Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2010, Síða 53

Frjáls verslun - 01.02.2010, Síða 53
F R J Á L S V E R S L U N • 2 T B L . 2 0 1 0 53 p e n i n g a m e n n á n o r ð u r l ö n d u m Útgerðarmaðurinn Arnold Mærsk McKinney Møller. Árið 2009 var í tvennu tilliti merkisár fyrir danska skipa- félagið AP Møller-Mærsk. Félagið er nú í fyrsta sinn óumdeilanlega stærsta fyrir- tæki dana með 120 þúsund starfsmenn í 135 löndum. Árið er líka fyrsta árið í 105 ára sögu félagsins með tapi á árs- fjórðungsuppgjöri. Erfinginn í fyrirtækinu, Arnold Mærsk McKinney Møller, er orðinn 96 ára gamall. Hann gerði Mærsk að stórveldi eftir að hann tók við af föður sínum og afa og hann er enn með fingurna í rekstr- inum þrátt fyrir háan aldur. Fjölskyldan Mærsk-Møller á þetta risafyrirtæki. En kreppan kemur illa við siglingar. Á síðasta ári varð gróðinn 17 milljarðar danskra króna (rúmlega 400 milljarðar íslenskra króna) Núna stefnir tapið í að verða 4 milljarðar dKR. Peningarnir streyma út úr kassanum hjá gamla Möller. Og til að bæta gráu ofan á svart á hann í stríði við sjóræningja frá Sómalíu. En það er hægt að tala við sjóræningjana með tveimur hrútshornum. Verra er að vöru- flutningar eru minni nú en var fyrir kreppu. Þetta bitnar mjög á gámaflutningum. Flutningsgetan er verulega meiri en eftirspurnin. Mærsk er stærst í gámum í heiminum og tapar nú fé í fyrsta sinn í sögu sinni. risi í klemmu Saab gekk úr greipum Um tíma leit út fyrir að þau Christian og Halldóra von Koenigsegg yrðu eigendur að einu kunnasta bílamerki heims – Saab. En það reyndist of stórt stökk að auka bíla- smíði fjölskyldunnar úr 20 bílum í 90.000 á einu ári. Þetta leit alltaf út fyrir að vera mjög stórt stökk. Það skorti jafnvirði 70 milljarða íslenskra króna uppá að von Koeningsegg gæti keypt Saab af General Motors. Þó voru ýmsir tilbúnir að leggja fé í púkkið; kínverska fyrirtækið Beijing Automotive Industry Holding, norskir fjár- festar og Fjárfestingabanki Evrópu. Á endanum slitnaði upp úr viðræðum, meðal annars vegna skorts á sænskri rík- isábyrgð. Þetta var og er pólitískt hitamál heima í Svíþjóð og uppskeran ef til vill sú ein að vekja athygli á sportbílasmíði í nafni von Koenigsegg. Ekki er öll von ekki úti þótt kínverska fyrirtækið hafi nú keypt hluta af Saab og flytji til Kína. Enn eru áhugasamir kaup- endur að þreifa fyrir sér um kaup á því sem eftir verður. Hjá Koenigsegg er ekki yfirlýstur vilji til að reyna aftur – en enginn veit hvað árið ber í skauti sér. Halldóra Tryggvadóttir von Koenigsegg.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.