Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2011, Qupperneq 70

Frjáls verslun - 01.07.2011, Qupperneq 70
70 FRJÁLS VERSLUN 7.tbl.2011 og fylgi línunni alveg eftir í gegn­ um myndatökur fyrir bæklinga og annað markaðsefni. Við erum loksins búin að ráða manneskju sem vinnur með mér hugmynda­ vinnuna.“ Á meðal annarra starfsmanna má nefna grafískan hönn uð sem hannar grafík á sumar flíkurnar með Heiðu, annar grafískur hönn- uður sér eingöngu um teikn ingar sem eru síðan prent aðar á efni, einn starfsmaður sér um hönn- un á töskum … Og svona má lengi telja. Tvær sænskar konur hanna gallabuxna línu fyrirtækisins og búa þær í Svíþjóð.“ Vörurnar eru framleiddar í Kína, Taívan, Víetnam, Argen tínu, Ind­ landi og Túnis. Þrjár línur Heiða segir að línan sé orðin svo stór að hún sé í rauninni þrískipt. Í fyrsta lagi er um snjó - brettafatnað að ræða og í öðru lagi hversdagsföt en hjá fyrirtækinu er hannað fjölbreytt úrval af buxum, svo sem galla buxum, kjólum, bolum, hettu peysum, húfum, töskum, skart gripum … „Snjóbrettafatn- aðurinn hefur gengið mjög vel sem og gallabuxnalínan.“ Í þriðja lagi er um að ræða litla línu sem kölluð er „Nikita selekzion“ sem er stíluð á eldri viðskiptavini og þar er m.a. að finna fínni föt sem nota má spari. Flíkur frá Nikita hafa alla tíð þótt frábrugðnar þeim sem fyrir voru á markaðnum en götu tísk- an hefur haft áhrif á litavalið. Fyrirtækið var tilnefnt til Sjónlista - verðlaunanna á sínum tíma og í greinargerð segir m.a. að fötin hafi ferskt yfirbragð, séu nútíma- leg og frumleg. Þá segir líka: „Notkun á hvers kyns mynstrum og teikningum sem eru þrykkt, saumuð eða ofin í fötin nær oft og tíðum listrænum hæðum. Litasamsetningar eru fjölbreyti­ legar og áræðnar.“ Almennt er lögð áhersla á þægileg föt, hvort sem er að ræða föt sem nota á uppi í fjalli, föt sem nota má dags daglega eða fínni föt. Mikil barátta Aðspurð hvað stýri velgengni fyrirtækisins segir Heiða að þau Rúnar og Valdimar hafi sjálf unnið sleitulaust í fyrirtækinu. „Allt fjármagn sem við höfum haft hefur farið í reksturinn, til að markaðssetja merkið og borga laun. Við erum í rauninni enn- þá að byggja upp fyrirtækið. Þetta er ekki bara búinn að vera blússandi uppgangur; það hafa komið tímar þar sem reksturinn hefur ekki gengið nógu vel. Við höfum hins vegar einbeitt okkur að því sem við höfum verið að gera og haft endalausa trú á að þetta gæti gengið en það er nauðsynlegt þegar ekki gengur nógu vel. Við höfum gengið í gegnum tímabil þegar hefur vantað meira fjármagn og höfum þurft að fara í gegnum hlutafjáraukningar. Þetta hefur verið mjög mikil barátta. Þetta rennur ekkert „smooth“. Þetta eru endalausar vangaveltur um hvert hver króna á að fara; það er vel haldið utan um hverja krónu í fyrirtækinu og við höfum aldrei eytt í vitleysu. Við keyptum ekki skrifstofubygg­ ingu þegar mesta góðærið var á Íslandi. Fyrirtækið er ennþá í sama húsnæðinu og þegar það var stofnað en við höfum bara bætt við rýmum inni í sömu bygg ingu. Það liggur við að fólk sé í sömu stólunum og fyrir 10 árum. Vinnuandinn er góður og það skiptir miklu máli að hafa gott starfsfólk sem er líka tilbúið til að vinna mikið.“ Heiða segist sjaldan hafa tekið sér frí frá því fyrirtækið var stofnað. Hún stundar snjóbretta íþróttina og hefur t.d. stundum rennt sér í Austurríki ef hún fer á sýningar þar í landi eða nágrannalöndunum. Hún á ungan son og hefur reynt að fækka og stytta vinnuferðir til útlanda eftir að hann kom í heiminn. „Við förum oft til út­ landa þegar verið er að mynda fyrir bæklinga og hefur hann oft komið með; þetta er upplifun fyrir hann.“ atikin Nikita – Atikin. Strákarnir fá sína athygli í fyrirtækinu. „Við erum með litla strákalínu sem heitir Atikin. Okkur langar til að gera eitthvað fyrir strákana. Það má segja að þetta sé ennþá hálf­ gert gæluverkefni. Þarna erum við að ryðjast inn á markað þar sem er meiri samkeppni. Við eigum alveg heima á þessum markaði en höfum þó ekki lagt mikið fjármagn í þessa línu; hún hefur svolítið fengið að vaxa af sjálfu sér. Við höfum selt ágætlega hér á Íslandi en höfum ekki lagt mikla áherslu á hana hvað dreifingaraðilana varðar. Við hönnuðum ekkert fyrir þessa línu eitt tímabilið og vorum að velta því fyrir okkur hvort við ættum að vera að eyða tíma í hana. Þetta er nátt- úrlega bara viðbótarvinna en okkur fannst bara svo skemmti­ legt að vinna við hana og fáum það góð viðbrögð frá strákun- um að við vildum ekki hætta. Það er aldrei að vita hvað við gerum í framtíðinni.“ verðlaun og viðurkenningar Heiða sagði að þetta væri bú­ ið að vera mikil barátta. Sjálf segist hún hafa lært mikið af því að standa í fyrirtækisrekstri. „Ég er búin að læra það sem ég er að gera í dag. Ég hef lært að hlutirnir gerast ekki nema maður helli sér út í þá. Ég hef endalausa trú á því sem ég er að gera og ef maður efast einhvern tímann um það heldur maður ekkert áfram í svona leik.“ Hún hefur reynsluna og er spurð hvað þurfi að hafa í huga við stofnun frumkvöðlafyrir- tækis. „Í fyrsta lagi þarf að byrja á því að fá pening en fáir eiga tugi milljóna króna í vasanum. Maður fer ekkert öðruvísi af stað. Svo þarf fólk að vera tilbúið að vinna mjög mikið í mörg ár; mann þarf virkilega að langa til að gera þetta. Það er líka mikilvægt að geta unnið með öðrum því maður getur ekki gert þetta allt sjálfur. Ég hefði aldrei farið út í þetta ein. Ég hef til dæmis engan áhuga á að vinna í bókhaldi eða neinu slíku. Þegar við þrjú byrjuðum með fyrirtækið vorum við með mismunandi hæfileika og áhuga. Rúnar er markaðs- og sölu maður, Valdimar er viðskipta maður og ég hafði verið í hönnun. Öll þekktum við þennan bransa orðið mjög vel.“ Heiða segir starfið vera fjölbeytt. „Það hefur gefið mér alls konar tækifæri. Ég er búin að ferðast víða og hef komið til alls kyns landa sem ég hefði kannski ekki farið til í frí. Ég er búin að gera ýmislegt skemmti­ legt og upplifa margt.“ Fyrirtækið hefur hlotið ýmis verðlaun og viðurkenningar. Heiða segir að fyrirtækið hafi tvisvar verið tilnefnt til SIMA, sem eru alþjóðleg samtök innan „surf“- og brimbrettabransans, og tvisvar hefur það fengið verðlaun hérlendis fyrir vef fyrirtækisins. Þá hlaut Heiða fyrr á þessu ári viðurkenningu Fél- ags kvenna í atvinnurekstri. „Snjóbrettafatn­ aðurinn hefur gengið mjög vel sem og galla­ buxna línan.“ Í þriðja lagi er um að ræða litla línu sem kölluð er „Nikita selekzion“ ÍS L E N S K A S IA .I S 5 52 84 9 06 /1 1 HUGURINN BER ÞIG AÐEINS HÁLFA LEIÐ TVÍBURINN ÞÚ ERT AÐ FARA TIL ÚTLANDA OG ÞAÐ ERU 150 STUNDIR AF AFÞREYINGU UM BORÐ Í FLUGVÉL ICELANDAIR. NJÓTTU ÞESS. Rafmagnað andrúmsloft Fyrirtækið HBT var stofnað í frumkvöðlasetrinu á Ásbrú árið 2008. Fyrirtækið framleiðir rafbjögunarsíu sem uppfinningamaðurinn Árni Bergmann Pétursson var 10 ár að þróa. Búnaðurinn eyðir rafmagnstruflunum sem eru algengar í verksmiðjum, frystihúsum og frystitogurum. Hann dregur úr orkunotkun, minnkar mengun og eykur verulega líftíma rafmagnsbúnaðar. HBT hefur selt búnaðinn innanlands og hefur einnig náð góðri fótfestu á alþjóðlegum mörkuðum. Rafbjögunarsían er gott dæmi um útflutning á íslensku hugviti. HBT er eitt fjölmargra fyrirtækja sem kjósa Ásbrú, samfélag frumkvöðla, fræða og atvinnulífs, sem sína bækistöð. Nánari upplýsingar um Ásbrú má finna á www.asbru.is og hjá Kadeco sem hefur frá árinu 2006 leitt uppbyggingu á Ásbrú. Ásbrú í Reykjanesbæ er kjörinn staður fyrir fyrirtæki á sviði tækni og heilsu tengdrar þjónustu, auk fyrir tækja sem sjá hag sinn í nálægð við alþjóða flugvöll. Á Ásbrú er stór háskóla garður, spennandi nám í boði hjá Keili, kvikmynda ­ ver, heilsu þorp í farar broddi heilsu ferða mennsku, tækni þorp þar sem alþjóð legt gagna ver er að rísa og fjöldi áhuga verðra sprotafyrirtækja. Mikil upp bygging er á svæðinu og má þar nú meðal annars finna leikskóla, grunn skóla, verslun og veitinga stað. Verður þín hugmynd að veruleika á Ásbrú? Sími 425 2100 | fyrirspurnir@kadeco.is Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar www.hbtinternational.com PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 10 4 69
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.