Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2011, Síða 82

Frjáls verslun - 01.07.2011, Síða 82
82 FRJÁLS VERSLUN 7.tbl.2011 A rtasan er dóttur­ fyrirtæki Veritas og systurfyrirtæki Vis­ tor, Distica og ME­ DOR og sinn ir sölu og markaðssetningu á lyfjum, heilsuvörum og fæðubótarefn- um. Fyrirtækið markaðssetur til dæmis Nicotinell, Voltaren Gel, VoltarenDolo, Lamisil, Strep­ sils, Galive og Otrivin ásamt lyfseðilsskyldum lyfjum. Auk þess erum við með EAS- og Powerbar-fæðubótarefni, Zone Perfect-máltíðarstangir sem hafa heldur betur slegið í gegn á síðustu mánuðum og Dettol­ sótthreinsilínu svo eitthvað sé nefnt. Spennandi tímar eru framundan því allar deildir fyrirtækisins koma til með að markaðssetja eitthvað nýtt á næstu vikum og mánuðum. Hjá fyrirtækinu starfar samhent­ ur hópur af frábæru fólki og við njótum þess að vera lítið fyrirtæki þar sem allir láta sér annt hverjum um annan.“ Aðalheiður segir einnig mikil­ vægan þann tíma sem hún sinnir fjölskyldunni. „Það leit ekki væn lega út þegar við fór um í frí í byrjun sumars því við lentum í seinkun vegna gos sins í Gríms­ vötnum en allt fór vel og við end- uðum á að upplifa bæði margt og mikið. Við flugum til New York, þaðan til Miami og svo til Albuquerque. Þar tókum við bíla- leigubíl og fórum á „road trip“ um Nýju-Mexíkó, Arizona, Nev- ada og Kaliforníu og upplifðum miklar öfgar, allt frá því að gista í kofa að hætti frumbyggja í Monument Valley með stjörnu- bjartan himininn sem eina ljós­ gjafann í að gista í glæsisvítu á Bellagio í Las Vegas með allri sinni ljósadýrð og gosbrunna­ listaverki, örfáum dögum síðar. Þá áttum við ótrúlegar stundir annars vegar í algjörri þögn og eyðimerkurauðn White Sands í Nýju-Mexíkó og hins vegar í kaos og erli á miðju Times Square. Þetta var frábær ferð og við erum þegar farin að tala um þá næstu og hvert væri gam an að fara. Í haust er svo ferð til Indlands á vegum Lyfjafræðingafélagsins þar sem ég er formaður en á Ind landi fer fram árlegt þing al þjóðlegra samtaka lyfjafræð­ inga. Í lok þingsins ætlum við hjónin að skoða okkur aðeins um enda aldrei komið til Indlands áður. Þótt gaman sé og gefandi að ferðast erlendis er alltaf ómiss­ andi að ferðast innanlands og fasti punkturinn í tilverunni er árleg ferð að Látrum en þar er móðir mín fædd og uppalin og þau systkinin eiga þar hús sem skipst er á um að nýta. Þarna hættir tíminn að eltast við klukkuna, maður fer í langar göngur upp á heiði, gleymir sér yfir spennandi bók, skokkar út á Látrabjarg eða fylgist með krökkum standa í virkjunarfram­ kvæmdum í læknum. Eina teng- ingin við umheiminn eru fréttir á Gufunni, þegar munað er eftir að kveikja á útvarpinu. Það eru forréttindi að vera Íslendingur og eiga aðgang að slíkum auðæfum sem náttúran býður upp á og ekki spillir að vera þarna með mömmu, sem þekkir hvern stein eins og lófann á sér. Eftir slíkt sumar kemur maður endurnærður inn í haustið, til­ búinn að takast á við spennandi áskoranir í starfi. Hvað varðar áhugamálin er af nægu að taka. Þar ber hæst bókaklúbbinn Lespíurnar og svo auðvitað enska boltann. Bjartir tímar eru fram undan og svei mér þá ef það lítur ekki bara vel út með að Liv erpool taki deildina í ár.“ Aðalheiður Pálmadóttir – framkvæmdastjóri Artasan hf. „Við upplifðum miklar öfgar, allt frá því að gista í kofa að hætti frumbyggja í Monument Valley með stjörnubjartan himininn sem eina ljósgjafann í að gista í glæsisvítu á Bellagio í Las Vegas með allri sinni ljósadýrð og gosbrunnalistaverki.“ Nafn: Aðalheiður Pálmadóttir Fæðingarstaður: Reykjavík, 29. apríl 1966 Foreldrar: Pálmi Hlöðversson og Jóna Guðmunda Helgadóttir Maki: Pétur S. Gunnarsson Börn: Daníel, 19 ára, og Emma, 17 ára Menntun: Lyfjafræðingur og MBA ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 5 57 83 0 7/ 2 01 1 Hlunnindi sem fyrirtækjasamningur veitir: • Sérstakur ferðaráðgjafi hefur umsjón með hverju fyrirtæki. • Neyðarnúmer sem er opið allan sólarhringinn – alla daga ársins. • Afsláttur sem býðst af fargjöldum til áfangastaða Icelandair. • Nákvæmt viðskiptayfirlit á vefnum. + Allar nánari upplýsingar á www.icelandair.is/fyrirtaeki eða sendið fyrirspurnir á fyrirtaeki@icelandair.is ER ÞITT FYRIRTÆKI MEÐ SAMNING? Fyrirtæki sem eru með samning við Icelandair njóta þess í hagkvæmari rekstri, betri tímanýtingu og ánægðara starfsfólki. Úrvalsþægindi, gott rými og fyrsta flokks þjónusta. SAGA CLASS
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.