili og yfir 50 fyrirtæki og stofnanir eru með starfsemi þar. Fjármálaráðuneytið á 100% eignarhlut í félaginu sem starfar samkvæmt samningi við ráðu­ neytið. „Stefnumótun hófst í fram­ haldinu en þar voru farnar nýjar leiðir hér á landi,“ segir Kjartan Þór Eiríksson, fram­ kvæmdastjóri Kadeco. „Þetta er í fyrsta skipti sem svona stórt umbreytingarverkefni er unnið á Íslandi en við höfum horft til fordæma annars staðar í heiminum. Farið var að greina mjög nákvæmlega hverjir væru samkeppnisyfir­ burðir svæðisins og reynt að nýta þau tækifæri sem gætu tengst þessum yfirburðum. Út frá því var útfærð sú stefna að byggja upp það sem við köllum Samfélag frumkvöðla, fræða og atvinnulífs þar sem íbúðar­ byggð, menntauppbygging, frumkvöðlasetur og atvinnu­ starfsemi eru hlið við hlið. Hér höfum við reynt að skapa frjótt umhverfi fyrir nýsköpun­ arverkefni – allt frá stórum verkefnum eins og gagnaverum og til smærri verkefna. Við getum unnið með aðilum í gegn um líftíma verkefnis; alveg frá því að hugmyndin verður til með því að skapa þeim aðstöðu annaðhvort í frumkvöðlasetri eða í fyrirtækjahóteli þar sem mikil þjónusta er innifalin upp í það ef verkefnið á síðari stigum krefst einhverrar landþróunar svo sem uppbyggingar á sér­ hæfðu húsnæði.“ umfangsmikil verkefni Kjartan segir að viðtökur hafi verið góðar og að margir leiti til Kadeco með hugmyndir. „Verkefnið fór af stað í þensl­ unni og við vorum komin vel á veg með mörg verkefni þegar kreppan skall á. Þar af leiðandi vorum við vel í stakk búin til að taka við aðilum með nýjar hugmyndir; það var breytt hugar far á þessum tíma og þörf fyrir atvinnusköpun. Við höfum aðstoðað mörg fyrirtæki undanfarin ár – bæði stór og smá – við að komast á legg. Reyndar hefur verið minna um stórskalaverkefni þar sem fjármagn hefur verið frekar af skornum skammti í slík verk­ efni en við finnum þó töluverða breytingu núna og eru menn farnir að horfa aðeins meira í þau.“ Verkefni Kadeco eru um ­fangs mikil. Það sam an ­ stendur bæði af þróunarþættin ­ um, sem þeg ar hefur verið fjallað um, auk þess sem félagið á enn töluvert mikið af eignum sem sýslað er með. „Við höfum reynt að halda allri yfirbygginu í lágmarki þannig að félagið hafi mikinn sveigjanleika til að bregðast við en það kaupir út töluvert af þjónustu svo sem ráðgjafarþjónustu auk þess að kaupa þjónustu verktaka.“ Á meðal verkefna má nefna þróun og uppbyggingu auk hreinsunar og niðurrifs á mann virkjum á svæðinu. Tíu manns vinna hjá félaginu. Ýmis tækifæri sköpuðust á Miðnesheiði þegar bandaríski herinn fór úr landi. Á svæðinu, sem heitir í dag Ásbrú, er aðstaða fyrir áhugasama að þróa verkefni og byggja upp sprotafyrirtæki. samfélag frumkvöðla, fræða og atvinnulífs Kjartan Þór Eiríksson. Á meðal verkefna má nefna þróun og uppbygg­ ingu auk hreinsunar og niðurrifs á mannvirkjum á svæðinu. viðskiptahugmyndin
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.